Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
 Flekkur í Fjárborg 12. desember 2024, kominn úr löngu ferðalagi
Flekkur í Fjárborg 12. desember 2024, kominn úr löngu ferðalagi
Mynd / Brynjólfur H. Ásþórsson
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Höfundur: María Dóra Þórarinsdóttir, bóndi á Morastöðum í Kjós

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembingur undan ánni Syllu 15-555.

Þorvar Ingi heldur á Flekk nýfæddum á Morastöðum 14. maí 2021. Mynd/M.D.Þ.

Faðirinn var Skandall 19-035, bæði vel ættuð, m.a. út af þekktum kynbótahrútum frá Hesti, Bjarnastöðum og Haukatungu. Í október var Flekkur seldur út á Reykjanesskaga ásamt fleiri lömbum. Nú á jólaföstunni gerðist svo þetta, rúmlega þrem árum síðar:

Þann 12. desember hringir til okkar Ólafur R. Dýrmundsson, fjáreigandi í Reykjavík og markavörður Ingólfsskrár, og spyr hvort við söknum fullorðins, flekkótts hrúts með bæjarnúmer Morastaða á lambamerki, ekkert fullorðinsmerki sé í honum. Hrútinn hafi Brynjófur H. Ásþórsson fjáreigandi í Fjárborg fundið fyrr um daginn við vörslugirðingu Norðurhólfs, norðan Suðurlandsvegar, nánar tiltekið á bakka Fossvallaár nyrðri um tvo kílómetra ofan Lögbergsbrekkunnar. Eftir spjall við Ólaf og hringingar suðureftir fundum við út að núverandi eigandi væri með kindur í Grindavík og í kjölfarið komst hann í samband við Brynjólf sem hafði þá flutt þann flekkótta niður í Fjárborg. Þar var hrúturinn feginn að fá hey og vatn þangað til eigandinn sótti hann.

Flekkur var greinilega kominn úr langferð um fjöll og hraun, orðinn aflagður og haltur. Hann hafði sést í sumar við kirkjuna í Krýsuvík, þá kominn austur fyrir Grindavíkurhólfið, og fengum við þær upplýsingar frá þeim Ólafi og Brynjólfi, sem eru kunnugir víða á svæðinu, að sennilega hafi Flekkur lagt að baki allt að 50 kílómetra. Ólafur, sem er fjallskilastjóri fyrir Reykjavík og Kópavog, fékk þær ábendingar frá útivistarfólki í haust að flekkóttur hrútur hafi sést við
mynni Jósefsdals um miðjan nóvember og aftur í skarðinu á milli Sandfells og Selfjalls, austur af Heiðmörk, í lok nóvember. Í bæi skiptin var leitað án árangurs. Að áliti þeirra félaga hefur Flekkur sennilega haldið lengi í norðaustur, meðfram Kleifarvatni, um Lönguhlíðar, hugsanlega um Brennisteinsfjöll, síðan um Grindaskörð út eftir Bláfjöllum allt til Vífilsfells. Ef til vill fór hann norður Jósefsdal. Úr skarðinu á milli Sandfells og Selfjalls, töluvert vestar, telja þeir fullvíst að Flekkur hafi farið um Lakheiði svo til beint til norðurs þangað til vörslugirðingin stöðvaði för höfðingjans.

Var ekki Flekkur einfaldlega að sýna þá visku og ratvísi sem íslenska sauðkindin er þekkt fyrir? Allavega erum við Ólafur sammála um að hann hafi verið á leiðinni norður að Morastöðum og í æskuhagana í Eyrarfjalli, nú kominn á fjórða vetur. Skemmtilegt jólaævintýri í hugum okkar.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...