Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Börnin spreyta sig í grænmetis- og blómaræktun á útikennslusvæði leikskólans Álfheima.
Börnin spreyta sig í grænmetis- og blómaræktun á útikennslusvæði leikskólans Álfheima.
Mynd / Aðsendar
Lesendarýni 15. júní 2023

Íslenskt grænmeti – við vitum hvaðan það kemur

Höfundur: Brigitte Bjarnason, leiðbeinandi í leikskólanum Álfheimum á Selfossi.

Í leikskólanum Álfheimum á Selfossi var nýverið unnið með þemað íslenskt grænmeti.

Áður en farið var að skoða íslenskt grænmeti fengu krakkarnir, sem eru fæddir 2019, fræðslu um loftslagsbreytingar. Rætt var um hvernig t.d. mengun frá bílum hefur áhrif á hitastig jarðar og veldur því að ísinn á norðurpólnum bráðnar. Og hvað verður þá um ísbirnina? Velt var upp hugmyndum um hvað við gætum gert til að minnka umhverfisáhrif okkar. Eitt af því var að borða íslenskt grænmeti í staðinn fyrir influtt grænmeti sem þarf að fara langar leiðir með skipum eða flugvélum til Íslands.

Börnin kynntu sér framboð á íslensku grænmeti, máluðu gúrkur, paprikur, gulrætur og fleira og merktu það með límmiðum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þau smökkuðu alls konar grænmeti og lærðu að þekkja íslenskt grænmeti á umbúðum í verslunum.

Börnin máluðu gúrkur, paprikur og gulrætur og merktu það með límmiðum frá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Í leikskólanum Álfheimum á Selfossi eru umhverfismál stór þáttur í daglegu starfi. Lögð er áhersla á að kenna börnum frá unga aldri að bera virðingu fyrir umhverfinu. Rusl er flokkað á öllum deildum og reynt er að endurnýta alls konar efni fyrir listsköpun. Lífrænn úrgangur fer í moltutunnu þar sem moltuormar búa til kraftmikinn áburð. Á útikennslusvæðinu eru fjórir gróðurkassar þar sem börnin spreyta sig í grænmetis- og blómaræktun. Draumurinn væri að fá gróðurhús á leikskólalóðina svo hægt væri að rækta kryddjurtir og fleiri grænmetistegundir með börnunum. Um þessar mundir er leikskólinn að leita styrkja til að láta drauminn verða að veruleika. Þó kominn sé smá upphæð í sjóðinn vonast starfsfólk og börnin á Leikskólanum Álfheimum að fleiri styrktaraðilar sýni áhuga á að styðja þetta verkefni. Það er hagur okkar allra að fræða börn um ræktun og sýna þeim að grænmeti sem er ræktað í okkar heimalandi er best því við vitum hvaðan það kemur.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...