Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Það er traustvekjandi til þess að vita að kerfin sem samfélagið okkar byggir á virki og verndi okkur þegar vá vofir yfir eins og nú er.  Öryggi fólks og dýra er tryggt fumlaust þegar hætta steðja að. Björgunarsveitir, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar eiga hrós skilið fyrir framgang sinn kringum jarðhræringarnar í Grindavík.
Það er traustvekjandi til þess að vita að kerfin sem samfélagið okkar byggir á virki og verndi okkur þegar vá vofir yfir eins og nú er. Öryggi fólks og dýra er tryggt fumlaust þegar hætta steðja að. Björgunarsveitir, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar eiga hrós skilið fyrir framgang sinn kringum jarðhræringarnar í Grindavík.
Mynd / Óskar Andri
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrða að þjóðin er einstaklega lánsöm að búa að því viðbragðskerfi sem hér er við lýði.

Öryggi fólks og dýra er tryggt fumlaust þegar hætta steðja að. Björgunarsveitir, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar eiga hrós skilið fyrir framgang sinn kringum jarðhræringarnar í Grindavík. Það er traustvekjandi til þess að vita að kerfin sem samfélagið okkar byggir á virki og verndi okkur þegar vá vofir yfir eins og nú er. Þeir viðmælendur sem Bændablaðið talaði við vegna björgunar búfjár frá hamfarasvæðinu lögðu öll áherslu á þakklæti til þeirra sem gripu þau og aðstoðuðu við að koma sér og sínum í öruggt skjól. Hugur allra er hjá Grindvíkingum.

Þjóðaröryggisstefna okkar inniheldur þá áherslu að styrkja áfallaþol samfélagsins gagnvart hvers kyns ógnum. Í henni er tilgreint að tryggja eigi skilvirkan og samhæfðan viðbúnað og viðbrögð til þess að takast á við afleiðingar hvers kyns ógna við líf og heilsu fólks, umhverfi, eignir og innviði. Taka á mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, heilbrigðisöryggi og farsóttum, matvæla- og fæðuöryggi.

Það síðastnefnda er tíðrætt efni á síðum Bændablaðsins enda gegnir landbúnaður mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgang samfélagsins að matvælum. Hér á landi er fæðuöryggi og fæðusjálfstæði gott í samanburði við mörg önnur lönd, mikið til vegna umfangsmikilla fiskveiða og útflutnings sjávarafurða. Hins vegar hefur svokallað sjálfsaflahlutfall minnkað undanfarin ár þar sem hlutfall innlendra matvæla af heildarneyslu er minna en áður.

Aukin sjálfsaflahlutdeild er mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi þar sem viðnámsþol landsins byggir á því hvað er framleitt hér á landi. Sjálfsaflahlutfall er útskýrt í tölublaðinu en þar kemur fram að ástæður minnkandi fæðusjálfstæðis Íslands sé ekki skortur á náttúruauðlindum eða innviðum heldur slæm afkoma bænda og þar af leiðandi atgervisflótti úr atvinnugreininni.

Þetta þarf augljóslega að athuga strax og á aukabúnaðarþingi sem haldið var sl. þriðjudag var ályktað um málefnið. Segir í ályktuninni að án bænda sé fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu. Þar er kallað eftir því að stjórnvöld komi tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði.

Af dreifingarmálum

Bændablaðið hefur frá stofnun þess verið borið út til allra bænda landsins í gegnum fjöldreifingu þar sem pósturinn fer ómerktur á lögbýli. Íslandspóstur tilkynnti þann 6. nóvember síðastliðinn að þjónustu við fjöldreifingu á landsbyggðinni verði hætt um næstu áramót. Enginn mun því sinna slíkri dreifingu frá áramótum.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að ákvörðun þeirra sé í takt við umhverfisstefnu en áfram muni fyrirtækið sinna dreifingu á skráðum sendingum og almennum bréfpósti. Í þessu felst að verið er að beina því að okkur að setja blöð bænda í plastumbúðir, nafnmerkja þau og senda með magnpósti, sem seint telst umhverfisvæn lausn.

Kostnaðarhækkun við þessa breytingu dreifingar er nær 260% miðað við verðskrá ársins 2023. Vert er að minna á að árið 2021 hækkaði kostnaður við dreifingu á lögbýli um 90%. Við höfum skamman tíma til að bregðast við þessari tilkynningu Íslandspósts enda stutt í áramót en við munum leggja upp með að skerða ekki aðgengi bænda að blaðinu.

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun