Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jónas Davíð Jónasson frá Hlöðum
Jónas Davíð Jónasson frá Hlöðum
Lesendarýni 14. desember 2022

Fasteignir í dreifbýli

Höfundur: Jónas Davíð Jónasson, gjaldkeri Samtaka ungra bænda og Formaður félags ungra bænda á Norðurlandi

Að fjárfesta í fasteign er áfangi sem flestir vilja ná. Að eiga fasteign sem hægt er að kalla sína hvort heldur sem hún sé lítil eða stór.

Nú á tímum verðbólgu og óvissu hefur fasteignaverð hækkað mjög og gert fólki erfitt fyrir að fjárfesta í fasteign.

Auðvitað leitar fólk, hvað þá ungt fólk, allra leiða til að koma undir sig fótunum og safna að sér fé svo hægt sé að fjárfesta í fasteign en oft festist það í hringiðu leigumarkaðarins og á lítið eftir þegar kemur að mánaðamótum.

Til þess að vega upp á móti almenningi og þá sérstaklega ungu fólki í sínum fyrstu kaupum setti ríkið af stað verkefni sem kallast hlutdeildarlán. Með þessum lánum kemur ríkið til móts við kaupendur með eigið fé upp í íbúð, allt að 20% og jafnvel 30%, sértu nógu tekjulágur. Þetta gildir eingöngu fyrir fyrstu fasteign eða fyrstu fasteign sem fjárfest hefur verið í síðastliðin 5 ár. Þetta er frábær kostur sem gefur fólki þann möguleika að eignast sína fyrstu fasteign með eingöngu 5% eigið fé. Einstaklingur eða sambúðarfólk þarf þá bara að taka 75% lán og eiga 5% eigið fé. Þetta á eingöngu við íbúðir sem eru auglýstar undir merkjum hlutdeildarláns sem verktakar hafa byggt með samning við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig þarf verktakinn að vera skráður fyrir lóðinni.Auðvitað er þetta ekki frítt fé og þarf að borga til baka að loknum 10 árum eða við sölu íbúðar bæði óverðtryggt og vaxtalaust. Það væri frábært mál, ef þetta gengi jafnt yfir alla.

Að öllu jöfnu er tekið 80-85% lán fyrir fasteignakaupum hér á landi ef fólk nýtir sér ekki hlutdeildarlán sem þýðir að þú þarft að eiga 15-20% eigið fé til að kaupa íbúð.
Ef þig langar ekki í íbúð í þéttbýli heldur vilt byggja þér sjálfur úti í sveit eða annars staðar, ýmist því þig langar til þess eða þínar þarfir einfaldlega krefjast þess þá er sagan önnur.

Til þes þarft þú að eiga 30%$ eigið fé á móti 70% láni og hér er ekkert hlutdeildarlán að fara að hjálpa til. Sama á við ef þú hefur hugg á að kaupa íbúðarhús í dreifbýli.

Skylt efni: Fasteignir

Að elska og hata skurði
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór h...

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi
Lesendarýni 15. júlí 2025

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi

Harmonikan, þetta fjölbreytta og heillandi hljóðfæri, hefur um áratugaskeið veri...

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst...

Evrópa bannar minni plastumbúðir
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á...

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...