Misræmi í inn- og útflutningstölum frá ESB
Mynd / Bbl
Skoðun 10. september

Misræmi í inn- og útflutningstölum frá ESB

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Enn af tollamálum, forysta Bændasamtakanna hefur á síðustu vikum fundað með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Á fundi með fjármálaráðherra var farið yfir stöðu mála gagnvart innflutningi afurða til Íslands frá löndum Evrópusambandsins. Eitt er að vera með milliríkjasamning um aðgang að íslenskum markaði á grundvelli þessa samnings og annað er það sem flutt er inn á forsendum hans.

Þegar bornar eru saman útflutningstölur ESB annars vegar og innflutningstölur Hagstofunnar hins vegar þá munar ansi miklu þar sem hallar á það magn sem getið er um í samningnum frá árinu 2016. Fjármálaráðherra tilkynnti að settur yrði saman hópur innan ráðuneytisins til þess að fara yfir hvað það sé sem veldur. Bændasamtök Íslands hvetja til að þessi vinna verði unnin hratt og vel þar sem þessi atriði hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins í heild sinni.

Viðræðum um endurskoðun rammasamnings í landbúnaði frestað

Samninganefnd um endurskoðun rammasamnings í landbúnaði hefur frestað viðræðum þar til einhver niðurstaða er komin í tollamálin, því eins og áður sagði þá er þetta ekki síður áhrifavaldur í starfsumhverfi landbúnaðarins eins og búvörusamningar. Einnig var fundað með utanríkisráðherra þar sem þessi mál voru rædd og áhyggjur okkar af samningi við Breta vegna útgöngu þeirra úr ESB. Mikilvægt er að staðið verði vörð um íslenskan landbúnað í þeim viðræðum. Þar að auki var farið yfir misræmi í áðurnefndum inn- og útflutningstölum frá ESB og þann grunn sem unnið er með í tölulegu samhengi.

Forsendubrestur

Eins og fram kemur í forsendum samningsins um aukinn innflutning til landsins er ástæðan sú að ferðamenn séu orðnir svo gríðarlega margir. Nú árið 2020 þá erum við í þeirri stöðu að nánast enginn ferðamaður er á svæðinu sem átti að neyta allrar þessarar vöru á örmarkaði sem Ísland er, því aðalsamkeppni íslenskra framleiðenda er við innflutning.

Tækifæri landbúnaðarins felast í upprunamerkingum

Á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hefur verið unnið að reglum um merkingu matvæla. Von er á að tillögur nefndarinnar verði kynntar á næstu dögum. Ég tel að tækifæri landbúnaðarins felist í upprunamerkingum og þar þurfum við bændur að standa vörð um íslenska framleiðslu þar sem við tryggjum neytendum  heilnæma vöru. Eitt sem vekur okkur til umhugsunar er að fersk kjötvara skal upprunamerkt en ef kjötið er kryddlegið þá þarf ekki að upprunamerkja vöruna. Nú spyrjum við; af hverju gerum við ekki kröfu um að upprunamerking verði einnig á þeirri vöru þar sem neytandinn á rétt á að vita hvaðan varan kemur sem þeir neyta? Þetta verður að laga.

Dregið úr losunaráhrifum landbúnaðar

Í samstarfi Bændasamtakanna og skógarbænda er unnið að því að þróa verkefni sem nefnist Kolefnisbrúin. Með þessu frábæra verkefni er stefnt að því að bændur um allt land geti tekið frá land undir skógrækt og fengið útreikning á hversu mikið kolefni spildan bindur og með því kolefnisjafnað eigin framleiðslu og svo selt það sem út af stendur. Ég á von á að þetta verkefni verði kynnt mjög fljótlega þar sem skógareigendur hafa unnið að þessu verkefni í allt sumar og eru að sjá til lands í útfærslum á hvernig við nálgumst bændur í verkefninu. Það verður fróðlegt að sjá verkefnið verða að veruleika, en með þessu tel ég að við komum til með að draga verulega úr losunaráhrifum landbúnaðar á Íslandi og bændur fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum við kolefnisbindingu til heilla fyrir íslenska þjóð.

Talandi um skógareigendur, þá heyra málefni skógræktar í stjórnsýslunni undir umhverfisráðuneytið. Í mínum huga eiga skógrækt og málefni þess að heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (landbúnaðarráðuneytið). Þarna eru að öllu jöfnu landeigendur sem stunda annan búskap samhliða. Ég hvet stjórnsýsluna til að skoða fyrirkomulag þessara mála með áherslur á hagsmuni bænda að leiðarljósi.

Skylt efni: tollamál

Ríkidæmi þjóðar
Skoðun 11. september

Ríkidæmi þjóðar

Orðatiltækið enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, lýsir vel því hugsu...

Misræmi í inn- og útflutningstölum frá ESB
Skoðun 10. september

Misræmi í inn- og útflutningstölum frá ESB

Enn af tollamálum, forysta Bændasamtakanna hefur á síðustu vikum fundað með fjár...

Enn um endurheimt votlendis
Lesendabásinn 7. september

Enn um endurheimt votlendis

Alllengi hefur mig undrað hve margir bændur virðast vera andsnúnir eða feimnir v...

Hinir óæðri
Skoðun 21. ágúst

Hinir óæðri

Það eru mikil átök í fræðslumálum sem snerta landbúnaðinn um þessar mundir. Má ...

Göngur og réttir með öðrum brag
Skoðun 20. ágúst

Göngur og réttir með öðrum brag

Nú líður að því að bændur fari til fjalla og smali saman búfénaði sem gengið hef...

Gætum hagsmuna hver annars
Skoðun 5. ágúst

Gætum hagsmuna hver annars

Það er áþreifanleg spenna í þjóðfélaginu þrátt fyrir að nú séu flestir landsmenn...

Veljum íslenskt fyrir umhverfið og efnahaginn
Skoðun 4. ágúst

Veljum íslenskt fyrir umhverfið og efnahaginn

Á sumarleyfistímum er lítið um að vera í hinu opinbera kerfi. Allir njóta þess a...

Hvað er mjólk og hvað er kjöt?
Skoðun 16. júlí

Hvað er mjólk og hvað er kjöt?

Undanfarin ár hafa jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hef...