Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir, kúabóndi á Stíflu í V-Landeyjum og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúrunnar og í félagsskap málleysingja, kenna þeim gildi og lífsreglurnar með dugnað og ábyrgð að leiðarljósi.

Heiðbrá Ólafsdóttir.

En hvaða lífsgæði felast í því að vinna myrkvanna á milli, 365 daga ársins, kvölds og morgna, í alls konar aðstæðum, veðravítum og jafnvel rafmagnsleysi, lepja svo dauðann úr skel hver einustu mánaðamót og uppskera ekkert nema skilningsleysi og aðgerðarleysi stjórnvalda sem er einungis tíðrætt um matvælaöryggi og fæðuöryggi á tyllidögum. Eða rétt fyrir kosningar. En gera sér enga grein fyrir því hvaða vinna liggur í raun að baki hjá bændum landsins sem tryggja litlu þjóðinni í harðbýlu landi lengst út á ballarhafi fæðusjálfstæði. Vinnuframlag, dugnaður og þrautseigja bænda tryggja almannahagsmuni landsins, bændur brauðfæða þjóðina, á bestu en líka verstu tímum þjóðarinnar; hrunið, heimsfaraldur og stríðsrekstur í Evrópu.

Miðflokkurinn hefur alla sína tíð talað og staðið upp fyrir bændum landsins. Stefnan Miðflokksins er Ísland allt, byggðastefna sem styður og treystir hina dreifðari byggðir landsins. Landbúnaðurinn stendur í dag á ögurstundu til framtíðar litið, búum fækkar hratt með hverju árinu sem líður og um leið tækifærum ungs fólks að láta til sín taka í landbúnaði.

Miðflokkurinn mun tryggja nýliðun í landbúnaði með sértækum lánaflokki frá Byggðastofnun með möguleika á hlutdeildarláni að hámarki 20%. Hlutdeildarlánin yrðu án vaxta og afborgunar. Lánin yrðu veitt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.a.m. að bújörðin sé í rekstri og jákvæð rekstraráætlun til 5 ára sé til staðar.

Miðflokkurinn mun tryggja fráfarandi bændum skattalega hvata til að selja bú sín í rekstri. En hvatinn hefur alltof lengi verið sá að brytja búin niður; selja framleiðsluna, gripina, vélar og tæki. Svo sitja bændur eftir á bújörðunum og horfa á ævistarf sitt grotna niður í órækt og útiljósin slökkva eitt af öðru í dalnum.

Miðflokkurinn hefur og mun alltaf standa með bændum landsins.

Rétt tré á réttum stað
Lesendarýni 12. júní 2025

Rétt tré á réttum stað

Á undanförnum misserum hafa verið sett fram stórtæk áform um að auka skógrækt hé...

Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra
Lesendarýni 10. júní 2025

Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra

Nú er komið að kosningu í eitt af fimm stjórnarsætum Lífeyrissjóðs bænda. Aðalfu...

„Svo lengi lærir sem lifir “
Lesendarýni 10. júní 2025

„Svo lengi lærir sem lifir “

Vinsældir Reiðmannsins og keppnishestanámsins sem alhliða nám í hestamennsku ber...

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?
Lesendarýni 6. júní 2025

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?

Frá upphafi tuttugustu aldar hefur votlendi minnkað um 64-71% á heimsvísu og um ...

Laxalús og villtir laxfiskar
Lesendarýni 2. júní 2025

Laxalús og villtir laxfiskar

Laxalús sem berst frá eldi laxfiska í sjókvíaeldi getur mögulega valdið afföllum...

Hvað vitum við um neyslu gjörunninna matvæla á Íslandi?
Lesendarýni 30. maí 2025

Hvað vitum við um neyslu gjörunninna matvæla á Íslandi?

Á síðustu áratugum hafa gjörunnin matvæli (e. ultraprocessed foods) fengið aukna...

Forval hugmynda til verðmætasköpunar
Lesendarýni 28. maí 2025

Forval hugmynda til verðmætasköpunar

Í framhaldi af nýrri stefnu Félags skógarbænda á Suðurlandi ákvað félagið að kom...

Hvað ef ég vil vera hér?
Lesendarýni 26. maí 2025

Hvað ef ég vil vera hér?

Hvað þarf til þess að ungt fólk vilji setjast að á landsbyggðinni? Þetta er spur...