Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt merki á hvítt sem rautt
Mynd / Bbl
Lesendarýni 19. apríl 2021

Íslenskt merki á hvítt sem rautt

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ

„Mér þykir vænt um svín. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. Svín meðhöndla okkur sem jafningja.“ Það er haft fyrir satt að Winston Churchill hafi svarað Stalín með þessum orðum á Yalta-ráðstefnunni 1945 þegar sá síðarnefndi sagði að Franklin D. Roosevelt forseti væri svín.

Líklega voru þetta, ef satt er, meiri orðaskylmingar heldur en djúp speki hjá Churchill í Yalta. En mér flaug þetta svona í hug við skoðun þjóðhagsreikninga. Þeir gefa semsé ekki nægilegan gaum að þeirri verðmætasköpun sem orðið hefur í hvíta kjötinu, það er að segja í svína- og alifuglarækt.

Við sjáum að síðustu áratugi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði. Minna magn af aðföngum þarf fyrir hvert framleitt kíló með tilheyrandi lækkun á umhverfisspori matvælaframleiðslu. Enginn geiri atvinnulífsins hefur náð meiri árangri í því að draga úr losun á Íslandi annar en sjávarútvegur samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Losun hefur þvert á móti vaxið verulega hjá allflestum öðrum greinum. Verðmætasköpun hefur vaxið hraðar í landbúnaði og matvælaframleiðslu heldur en í hagkerfinu sem heild þrátt fyrir ýmsan mótbyr.

Þjóðhagsreikningar villa sýn í landbúnaði

Þjóðhagsreikningar sýna vel þessa þróun en þeir grípa ekki með fullnægjandi hætti hversu mikil aukning hefur orðið í verðmætasköpun. Alifugla- og svínabú sem eru með eigin sláturhús og kjötvinnslur eru flokkuð með matvælaframleiðslu en ekki með landbúnaði. Ástæðan er einföld. Það mun ekki vera hægt að sundurgreina í reikningum hvað á heima hvar. Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist um nálega helming meðan framleiðsla á alifuglakjöti hefur rúmlega þrefaldast á tveimur áratugum. Sú aukning hefur styrkt íslenskan landbúnað. Því fleiri stoðir sem eru undir innlendum landbúnaði, þeim mun meiri styrkur. Það gefur betri og fleiri tækifæri fyrir verktöku, sérhæfingu og sérhæfða ráðgjafarþjónustu. Með því móti verður hægt að ná enn meiri árangri í að skapa verðmæti og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Íþyngjandi kröfur á landbúnað hafa stóraukist síðasta áratug. Kostnaðarsamar reglugerðir um aðbúnað vega þar þungt og auka framleiðslukostnað. Það lítur út eins og tangarsókn af hálfu stjórnvalda að auka kostnað innlendra framleiðenda en heimila á sama tíma innflutning á vörum, sem framleiddar eru við allt önnur skilyrði, á lægri tollum. Niðurstaðan hefur orðið sú að verð á ýmsum tegundum kjöts hefur lækkað til bænda en hækkað til neytenda í takti við hækkun vísitölu neysluverðs. Slík tangarsókn kallar á viðbrögð.

Verum stolt af okkar framleiðslu

Nágrannar okkar Svíar hafa lengi haft þá stefnu að að­greina sína kjötframleiðslu frá samkeppnislöndum innan Evrópu­sambandsins. Í Svíþjóð eru vissulega strangar aðbúnaðar­reglugerðir sem auka kostnað innlendrar framleiðslu. Svíum hefur hins vegar tekist með samstarfi verslunar, bænda og sláturleyfishafa að búa til merki, „Från Sverige“, til þess að greina vörur sem upprunnar eru í Svíþjóð frá erlendri samkeppni. Enda er afurðaverð til sænskra bænda eitt það hæsta sem um getur í Evrópu.

Íslenskir bændur, hvort sem þeir rækta svín, kjúklinga, sauðfé eða nautgripi, ættu að sameinast um að koma slíku merki á koppinn með samstarfi við verslun og stjórnvöld. Það er hagur allra að geta séð á skýran hátt hvaða vörur eru íslenskar. Merkið væri ekki afgerandi í stórveldapólitík frekar en ummæli Churchills í upphafi pistils, en það myndi marka tímamót í íslenskum landbúnaði.

Kári Gautason
Sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá BÍ

Námsferð nema Garðyrkjuskólans
Lesendarýni 28. september 2023

Námsferð nema Garðyrkjuskólans

Þann 19. ágúst sl. héldu af stað 24 nemendur í námsferð til Danmerkur. Ferðinni ...

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil
Lesendarýni 28. september 2023

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil

Í vor vann ég lokaverkefni mitt í búvísindum við Landbúnaðar­háskóla Íslands. Fj...

Sömu tækifæri um allt land
Lesendarýni 27. september 2023

Sömu tækifæri um allt land

Ísland eignaðist nýlega einhyrning, frumkvöðlafyrirtæki sem er metið á yfir einn...

Opið bréf til forsætisráðherra
Lesendarýni 26. september 2023

Opið bréf til forsætisráðherra

Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heimin...

Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar se...

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...