Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikilvægi gagnaöflunar
Lesendarýni 15. nóvember 2022

Mikilvægi gagnaöflunar

Höfundur: Björn Halldórsson, stjórnarformaður RML.

Á liðnum misserum og árum hefur orðið æ ljósara hversu mikilvægt það er landbúnaðinum að safnað sé sem mestum og nákvæmustum upplýsingum um rekstur í landbúnaði.

Björn Halldórsson

Það ætti að vera sjálfsagður hluti af starfsemi allra búa í landinu að leggja sitt af mörkum við að skapa sem skýrasta mynd af afkomu bænda með því að taka þátt í þeirri gagnasöfnun sem unnin er á þessu sviði hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML.

Þessi gagnasöfnun hefur mjög margþætt hlutverk. Einstakir bændur fá gleggri mynd af eigin rekstri og geta borið saman sinn rekstrarárangur milli ára. Jafnframt getur hver og einn skoðað sinn rekstur í samanburði við meðaltöl greinarinnar. Nú þegar er nokkur hluti kúa- og sauðfjárbænda með í þessu verkefni hjá RML. Sú mynd sem þar kemur fram nýtist öllum bændum viðkomandi greina. EN leiða má líkum að því að áreiðanleiki gagnanna væri mun meiri ef þátttaka bænda væri almenn. Fyrirhugað er að hefja markvissa söfnun gagna frá garðyrkjunni með sambærilegum hætti. Þau gögn sem þar safnast munu styrkja stöðu garðyrkjunnar í samningum við ríkið um starfsaðstöðu greinarinnar og afkomustuðning.

Gögnin má nota til að sjá afkomu einstakra búgreina og hvernig þróunin er á hverjum tíma. Slíkar upplýsingar eru algerlega nauðsynlegar í allri hagsmunagæslu, og ekki þá síst í viðræðum við stjórnvöld við endurskoðanir á búvörusamningum og gerð nýrra samninga. Það er ekki trúverðugt ef við nestum samningamenn okkar með upplýsingum eins og; „við þurfum mjög mikla hækkun“ eða „það er allt að fara til helvítis“, svo dæmi séu tekin. Okkar fulltrúar verða að hafa undir höndum gögn sem hafa eins mikinn trúverðugleika og mögulegt er. Trúverðugleikinn verður því meiri sem fleiri bændur skila sínum upplýsingum í heildaruppgjörið.

Auk þeirrar gagnsemi sem hér hefur verið rakin eru góðar og vandaðar upplýsingar úr rekstri einstakra búa nauðsynlegar við mat á kolefnislosun/bindingu. Gildir það bæði fyrir einstök bú sem og heilu búgreinarnar og landbúnaðinn í heild. Þessar upplýsingar eru nauðsyn til að meta þörf á aðgerðum og – ekki síður til að meta árangur af aðgerðum þegar fram í sækir. Því miður erum við varla komin af stað á þessu sviði en það er öllum ljóst sem á annað borð hafa augu og eyru opin að á þessu sviði er mikið verk að vinna á komandi árum og áratugum. Að sjálfsögðu er líklegt að það opnist miklir möguleikar í markaðssetningu hjá þeim sem taka loftslagsmálin föstum tökum og því er talsverð „vinningsvon“ fólgin í því að byrja strax að huga að þessum málum.

Til viðbótar því sem hér að framan hefur verið rakið um mikilvægi gagnasöfnunar í landbúnaði er ástæða að nefna að staða matvælaframleiðslu í landbúnaði hefur fengið annan sess eftir að fæðuöryggi var tekið inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir landið. Við þessa aðgerð hlýtur að koma aukin krafa um að þekkja á hverjum tíma stöðuna í greininni og hvaða þarfir eru t.d. til bæði skamms og langs tíma fyrir hin ýmsu aðföng. Jafnframt liggja þá fyrir upplýsingar sem nota má til að gera trúverðugar spár um framleiðslu í nánustu framtíð.

Ég vil því hvetja alla bændur til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði
Lesendarýni 6. desember 2023

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði

Fyrir nokkrum misserum birtist grein í Bændablaðinu sem hét „Fiskeldi í Eyjafirð...

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði
Lesendarýni 5. desember 2023

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði

Matarkista okkar Íslendinga er fjölbreytt og margþætt. Hér á landi eru framleidd...

Meira um samgöngumál í Mýrdal
Lesendarýni 4. desember 2023

Meira um samgöngumál í Mýrdal

Þegar þetta er skrifað hefur umhverfismatsskýrsla verið birt um þennan fyrirhuga...

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna
Lesendarýni 1. desember 2023

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna

„Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ er fyrirsögn á grein sem Andri Snær Magnason ...

Smáframleiðendur skipta máli
Lesendarýni 30. nóvember 2023

Smáframleiðendur skipta máli

Meginmarkmið Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) er að vinna að hagsmunamálum...

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi
Lesendarýni 23. nóvember 2023

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi

Árið 1984 voru Dyrhólahreppur og Hvammshreppur sameinaðir í einn hrepp, Mýrdalsh...

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur
Lesendarýni 21. nóvember 2023

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur

Göngumanni í íslenskum úthaga er það léttir að ramba á kindagötu. Því má treysta...

Fé smalað með dróna
Lesendarýni 20. nóvember 2023

Fé smalað með dróna

Í haust og fyrrahaust gerði ég tilraunir með að smala með dróna, af svæði sem er...