Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búháttaskipti í landbúnaði
Mynd / Bbl
Lesendarýni 17. ágúst 2021

Búháttaskipti í landbúnaði

Höfundur: Reynir Kristinsson

Orkuskipti einstaklinga og fyrirtækja í rekstri smærri bíla hefur gengið mjög vel og jafnvel umfram væntingar. Aðkoma ríkissjóðs með lækkun gjalda skilar þar góðum árangri.

Væri mögulega hægt að gera svipaða hluti í landbúnaði þ.e. að skipta úr t.d. hefðbundnum sauðfjárbúskap þar sem arðsemi er lítil og áhrif á gróðurfar landsins mikil, yfir í skógrækt til kolefnisbindingar og viðarframleiðslu, með stuðningi ríkissjóðs?

Fram til 2040 mun þurfa 60-100 þús. ha. af landi undir skógrækt til kolefnisbindingar og síðar viðarframleiðslu. Það er mikilvægt að gera bændum sem landeigendum kleift að koma að þessu verkefni og spurning hvernig megi nýta þetta tækifæri til búháttaskipta þar sem afkoma er döpur og ekki útlit fyrir að úr rætist.

Í dag er t.d. kindakjötsframleiðsla tvöföld innanlandsneysla og árið 2019 voru afurðatekjur/kind kr. 11.575 og opinberar greiðslur/kind kr. 14.340.

Árekstrar á milli sauðfjárbænda og annarra landeigenda sérstaklega þeirra sem vilja rækta skóg hafa aukist. Við sem þjóð höfum undirgengist alþjóðlega samninga í loftslagsmálum sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni ef ekki tekst að gera viðhlítandi ráðstafanir.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að gera bændum sem það vilja kleift að fara í búháttaskipti t.d. úr offramleiðslu á kindakjöti yfir í eftirspurnarframleiðslu á kolefnisbindingu og viðarframleiðslu?

Skattgreiðendur eru þegar að greiða bændum fyrir framleiðslu sína, má ekki gera það áfram t.d. til ársins 2040 á móti því að þeir fari í að vinna að skógrækt á landi sínu þannig að þeir geti framleitt kolefniseiningar og síðar farið í viðarframleiðslu þannig að þeir verði sjálfbærir og geti búið áfram á jörðum sínum en neyðist ekki til að selja þær jafnvel erlendum aðilum eins og gerst hefur.

Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta í tengslum við væntanlegar kosningar þannig að þeir sem við taka geti komið fram með góðar lausnir í samráði við Bændasamtökin.

Reynir Kristinsson
reynir@kolvidur.is
áhugamaður um loftslags-
mál og skógrækt.

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...