„Ástand vega landsins er víða óásættanlegt og hættulegt. Það er skylda okkar að tryggja að vegakerfið standist nútímalegar öryggiskröfur og uppfylli þarfir samfélagsins,“ segir Gísli m.a. í grein sinni.
„Ástand vega landsins er víða óásættanlegt og hættulegt. Það er skylda okkar að tryggja að vegakerfið standist nútímalegar öryggiskröfur og uppfylli þarfir samfélagsins,“ segir Gísli m.a. í grein sinni.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Höfundur: Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi landsins, sem einu sinni þótti fullnægjandi fyrir okkar fámennu þjóð, er nú orðið óviðunandi í ljósi aukinnar umferðar og kröfu um öryggi.

Gísli Rafn Ólafsson.

Sérstaklega hefur mikill fjöldi ferðamanna á undanförnum árum reynt á innviði okkar. Vegirnir þola einfaldlega ekki þá umferð sem er á þeim í dag og öryggisstaðlar þeirra standast ekki þær kröfur sem gerðar eru til vega í Evrópu.

Á áttunda áratug síðustu aldar tókum við okkur saman og fórum í þjóðarátak til að klára hringveginn. Það var mikilvæg ákvörðun sem hafði djúpstæð áhrif á þróun landsins, bæði efnahagslega og félagslega. Nú er kominn tími til að endurtaka þetta afrek. Við þurfum nýtt þjóðarátak í samgöngumálum, átaksverkefni sem mun tryggja að vegakerfið okkar sé í stakk búið til að mæta þörfum nútímans og framtíðarinnar.

Hugum að malbikun og jarðgangagerð

Einn af þeim þáttum sem við þurfum að huga að er að malbika alla vegi þar sem yfir 2.000 bílar fara um á dag. Þetta er ekki aðeins spurning um þægindi, heldur fyrst og fremst um öryggi. Malbikaðir vegir draga úr hættu á slysum, minnka slit á bílum og gera akstur almennt öruggari og þægilegri. Í dag eru margir vegir sem ekki uppfylla þessa kröfu, sem setur bæði Íslendinga og gesti okkar í hættu.

Jarðgöng eru annað mikilvægt atriði. Með því að byggja fleiri jarðgöng getum við stytt vegalengdir, aukið öryggi og bætt samgöngur milli landshluta. Við getum litið til Dana og Færeyinga sem fyrirmynda í þessum efnum. Þar hafa þeir náð frábærum árangri með því að nýta hagkvæmar lausnir í jarðgangagerð. Með því að fylgja þeirra módeli getum við byggt upp öflugt jarðgangakerfi án þess að kostnaður verði of íþyngjandi.

Þurfum að endurhugsa fjármögnun vegakerfisins

En til að þetta verði að veruleika þurfum við að endurhugsa hvernig við fjármögnum uppbyggingu vegakerfisins. Það er sanngjarnt að þeir sem nota vegina mest og valda mestu álagi á þá greiði meira til viðhalds og uppbyggingar. Þeir sem keyra stóra flutningabíla ættu að bera hærri kostnað en þeir sem nota litla rafmagnsbíla. Með því að innleiða sanngjarnt gjaldtökukerfi getum við tryggt að fjármögnun vegakerfisins sé sjálfbær og réttlát.

Fjölgun ferðamanna hefur einnig áhrif á vegakerfið. Þeir koma hingað til að njóta náttúrunnar og ferðast um landið en setja jafnframt mikla pressu á samgöngukerfið. Við þurfum að taka tillit til þessa og tryggja að ferðamenn taki virkan þátt í að fjármagna uppbyggingu og viðhald vega. Þetta gæti verið gert með veggjöldum eða öðrum leiðum sem tryggja að þeir sem nýta innviði okkar greiði sanngjarnt framlag.

Samgöngur eru lífæð samfélagsins

Það er alveg ljóst að við verðum að setja okkur skýr og metnaðarfull markmið til næstu 10–20 ára. Við þurfum að hafa heildstæða áætlun sem tekur mið af þörfum allra landsmanna, óháð búsetu. Þetta krefst samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Við þurfum að tryggja að fjármögnun sé til staðar, hvort sem er í gegnum opinbera fjárfestingu, einkafjármögnun eða blöndu beggja.

Samgöngur eru lífæð samfélagsins. Þær tengja fólk saman, gera viðskipti möguleg og stuðla að velferð og lífsgæðum. Með öflugu samgöngukerfi getum við styrkt efnahagslífið, aukið öryggi og bætt lífsgæði fyrir alla. Það er því ekki spurning um hvort, heldur hvenær og hvernig við ætlum að ráðast í þetta verkefni.

Við getum ekki leyft okkur að bíða lengur. Ástand vega landsins er víða óásættanlegt og hættulegt. Það er skylda okkar að tryggja að vegakerfið standist nútímalegar öryggiskröfur og uppfylli þarfir samfélagsins. Með því að ráðast í þetta þjóðarátak sýnum við framsýni og ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...