Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigrún H. Pálsdóttir í garðyrkjustöð sinni.
Sigrún H. Pálsdóttir í garðyrkjustöð sinni.
Mynd / smh
Skoðun 3. desember 2021

Miklir möguleikar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Heimsfaraldur vegna Covid-19 er smám saman að koma jarðarbúum í skilning um að sýn þeirra á lífið á jörðinni til þessa hefur verið verulega brengluð. Þar eru margir hlutir sem fólk hefur gengið að sem sjálfgefnum til þessa, allt annað en sjálfsagðir.

Með stöðugt auknum fólksfjölda á jörðinni og kröfur um aukin lífsgæði handa hverjum og einum þarf heimsbyggðin að horfast í augu við að sjálfbærni í nýtingu jarðargæða er úrslitaatriði varðandi afkomuna til framtíðar. Það eyðist sem af er tekið og við munum ekki endalaust geta gengið á auðlindir jarðar án þess að það komi í hausinn á okkur á endanum.

Þeim, sem vilja ráða ferðinni á pólitíska sviðinu og vilja stjórna því hvernig við högum okkur, er gjarnt á að leiða fólk inn á sínar skoðanir með því að skrúfa upp ákveðin mál til að fela oft vafasaman tilgang. Þekkt er í gegnum söguna að þegar pólitíkusar stórþjóða hafa átt erfitt með að tryggja sín völd heima fyrir, þá hefur verið fundinn óvinur í útlöndum sem þjóðin á að sameinast um að berjast við. Þetta „trikk“ hefur oftast gengið upp og venjulega fattar fólk ekki að það hefur verið dregið á asnaeyrunum fyrr en viðkomandi pólitíkus er löngu hættur störfum. Það eru þó ekki bara hefðbundin stríð sem slíkir tækifærissinnar reyna að nýta sér, því öfgafull umræða um loftslagsmál hljómar nú örugglega eins og englasöngur í þeirra eyrum.

Nú hnykla menn vöðvana í Austur-Evrópu þar sem átök um orkumál munu skipta höfuðmáli. Það snýst ekki síst um vandræði Evrópuríkja í orkumálum og þá skrítnu stöðu að lífæðarnar, gasleiðslurnar, liggja frá Rússlandi og í gegnum lönd sem nú eru suðupottur pólitískra átaka.

Án orku geta tannhjól atvinnulífsins ekki snúist og krafan um stöðugt aukinn hagvöxt hættir að ganga upp. Í Evrópu er krafan um að hætta notkun kola og annars jarðefnaeldsneytis í orkuframleiðslu samfara kröfu um að loka kjarnorkuverum að breytast í martröð hjá evrópskum pólitíkusum. Það eru fáir kostir í stöðunni. Vatnsaflið er nær alveg uppurið til raforkuframleiðslu og þá er fátt annað eftir en vind- og sólarorka. Stöðug uppbygging vindorkuvera með risastórum vindmyllum er mjög farin að fara í taugarnar á umhverfisverndarfólki. Þar hefur þó aðeins fengist slaki á umhverfiskröfurnar með því að beina fólki meðvitað í baráttu fyrir bættum loftslagsmálum. Sú barátta hefur hins vegar ýtt undir gríðarleg náttúruspjöll í öðrum heimshlutum.

Í öllu þessu umróti á Ísland einstaka möguleika. Hér er hægt að framleiða næga hreina og vistvæna orku með sjálfbærum hætti. Þannig geta Íslendingar á næstu árum og áratugum orðið algjörlega sjálfbærir í orkumálum ef rétt er á spöðum haldið. Hér er líka enn nægt land til að stórauka framleiðslu matvæla og stórauka matvælaöryggi þjóðarinnar. Það lofar því góðu að nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafi áttað sig á þessu. Það rammar hún ágætlega inn í viðtali hér í Bændablaðinu þar sem hún segir:

„Það sem mér finnst skipta mestu máli er að finna fyrir þessum miklu sóknarmöguleikum sem eru til í landbúnaði. Þar eru heilmargir sprotar sem hafa verið að láta á sér kræla og verðskulda athygli og uppbyggingu í matvælaframleiðslu og framleiðslu henni tengdri. Fæðuöryggi og matvælaöryggi skiptir sífellt meira máli, við höfum ekki síst verið minnt á það í faraldrinum. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir miklu máli að búa við sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Það spilar líka saman við orkunotkun, loftslagsmál og að draga úr kolefnisspori.“
– Vonandi veit þetta á gott. 

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...