Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Höfundur: Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþingi næstu fjögur ár.

Karl Gauti Hjaltason.

Þá mun verða dregin lína í sandinn í mörgum skilningi, hvort takist að ná tökum á ríkisfjármálunum án skattahækkana, hvort tekst að ná forræði yfir og verja landamærin og hvort öflugur landbúnaður fáist þrifist hérlendis. Frambjóðendur og flokkar, sumir hverjir, hafa fyrir kosningarnar tekið upp nýja ásýnd og lofa breyttri hegðan. Hversu trúverðugt er slíkt?

Miðflokkurinn hefur um árabil lagt fram þingsályktunartillögu um stóreflingu íslensks landbúnaðar. Tillagan er í 24 liðum og tekur á fjölmörgum þáttum sem snúa að byggðum landsins og treysta rekstrargrundvöll landbúnaðar með margvíslegum hætti. Margt úr þessum tillögum eru orðin að loforðum annarra flokka. Enn aðrir flokkar tala fyrir stórauknum innflutningi á landbúnaðarafurðum frá verksmiðjubúum í Evrópu og skiptir þá litlu þótt bent sé á að Evrópusambandið styrkir sinn landbúnað af krafti með niðurgreiðslum. Sýklalyfjanotkun og hormónagjöf er engin fyrirstaða í hugum þessara, að sögn talsmanna neytenda. Þá er vinna við framleiðslu landbúnaðarafurða víða í Evrópu láglaunastörf.

Brýn þörf er á að við framleiðum sem mest af innlendri neyslu matvæla. Þannig tryggjum við fæðuöryggi í landinu og séum í stakk búin ef ytri atburðir verða til þess að hingað sé ekki unnt að flytja slíkar vörur. Slíkir atburðir hafa stundum verið nálægt því að gerast, t.d. í hruninu. Málefnið heyrir að þessu leytinu undir almannaöryggi.

Með því að kjósa Miðflokkinn í komandi kosningum leggur þú lóð þitt á vogarskálar þess að íslenskur landbúnaður geti dafnað og bændur geti haldið áfram að framleiða holla og góða vöru. Miðflokkurinn mun leitast við að hrinda í framkvæmd þeim þáttum sem fallnir eru til að efla og styrkja íslenskan landbúnað.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...