Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Höfundur: Guðmundur H. Arngrímsson, oddviti Sósíalista í Norðvesturkjördæmi.

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar, ásamt sjávarútvegi.

Guðmundur H. Arngrímsson

Landbúnaður er í senn undirstaða byggðar í landinu, gríðarlega mikilvægur fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar og lífsstíll þeirra sem hann stunda. Þess vegna er mikilvægt að um landbúnað og matvælaframleiðslu ríki þjóðarsátt.

Sósíalistaflokkur Íslands leggur höfuðáherslu á að landbúnaður geti skapað bændum góð lífsskilyrði og stöndug landbúnaðarhéruð, ásamt því að framleiða vistvæn og holl matvæli fyrir íbúa landsins. Til að svo megi verða til framtíðar er mikilvægt að varða leiðina með tryggð við bændur, nýsköpun og ekki síst nýliðun í stéttinni.

Bændur eru í framvarðasveit landsins, þeir tryggja fæðuöryggi íbúa og eru sannir frumkvöðlar í sjálfbærni. Því verða stjórnvöld að tryggja þeim hagstæð rekstrarskilyrði. Ekki aðeins svo halda megi verðlagi á innlendri framleiðslu samkeppnishæfu en einnig til að nauðsynleg endurnýjun verði á meðal bænda.

Uppkaup stóreignafólks, fjárfesta, innlendra sem erlendra og annarra braskara á jarðnæði er mikið mein í íslensku samfélagi og kemur sérstaklega illa niður á landbúnaði. Ungt fólk sem vill halda tryggð við sín heimahéruð og við matvælaframleiðslu á bújörðum þarf að keppa við fjársterka aðila (sem oftar en ekki hafa engan áhuga á landbúnaði) um jarðnæði. Það skapar mikla skekkju, dregur úr nýliðun, gerir rekstarskilyrði verri, skerðir afkomu og á endanum leiðir til hærra verðs til neytenda. Það tapa því allir nema braskararnir.

Í þessu ljósi er mikilvægt að skoða allar leiðir til að vinda ofan af ágangi braskara með því að setja búskyldu eða aðrar takmarkanir líkt og mörg nágrannalönd okkar hafa gert. Það sama gildir um framleiðslukvóta í landbúnaði, nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að framsal á honum leiði af sér að búsetu eða framleiðslu sé hætt á þeirri bújörð sem kvótinn upprunalegu tilheyrði. Framsal á kvóta verði þannig háð búsetu og skuldbindingu um áframhaldandi framleiðslu, nema ef ríkar ástæður eru fyrir annarri ráðstöfun, s.s. hnignun jarðgæða, breytt landnotkun í þágu almennings eða álíka.

Mikilvægt er að tryggja smærri framleiðslueiningum góð rekstrarskilyrði og nýsköpun með áherslu á lífræna ræktun verði að sama skapi styrkt ríkulega. Þannig getum við byggt undir styttri virðiskeðjur, umhverfisvernd og sjálfbærni í flestum héruðum landsins.

Ein forsenda þess að lifandi landbúnaður, drifinn áfram af tryggð, sköpunarkrafti og sjálfbærri auðlindanýtingu geti dafnað frekar og í senn undirstaða byggðar í landinu, er að vinna að eins konar vistkorti eða rammaáætlun um landnýtingu. Slíkt vistkort verði unnið inn í skipulagsáætlanir sveitarfélaga og þar horft sérstaklega til staðsetningar með tilliti til fæðuöryggis, náttúrugæða og sjálfbærni.

Sósíalistaflokkur Íslands býður fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar. Frambjóðendur Sósíalista er einvalalið af alþýðufólki úr öllum starfsstéttum sem brennur fyrir félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu réttlæti fyrir alla íbúa landsins. Við eigum öll skýlausan rétt á að lifa í reisn, án afkomuótta eða óöryggis.

Eftir þriggja áratuga tilraun við nýfrjálshyggju og skaðann sem henni fylgdi er kominn tími á að gefa Sósíalistum séns. Þegar þú lygnir aftur augunum og leyfir þér að dreyma um fyrirmyndarsamfélag þá eru miklar líkur á því að þar birtist þér sósíalískt samfélag jöfnuðar, manngildis og sjálfbærni.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...