Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Höfundur: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarfsverkefnis matvælaráðuneytisins, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um almennt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu.

Markmið verkefnisins er að koma á fót samræmdu söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu og koma þeim í viðeigandi úrvinnslu á Dysnesi í Eyjafirði. Í dag er ekkert slíkt kerfi til staðar og förgun dýraleyfa er ekki í föstum skorðum.

Frá árinu 2013 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) rekið mál gegn Íslandi vegna ófullnægjandi innviða til förgunar á aukaafurðum dýra. Í júlí 2022 var Ísland dæmt brotlegt af EFTA dómstólnum. Verði ekkert að gert gæti þetta leitt til þess að ESA stöðvi matvælaútflutning frá Íslandi sem myndi hafa alvarleg áhrif á íslenska matvælaframleiðslu, þar með talinn útflutning á fiski. Með uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi erum við að tryggja að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar og stuðla að öruggri matvælaframleiðslu.

Uppbygging líforkuversins og söfnunarkerfisins hefur þó meiri og ríkari tilgang en að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Í upp- færðri aðgerðaáætlun í loftslags- málum, sem kynnt var í sumar, var ákveðið að hefja uppbyggingu nauðsynlegra innviða fyrir líforkuver á Dysnesi. Samkvæmt áætluninni er markmiðið að árið 2027 verði verksmiðjan í stakk búin til að taka við 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi árlega. Þetta verkefni er lykilatriði til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem kemur til vegna urðunar. Þá mun líforkuverið á Dysnesi nýta nýjustu tækni til að umbreyta lífrænum úrgangi í kjötmjöl og fitu sem má nýta í orkugjafa svo sem lífdísil.

Nú er unnið að tillögu um hvernig söfnun dýraleifa verður háttað, með það að leiðarljósi að kerfið verði sem einfaldast og íþyngi ekki bændum. Markmiðið er að byggja upp kerfi sem tryggir að dýraafurðir verði meðhöndlaðar á öruggan og viðurkenndan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og umhverfisverndarstaðla. Líforkuverið á Dysnesi verður ekki aðeins hjartað í þessu nýja kerfi, heldur einnig tákn um hvernig við getum umbreytt úrgangi í verðmæti og skapað tækifæri til orkuvinnslu og endurnýtingar í anda hringrásarhagkerfisins.

Líforkuverið á Dysnesi er lifandi dæmi um hvernig nýsköpun og framfarir geta farið hönd í hönd með umhverfisvernd og efnahagslegum ávinningi. Ég tel að við eigum að fara að fordæmi Finna þar sem er eitt líforkuver enda kostnaðarsamt að koma slíku á laggirnar.

Ég hlakka til að fylgjast með framgangi þessa verkefnis og þeirri jákvæðu breytingu sem það mun hafa á íslenskt samfélag.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...