Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Norska leiðin  er íslenskum  landbúnaði  mikilvæg
Lesendarýni 4. október 2021

Norska leiðin er íslenskum landbúnaði mikilvæg

Höfundur: Guðni Ágústsson

Ég hef látið setja upp norsku leiðina í skipuriti Noregs gagnvart landbúnaði og íslenskum bændum. Þá set ég fram hugmynd að skipuriti fyrir nýtt landbúnaðar- og matvælaráðuneyti í anda norsku leiðarinnar.

Stjórnmálamenn og forystumenn flokka hafa í kosningabaráttunni komið til móts við þau sjónarmið að landbúnaðinn verði ,,að frelsa úr skúffunni“ í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ræktum Ísland er víðfeðm skýrsla eða opin bók um framtíðarsýn sem Björn Bjarnason vann ásamt Hlédísi Sveinsdóttur. Skýrslan tekur því miður ekki á stærsta málinu, sem er hvernig umgjörð stjórnsýslu landbúnaðarins verði að breytast til að landbúnaður á Íslandi geti tekið til varna og sótt fram. Norðmenn gera sér hins vegar vel grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins í fæðu- og matvælaöryggi landsmanna sem og að vera grunnatvinnuvegur í dreifðum byggðum landsins.

Ég hef sett upp skipurit með norsku leiðinni sem gæti verið mikilvægt plagg í þeirri endurskipulagningu sem verður að eiga sér stað hér á landi.

Allt frá 2007 þegar landbúnaðurinn var settur með sjávarútvegi saman í ráðuneyti hafa verið teknar ákvarðanir sem ganga í berhögg við alla umræðu um fæðu- og matvælaöryggi. Á þessum 13 árum hafa verið stigin óheillaspor sem hafa gert landbúnaðinn áhrifalausan við ríkisstjórnarborðið. Sjávarútvegurinn er hinn sterki atvinnuvegur okkar með allt sitt á hreinu hjá ríkinu með öflugar stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu. Á sama tíma hefur öll þjónusta við landbúnaðinn verið skert með markvissum hætti og dregið úr stuðningi ríkisins við landbúnað. Að lokum hvet ég bændaforystu og forystumenn stjórnmálaflokkanna að bretta upp ermar og endurskipuleggja alla umgjörð landbúnaðarins til að hann megi sækja fram til að efla byggð í landinu og íslenska matvælaframleiðslu.





Guðni Ágústsson.

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...