Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á miðunum.

Eyjólfur Ármannsson.

Útlit er fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Um 700 bátar eru gerðir út á strandveiðar. Strandveiðar hleypa lífi í sjávarbyggðir og veita fjölbreyttum hópi strandveiðimanna tækifæri til handfæraveiða og atvinnufrelsi til að stunda þá vinnu sem þeir kjósa.

Baráttan fyrir frjálsum handfæraveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er barátta fyrir búseturétti í sjávarbyggðum landsins, sem byggist á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og nálægð við sjávarauðlindir.Handfæraveiðar smábáta búa við náttúrulegar takmarkanir veðurs og sjólags, auka takmörkunar á veiðidögum, lengdar veiðiferðar og magns í veiðiferð.

Veiðarnar eru ekki ólympískar, takmarkanir sjá til þess.

Takmörkun stjórnvalda á atvinnufrelsi verður að byggja á almannahagsmunum. Verndun fiskistofna þarf að ná til veiðarfæra sem ógna fiskistofnum, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Handfæraveiðar á bát með fjórum krókum á fjórum rúllum ógna ekki fiskistofnum. Takmörkun handfæraveiða með 10.000 tonna þorskafla er skerðing á atvinnufrelsi sem gengur lengra en nauðsyn krefur. Almannahagsmunir skortir því handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum, því takmörkun á krókaveiði í skjóli verndunar fiskistofna réttlætir ekki takmörkun á atvinnufrelsi. Fiskistofnum stendur ekki ógn af krókaveiðum.

Sjávarbyggðirnar byggja tilvist sína á fiskveiðum og nálægð við fiskimið og auðlindir hafsins. Þetta er barátta fyrir rétti íbúa sjávarbyggða, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum, til sjálfsbjargar og fyrir jöfnum búseturétti. Frjálsar handfæraveiðar og efling strandveiða virða
þennan rétt.

Skylt efni: strandveiði

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...