Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Uppgrætt land norðan við Gunnarsholt.
Uppgrætt land norðan við Gunnarsholt.
Mynd / Ásgeir Jónsson
Lesendarýni 15. mars 2016

Gæðastýring í sauðfjárrækt og sjálfbær landnýting

Höfundur: Guðmundur Halldórsson Höfundur er starfsmaður Landgræðslu ríkisins
Ég, eins og fleiri, er hugsi yfir nýjum samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, sem er hluti af búvörusamningnum, og hvernig hann muni þjóna bændum, landi og þjóð. 
 
Guðmundur Halldórsson. 
Alls verða greiðslur til sauðfjárbænda á næsta ári tæpir 5 milljarðar – í lok samnings um 4,5 milljarðar. Nær allur þessi stuðningur er beintengdur við fjárfjölda, það er að segja, bóndinn fær ríflega 10.000 kr. í stuðning fyrir hverja vetrarfóðraða kind. Um helmingur greiðslna er nú svokallaðar beingreiðslur, um þriðjungur svokölluð gæðastýring sem er: „Álagsgreiðslur sem greiðast á allt framleitt kindakjöt frá framleiðendum sem uppfylla kröfur um velferð búfjár, sjálfbæra landnýtingu“ o.fl. (nýr búvörusamningur – grein 4.). Þetta álag er því einnig beintengt við fjárfjölda. Því fleira fé, því hærri gæðastýringargreiðslur sem er óheppilegt því aukinn fjárfjöldi eykur að sjálfsögðu álag á beitiland. 
 
Sú stofnun sem ég starfa hjá hefur það hlutverk að skila umsögn til Matvælastofnunar um hvort landnýting hjá framleiðendum sé sjálfbær, þ.e.a.s. að beit sé stillt í hóf svo ekki sé gengið of nærri gróðri og jarðvegi og að auðnir þar sem gróður er að berjast við að nema land séu ekki beittar. Alloft hafa verið gerðar athugasemdir við að landnýting sé ekki sjálfbær, en í reynd hefur ekkert bú misst gæðastýringargreiðslur þrátt fyrir slæmt ástand beitilands. Fyrir stofnun sem hefur þá lagalegu skyldu að koma í veg fyrir eyðingu gróðurs og jarðvegs er þetta alvarleg staða. Það er svipað og að heilbrigðiseftirliti væri ekki heimilt að loka matvælavinnslu þar sem heilbrigðiskröfum er ekki fullnægt. 
Þurfa sauðfjárbændur að hafa áhyggjur af þessari stöðu? Ég tel að svo sé. Sé hugmyndin með búvörusamningnum sú að gæðastýringu verði framfylgt í raun með faglegum hætti, sem hlýtur að vera ætlunin, blasir við erfið staða fyrir margan bóndann. Að missa gæðastýringarálag í dag er alvarleg tekjuskerðing – árið 2025 verður staðan enn erfiðari. Þá mun búið missa um 6.000 kr. tekjur á hverja vetrarfóðraða kind verði gæðastýringargreiðslur stöðvaðar. Það er tap upp á um 3 milljónir kr. á ári í hreinum tekjum fyrir 500 kinda bú, sem er nærri því að vera meðalbú. Það er hætt við að margir bændur myndu kikna undan slíku. Hinn möguleikinn er að gæðastýringin verði áfram í reynd marklaus. Sá kostur þjónar ekki bændum til langframa. Nú er í gangi söluátak sem hefur að megininntaki að íslenskt lambakjöt sé framleitt á sjálfbæran hátt. Ef gæðastýring, sem á að tryggja sjálfbæra framleiðslu,  er ekki virk þá er tómt mál að tala um sjálfbærni í þessu samhengi. Þetta er pattstaða sem þjónar ekki bændum, ekki landinu og ekki þjóðinni.
 
Eru til aðrar leiðir? Já, þær eru til. Um allt land blasa við brýn landbótaverkefni. Vaxandi álag frá ferðamönnum kallar á úrbætur og uppbyggingu, það þarf að endurheimta votlendi, það þarf að græða upp rofið land, það þarf að binda kolefni í jarðvegi og gróðri og svo mætti lengi telja. Öll þessi verkefni eru í sveitum landsins og krefjast fólks sem þekkir landið, kann til uppgræðslustarfa og á vélar sem til þarf. Í búvörusamninginn þarf að setja ákvæði um að bóndi sem missir gæðastýringarálag eigi þess kost að breyta búháttum og sækja tekjur í vinnu við brýnar landbætur. Þannig mætti slá margar flugur í einu höggi. Það yrði bylting í verndun gróðurs og jarðvegs, skapaðir nýir atvinnumöguleikar í sveitum landsins og dregið úr hættu á offramleiðslu lambakjöts. 
 
Að lokum þetta. Neysla landsmanna á lambakjöti hefur dregist saman um áratuga skeið. Nú hefur verið hafið átak til að snúa þessari þróun við og styrkja markaðssókn erlendis. Sú sókn byggir á því að íslenskt lambakjöt sé einstök hágæða vara, framleidd á umhverfisvænan hátt. Þær tillögur sem hér hafa verið lagðar fram ríma vel við það.
 
Guðmundur Halldórsson
Höfundur er starfsmaður Landgræðslu ríkisins
Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?
Lesendarýni 31. mars 2023

Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?

Það má draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarð...

Velferð hrossa - seinni grein
Lesendarýni 28. mars 2023

Velferð hrossa - seinni grein

Í þessari grein verða tvö atriði skoðuð nánar sem tæpt var á í grein í þarsíðast...

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt
Lesendarýni 28. mars 2023

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt

Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á endurskoðun á...

Raunveruleg staða nautgriparæktar
Lesendarýni 27. mars 2023

Raunveruleg staða nautgriparæktar

Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt...

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni
Lesendarýni 27. mars 2023

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni

Nýverið var kynnt skýrsla um eflingu kornræktar sem ber heitið „Bleikir akrar: a...

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni
Lesendarýni 21. mars 2023

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni

Smalahundafélag Íslands (SFÍ) er félag áhugamanna um ræktun, þjálfun og notkun B...

Litaerfðir hjá sauðfé
Lesendarýni 20. mars 2023

Litaerfðir hjá sauðfé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...