Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?
Lesendarýni 6. júní 2025

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?

Höfundur: Iðunn Hauksdóttir og Ágústa Helgadóttir, sérfræðingar hjá Landi og skógi.

Frá upphafi tuttugustu aldar hefur votlendi minnkað um 64-71% á heimsvísu og um helmingi af íslensku mýrlendi hefur verið raskað af mannavöldum. 

Það er því ljóst að fyrst og fremst þurfum við að vernda það óraskaða votlendi sem eftir er í heiminum. Í annan stað er forgangsmál að endurheimta allt það votlendi sem enn er talið að hægt sé að bjarga, sama hversu stórt eða lítið það er. Í kjölfar endurheimtar mýra má gera ráð fyrir að lífríki færist til fyrra horfs og því fylgi aukin líffræðileg fjölbreytni og vistkerfisþjónusta.

Mýrar:

  • eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska, smádýra og örvera og því er verndun og endurheimt votlendis mjög mikilvæg út frá sjónarhorni líffræðilegs fjölbreytileika.
  • geyma verulegan hluta kolefnisforða jarðar sem losnar út í andrúmsloft ef mýrinni er raskað.
  • eru mikilvæg búsvæði íslenskra varpfugla en 90% íslenskra varpfugla, farfugla og vetrargesta byggja afkomu sína að einhverju leyti á votlendi.
  • virka sem svampar og tempra rennsli fyrir læki og ár sem er mikilvægt fyrir vatnsbúskap þeirra. Auk þess minnka mýrar hættu á flóðum og jarðvegsrofi.

Líklegt er að votlendi muni gegna mikilvægu hlutverki bæði fyrir nýtingu og verndun lands með hlýnandi loftslagi eins og t.d. aðgengi að vatni í þurrum sumrum. Því er mikilvægt að vernda votlendi og endurheimta raskað votlendi sem ekki er verið að nýta og snúa því aftur í sitt náttúrulega horf.

Grunnforsenda endurheimtar mýra er að hækka grunnvatnshæð upp að yfirborði mýranna og með því endurheimta þá vistkerfisferla sem hefur verið raskað. Hins vegar geta markmið endurheimtar mýra verið fjölþætt:

Endurheimt votlendisplantna

  • Með hækkun á grunnvatnsstöðu ná votlendisplöntur forskoti í samkeppni við þurrlendisplöntur um pláss, vatn og næringarefni.
  • Eftir endurheimt leysast einnig úr læðingi um mýrina næringarefni sem votlendisplöntur eins og starir og klófífa nýta sér. Blómgun eykst og þær vaxa og dafna af mikilli grósku.

Endurheimt fuglalífs

  • Með því að hækka vatnsstöðu mýra eykst smádýralíf og þar með æti fyrir fuglana sem nýta einnig tjarnir til varps og dvalarstaðs á fartíma.
  • Hærri vatnsstaða heldur jarðveginum mjúkum og rökum sem er mikilvægt fyrir þá fugla sem stinga nefinu niður í jörðina í fæðuleit.
  • Mikilvægt er að fuglar hafi greiðan aðgang að vatni til að sulla og snyrta fjaðrirnar til að viðhalda flughæfni.

Endurheimt fiskalífs

  • Með því að fjarlægja manngerða þröskulda, loka skurðum og færa vatn aftur í þurrkaða lækjarfarvegi má endurheimta mikilvæg hrygningar – og uppeldissvæði ferskvatnsfiska.
  • Ála má oft finna í mýrum en þeir eru á válista yfir tegundir í útrýmingarhættu.
  • Vatnsbúskapur veiðivatna- og áa getur verið jafnari í óröskuðum mýrum í miklum þurrkasumrum.

Endurheimt landslagsheildar

  • Þegar ruðningar úr uppgreftri skurða eru settir ofan í þá aftur opnast landslagið á ný og verður nær því landslagi sem var fyrir framræslu.
  • Oft verða til litlar tjarnir við endurheimt og mýrin lifnar við að nýju.

Endurheimt loftslags

  • Við hækkun á grunnvatnsstöðu lækkar jarðvegshiti og súrefni hættir að vera aðgengilegt rotverum. Þetta verður til þess að lífrænt efni varðveitist sem mór í stað þess að breytast í gróðurhúsalofttegundir og losna út í andrúmsloftið.

Þann 2. júní var alþjóðlegur dagur mýra og hvetjum við ykkur til að njóta mýranna og öllu því lífi sem þeim fylgir. Hvort sem það er að hlusta á söng vaðfugla, setjast við lækjarbakka og fylgjast með hornsílum eða reka nefið ofan í gróðurinn og læra nöfnin á blómunum. Endurheimt vistkerfa snýst ekki um að leiðrétta mannanna verk heldur að búa til betri heim fyrir komandi kynslóðir.

Að elska og hata skurði
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór h...

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi
Lesendarýni 15. júlí 2025

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi

Harmonikan, þetta fjölbreytta og heillandi hljóðfæri, hefur um áratugaskeið veri...

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst...

Evrópa bannar minni plastumbúðir
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á...

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...