Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Leshópar – Jafningjafræðsla
Lesendarýni 16. janúar 2025

Leshópar – Jafningjafræðsla

Höfundur: Björn Bjarndal Jónsson, skógarbóndi

Ein yngsta grein landbúnaðar hér á landi er skógrækt. Bændur vítt og breitt um landið, ásamt öðrum eigendum jarða, hafa verið duglegir að hefja skógrækt og eða skjólbeltarækt á jörðum sínum.

Björn Bjarndal Jónsson.

Til að ná árangri í ræktun skóga hafa þeir sótt námskeið, fræðslufundi, fræðst á internetinu, lesið fag- bækur og margt annað til að afla sér fróðleiks. T.a.m. hafa Grænni skóga-námskeiðin í Garðyrkjuskólanum skilað mörg hundruð skógarbændum í gegnum grunnfræðslu um skógrækt.

Fyrir nokkrum árum var átaksverkefni í bændaskógrækt hér á landi (Kraftmeiri skógar) í samstarfi við Svía og Dani og styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins. Þar var lögð áhersla á að nytjaskógrækt væri eins og hver annar atvinnurekstur sem þarf þekkingu til að ná árangri. Kraftmeiri skógar skiluðu góðu starfi þar sem áherslan var lögð á aukna þekkingu í skógrækt og umhirðu skóga. Gefin var m.a. út bókin Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting, komið var upp fræslustígum í skógum, haldnir voru fræðslufundir um aukna þekkingu innar skógræktar og kennd var jafningjafræðsla í bændaskógrækt svo eitthvað sé nefnt. Það síðastnefnda hugnaðist mörgum skógarbændum vel, þar sem jafningjafræðslan fór fram í leshópum vítt og breitt um landið.

Markmið leshópanna var að gefa skógarræktendum tækifæri til að hitta kollega sína reglulega til að fræðast og fræða um skógrækt eða skjólbeltarækt á jafningjagrunni. Gengið var út frá því að hámarksfjöldi í hverjum leshóp væri ekki yfir 12 manns.Tekin voru fyrir ákveðin þema á hverjum leshópsfundi, þar sem þátttakendur voru búnir að kynna sér viðkomandi efni og undirbúa sig á annan hátt undir umræður í leshópnum. Hver hópur hittist í þrjú ár, að jafnaði 4 sinnum á ári til skiptis heima hjá þátttakendum viðkomandi hóps.

Tilnefndur var hópstjóri fyrir hvern leshóp sem bar að halda utan um stund og stað fyrir fundi hópsins. Hópstjóra var einnig ætlað það hlutverk að gæta þess að allir þátttakendur ættu jafnan kost á því að taka þátt í umræðum á fundum. En fyrst og fremst voru leshóparnir hugsaðir til að skógarbændur hittust og ræddu saman og fræddust þannig hver af öðrum.

Á Suðurlandi hefur verið haldið áfram með leshópa. Sama form er notað og í verkefninu Krafmeiri skógar. Hver hópur ákveður stað og stund sem hentar hverju sinni. Hist er í heimahúsum til skiptis hjá þátttakendum.

Lesið er ákveðið efni fyrir hvern fund og stuðst við bókina „Skógarauðlindin“. En eins og áður er tilgangur leshópanna að hjálpa skógarbændum að gera skógana betri.

Eins og fram kemur í bókinni Skógarauðlindin þá þýðir það að vera skógareigandi að þú ert atvinnurekandi. Að reka fyrirtæki er svipað og að aka bíl. Þú verður að vita hvert þú ætlar, til að komast á áfangastað. Þekking á atvinnugreininni er forsenda þess að góður árangur náist og fyrirtækið skili ásættanlegum arði. Í skógrækt er þekking og yfirsýn þannig undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja starfsemina og taka réttar ákvarðanir á hverjum tíma, því aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag ráða miklu um lokaútkomu langtímaverkefnis eins og ræktunar nytjaskóga.

Að lokum vil ég hvetja bændur til að taka þátt í jafningjafræðslu. Það er skemmtilegt að ýta af stað og taka þátt í leshóp þegar áhuginn á því efni sem fjallað er um er til staðar.

Hugmyndir að lesefni/umræðuefni fyrir leshópa í skógrækt:
  1. Hvers vegna ert þú í skógrækt?
  2. Hvert var/er markmið þitt með að fara út í skógrækt og hver er framtíðarsýn þín?
  3. Hvaða væntingar hefur þú til þíns skógar?
  4. Trjátegundir og blöndum trjáa
  5. Skógar – lungu jarðar
  6. Vöxtur skóga og gæði
  7. Erfðaefni nýrra skóga
  8. „Sáð til skógar “
  9. Landgerðir - gróskuflokkar
  10. Undirbúningur lands
  11. Gróðursetning
  12. Næring trjáa og áburður
  13. Líffjölbreytni
  14. Skaðvaldar og áhættuþættir
  15. Gróður og gróðureldar
  16. Fjölbreyttar skógarnytjar
  17. Umhirða ungskóga
  18. Grisjanir og umhirða
  19. Áhrif umhirðu á viðargæði
  20. Áætlangerð–markviss skógrækt
  21. Teinungaskógrækt
  22. Skjólbeltarækt
  23. Ræktun jólatrjáa
  24. Skógrækt er atvinnuvegur
  25. Menningarminjar
  26. Félagskerfi skógareigenda
  27. Símenntun í skógrækt
Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...