Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Eva-Lena Lohi stóð uppi sem sigurvegar í Reynis bikarkeppninni
Eva-Lena Lohi stóð uppi sem sigurvegar í Reynis bikarkeppninni
Lesendarýni 10. júní 2025

„Svo lengi lærir sem lifir “

Höfundur: Birna Tryggvadóttir Thorlacius, verkefnastjóri

Vinsældir Reiðmannsins og keppnishestanámsins sem alhliða nám í hestamennsku ber góðan ávöxt. Það mátti glöggt sjá á útskriftarhátíð nemenda úr endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) sem fram fór á MiðFossum í Borgarfirði fyrstu helgina í maí.

Útskriftarhelgi Reiðmannsins náms á vegum Endurmenntunar LbhÍ fór fram í blíðskapar veðri síðustu helgina í maí. Að þessu sinni voru um 150 nemendur víðsvegar af landinu sem útskrifuðust. Mikið var um fallegar sýningar eins og við mátti búast og góð stemning í mannskapnum. Útskriftin fór fram í glæsilegri reiðhöll LbhÍ á MiðFossum í Borgarfirði og var þétt dagskrá alla helgina. Skráningar voru um hundrað talsins og var keppt í sjö ólíkum keppnisgreinum. Fyrir áhugasama þá má finna allar helstu niðurstöður af mótinu inná í HorseDay.

Viðburðurinn var vel sóttur og þegar helgin náði hápunkti voru nærri tvö hundruð manns á svæðinu. Veðrið lék við alla og aðbúnaðurinn á MiðFossum til fyrirmyndar. Á laugar deginum kepptu þeir nemendur sem náð höfðu bestum árangri í hvorum hóp fyrir sig til úrslita. Alls voru níu nemendur í Reiðmanninum I og tíu úr Reiðmanninum II sem þátt tóku í keppni um Reynisbikarinn.

Verðlaunin voru ekki af verri endanum og dyggilega studd af styrktaraðilum mótsins.

Helstu styrktaraðilar mótsins voru SIGN, Hrímnir, Lífland og Kaupfélag Borgfirðinga. Og erum við þeim gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning sem þau veittu okkur. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestan samanlagða árangur úr verklegu námi á fyrsta og öðru ári reiðmannsnámsins. Það kom í hlut Aldísar Ösp og Grétu Brimrúnar að veita þeim viðurkenningum viðtöku. Úr keppnisnámi Reiðmannsins voru veittar viðurkenningar fyrir hæstu samanlögðu einkunn úr forkeppni úr tveimur keppnisgreinum. Annars vegar í 1. flokki og hins vegar í 2. flokki, stóðu Halldóra Jónasdóttir og Magnús Karl Gylfason uppi sem sigurvegarar í hvorum flokki fyrir sig.

Margt var um fallegar sýningar um helgina og greinilegt að nám sem þetta hefur gert mikið fyrir hestamennskuna í landinu. Aldursbil nemenda sem stundað hafa námið er á breiðum grunni og var námið í ár í boði á tólf stöðum víðsvegar um landið.

Umsóknir í nám reiðmannsins fara vel af stað og er opið fyrir nýja umsækjendur til 10. Júní. Allar nánari upplýsingar má finna á vef endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands (endurmenntun.lbhi.is).

Margt var um manninn og létt yfir mönnum á útskriftarhelgi reiðmannsins. Á laugardeginum kepptu þeir nemendur sem náð höfðu bestum árangri í hvorum hóp fyrir sig til úrslita. Alls voru níu nemendur í Reiðmanninum I og tíu úr Reiðmanninum II sem þátt tóku í keppni um Reynisbikarinn.

Hvað segja nemendur um námið ?

„Ég hef ekki bara skólast til og eflst heldur eignast frábærar vinkonur og vini“

„Við Draumur höfum siglt veturinn á svo fallegan og dýrmætan hátt hvað mig varðar. Ég féll af baki síðasta vor og það var ekki bara heilinn í mér sem hristist þann daginn heldur skaddaðist kjarkurinn og viljinn líka. Þó ég hafi reynt að fela það held ég að það hafi nú skynið örlítið í gegn...enda nokkuð auðlesin.

Ég hef ekki bara skólast til og eflst heldur eignast frábærar vinkonur og vini. Við Draumur kláruðum lokaprófið með einkunnina 8,61 Það gaf okkur fararleyfi á MiðFossa þar sem tíu hæstu nemendur í Reiðmanni II yfir landið kepptu um sætaröðun. Þar höfnuðum við hvorki meira né minna en í öðru sæti. Síðustu vikur lífs míns hafa einkennst af æfingum, raða niður endalausum prógrömmum og halda Draumnum hreinum. Ég hef því fengið smjörþefinn af því að vera atvinnumaður og Guð einn veit það að í dag tek ég hattinn ofan af fyrir því fólki. Stolt og ÞAKKLÁT. “ Sagði Guðrún Astrid Elvarsdóttir einn af nemendum Reiðmannsins.

Aldís Ösp Sigurjónsdóttir, Gréta Brimrún Karlsdóttir og Randi Holaker

Skylt efni: Reiðmaðurinn

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...