Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvað er að gerast?
Lesendarýni 11. september 2019

Hvað er að gerast?

Höfundur: Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafirði
Eftir mikið umrót og átök eftir að skrifað var undir búvörusamninga sem tóku gildi um áramótin 2016‒2017 ákváðu bændur að halda í mjólkurkvótann. Eftir að sú niðurstaða fékkst þá fór mikil umræða af stað um hvernig ætti að útfæra kvótaviðskipti milli manna, enda er það forsenda þess að greinin geti þróast áfram.
 
Fæstum hugnaðist að gefa viðskipti frjáls þar sem það myndi að öllum líkindum leiða til mikillar hækkunar á kvótaverði og tilheyrandi kostnaði. Flestum hugnaðist sú hugmynd best að „festa“ verð á kvótanum og fara blandaða leið kvótamarkaðar og innlausnarkerfis. Sú leið varð ofan á á aðalfundi Landssambands kúabænda síðastliðinn vetur. 
 
En hvað hefur gerst síðan þá, eða hefur eitthvað gerst? Það fréttist ekki mikið af samningaviðræðum milli ríkis og bænda um endurskoðunina sem á að eiga sér stað á þessu ári og á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Hvað veldur? Er samninganefnd okkar bænda of upptekin í einhverju öðru en að sinna þessu eða vantar okkur landbúnaðarráðuneyti til að semja við? Ég hallast að seinni skýringunni enda hefur svokallaður landbúnaðarráðherra farið undan í flæmingi þegar hann er spurður um eitthvað sem tengist landbúnaði. Enda leynist Skrifstofa landbúnaðarins líklegast einhvers staðar í skúffu alþjóðaviðskipta og vinnur að því að fá að flytja inn kjöt frá löndum Evrópusambandsins. 
 
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla starfandi bændur að fá upplýsingar um hvernig kerfi við munum búa við næstu árin. Þetta ástand sem var samið um við gerð búvörusamningsins er algjörlega óþolandi, enda gengur hvorki né rekur fyrir bændur að nálgast kvóta. Það var svo sem vitað fyrir fram að innlausnarfyrirkomulagið myndi leiða til þess að kvótaviðskipti færu á ís. Það verður að fara að komast hreyfing á þessi mál til þess að bændur geti farið að undirbúa sig fyrir næsta ár og gert áætlanir, hvort sem þeir ætla að auka framleiðslu, minnka eða hreinlega að hætta í greininni.
 
Ég skora á forystu bænda að ýta á stjórnvöld að koma að samningaborðinu sem fyrst og ganga frá þessu til þess að bændur geti farið að skipuleggja framtíðina. 
 
Sérálit við skýrslu
Lesendarýni 11. desember 2023

Sérálit við skýrslu

Í skýrslu sérfræðingahóps um aðgerðir gegn riðu – ný nálgun með verndandi arfger...

Veiða – sleppa, er gagn af því?
Lesendarýni 8. desember 2023

Veiða – sleppa, er gagn af því?

Eftir enn eitt laxveiðisumarið undir væntingum spyrja menn eðlilega hvað valdi. ...

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði
Lesendarýni 6. desember 2023

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði

Fyrir nokkrum misserum birtist grein í Bændablaðinu sem hét „Fiskeldi í Eyjafirð...

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði
Lesendarýni 5. desember 2023

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði

Matarkista okkar Íslendinga er fjölbreytt og margþætt. Hér á landi eru framleidd...

Meira um samgöngumál í Mýrdal
Lesendarýni 4. desember 2023

Meira um samgöngumál í Mýrdal

Þegar þetta er skrifað hefur umhverfismatsskýrsla verið birt um þennan fyrirhuga...

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna
Lesendarýni 1. desember 2023

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna

„Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ er fyrirsögn á grein sem Andri Snær Magnason ...

Smáframleiðendur skipta máli
Lesendarýni 30. nóvember 2023

Smáframleiðendur skipta máli

Meginmarkmið Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) er að vinna að hagsmunamálum...

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi
Lesendarýni 23. nóvember 2023

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi

Árið 1984 voru Dyrhólahreppur og Hvammshreppur sameinaðir í einn hrepp, Mýrdalsh...