Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Héraðsritið Húni
Lesendarýni 5. janúar 2024

Héraðsritið Húni

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com)

Nokkur vönduð héraðsrit eru gefin út víða um landið, svo sem Breiðfirðingur, Goðasteinn í Rangárþingi, Húnavaka í Austur-Húnavatnssýslu og Húni í Vestur- Húnavatnssýslu og verður það síðastnefnda kynnt hér í stuttu máli.

Ólafur R. Dýrmundsson.

Ungmennasamband Vestur- Húnvetninga gefur Húna út og er ritið fáanlegt hjá því og í verslun Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.

Skemmst er frá að segja að í nýjasta Húna sem kom út á liðnu vori er fjölbreytt efni að vanda. Á blaðsíðunum 256 er einkum þjóðlegur fróðleikur svo og greinargóðar fréttir úr sveitunum og frá Hvammstanga, eins konar annálar. Þá er minnst látinna í héraðinu. Meðal annars efnis má nefna fróðlegt yfirlit um brúarsmíði, skógrækt í Húnaþingi vestra, hrossaræktarbúið á Lækjamóti og búskap fyrir tíma svo sem um göngur á Víðidalstunguheiði haustið 1955.

Birt er athyglisverð fjölskyldusaga hjónanna Karls Friðrikssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur á Hvammstanga, sagt frá mislingafaraldri um 1960 og í grein um æviferil Signýjar Hallgrímsdóttur frá Stóru- Borg, móður Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, eru birtar vísur hennar undir ýmsum bragarháttum. Reyndar er í ritinu töluvert af öðrum kveðskap að vanda eins og algengt er í héraðsritum.

Ritnefnd Húna hefur skilað þarna góðu verki. Umbrot, leturgerð og prentvinnsla Húna er með ágætum og er ritið öllum til sóma sem að útgáfu þess standa.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...