Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvað getur komið í staðinn fyrir opinbera verðlagningu á mjólk?
Lesendarýni 26. janúar 2016

Hvað getur komið í staðinn fyrir opinbera verðlagningu á mjólk?

Höfundur: Torfi Jóhannesson
Nokkur umræða hefur verið um mögulegt afnám opinberrar verðlagningar í mjólkurframleiðslu samhliða mögulegu afnámi núverandi greiðslumarkskerfis (kvóta). Mikilvægt er að skilið sé á milli opinberrar verðlagningar til bænda og opinberrar verðlagningar á vörum á heildsölustigi og hér verður einungis fjallað um fyrrnefnda kerfið; opinbera verðlagningu á mjólk til bænda.
 
Opinber afskipti af afurðaverði til bænda eru mjög algeng í öllum okkar nágrannalöndum en aðferðafræðin er ólík. Ísland hefur aflagt opinber inngrip í öllum búgreinum nema mjólkurframleiðslu, þar sem bændum er tryggt tiltekið verð fyrir þann hluta framleiðslunnar sem samsvarar eftirspurn innlenda markaðarins. Ef þetta kerfi verður aflagt mun mjólkurverð til bænda verða vegið meðaltal af verði/magni á innlenda markaðnum og útflutningi, rétt eins og það er í dag í sauðfjárrækt.
 
Sá munur er á sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu að heimsmarkaðsverð á mjólk sveiflast mun meir en á lambakjöti og því má búast við því að í breyttu kerfi muni kúabændur finna óþægilega mikið fyrir sveiflum á heimsmarkaði (að því gefnu að umtalsverður hluti framleiðslunnar verði fluttur út). Því er ekki úr vegi að skoða hvernig önnur lönd hafa brugðist við svipuðum aðstæðum.
 
Noregur
 
Í Noregi er kvótakerfi og opinber verðlagning á mjólk, rétt eins og á Íslandi. Munurinn felst fyrst og fremst í að mjólk sem bændur framleiða umfram kvóta er nánast verðlaus; þ.e. bóndinn fær sekt sem er nánast eins há og mjólkurverðið. Með þessum hætti er framleiðslunni stýrt þannig að útflutningur er mjög lítill. 
 
Bandaríkin
 
Bandaríkin hafa lengi haft stuðningskerfi í mjólk, þar sem ríkið tryggir að mjólkurverð falli ekki undir visst lágmark. Þetta er gert með uppkaupum á smjöri, osti og undanrennudufti. Árið 2014 var kerfinu breytt og nú miðast uppkaupin ekki lengur við tiltekið lágmarksverð heldur mismun á útreiknuðu fóðurverði og mjólkurverði. Bændur ákveða sjálfir hvort þeir taka þátt í kerfinu og velji þeir svo, taka þeir einnig þátt í kostnaðinum við kerfið. 
 
Evrópusambandið
 
Í Evrópusambandinu er löng hefð fyrir uppkaupum á tilteknu lágmarksverði, ekki bara á mjólk heldur í mörgum framleiðslugreinum. Þetta kerfi var uppistaðan í landbúnaðarstuðningi ESB fram til 1994 og leiddi til frægra fjalla af kjöti og smjöri. Uppkaupakerfið er enn til staðar í ESB en nú er lágmarksverðið lægra en áður og meira þarf til áður en uppkaup eru sett af stað. 
 
Hvaða leið hentar á Íslandi?
 
Norska leiðin hentar klárlega ekki fyrir Ísland, enda myndi hún í raun útiloka útflutning mjólkurvara. Bandaríska leiðin er þróaðri en sú evrópska, þar sem hún tekur tillit til fóðurverðs. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort hún sé ekki óþarflega flókin og ógegnsæ til að henta fyrir litla Ísland. Þá væri evrópska leiðin – sem er mjög svipuð því sem var við lýði í Bandaríkjunum fyrir árið 2014 – hentugri. Þó með þeim fyrirvara að það er ekki víst að uppkaup á mjólkurvörum séu besta leiðin hérlendis. Hugsanlega væri betra fyrir Ísland að stjórnvöld greiddu verðuppbót beint til framleiðenda. Stjórnvöld og bændur myndu þá semja um tiltekið lágmarksverð og félli verð til bænda undir það mark gætu stjórnvöld greitt tiltekna upphæð í verðuppbót til framleiðenda. Verðuppbótin yrði að vera tímabundin og magnbundin innan hvers árs. Kerfið yrði nokkurs konar sveigjanlegt björgunarnet sem einungis yrði virkjað í undantekningartilvikum. 
 
 
Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara