Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir, kúabóndi á Stíflu í V-Landeyjum og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúrunnar og í félagsskap málleysingja, kenna þeim gildi og lífsreglurnar með dugnað og ábyrgð að leiðarljósi.

Heiðbrá Ólafsdóttir.

En hvaða lífsgæði felast í því að vinna myrkvanna á milli, 365 daga ársins, kvölds og morgna, í alls konar aðstæðum, veðravítum og jafnvel rafmagnsleysi, lepja svo dauðann úr skel hver einustu mánaðamót og uppskera ekkert nema skilningsleysi og aðgerðarleysi stjórnvalda sem er einungis tíðrætt um matvælaöryggi og fæðuöryggi á tyllidögum. Eða rétt fyrir kosningar. En gera sér enga grein fyrir því hvaða vinna liggur í raun að baki hjá bændum landsins sem tryggja litlu þjóðinni í harðbýlu landi lengst út á ballarhafi fæðusjálfstæði. Vinnuframlag, dugnaður og þrautseigja bænda tryggja almannahagsmuni landsins, bændur brauðfæða þjóðina, á bestu en líka verstu tímum þjóðarinnar; hrunið, heimsfaraldur og stríðsrekstur í Evrópu.

Miðflokkurinn hefur alla sína tíð talað og staðið upp fyrir bændum landsins. Stefnan Miðflokksins er Ísland allt, byggðastefna sem styður og treystir hina dreifðari byggðir landsins. Landbúnaðurinn stendur í dag á ögurstundu til framtíðar litið, búum fækkar hratt með hverju árinu sem líður og um leið tækifærum ungs fólks að láta til sín taka í landbúnaði.

Miðflokkurinn mun tryggja nýliðun í landbúnaði með sértækum lánaflokki frá Byggðastofnun með möguleika á hlutdeildarláni að hámarki 20%. Hlutdeildarlánin yrðu án vaxta og afborgunar. Lánin yrðu veitt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.a.m. að bújörðin sé í rekstri og jákvæð rekstraráætlun til 5 ára sé til staðar.

Miðflokkurinn mun tryggja fráfarandi bændum skattalega hvata til að selja bú sín í rekstri. En hvatinn hefur alltof lengi verið sá að brytja búin niður; selja framleiðsluna, gripina, vélar og tæki. Svo sitja bændur eftir á bújörðunum og horfa á ævistarf sitt grotna niður í órækt og útiljósin slökkva eitt af öðru í dalnum.

Miðflokkurinn hefur og mun alltaf standa með bændum landsins.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...