Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Blóðmerahaldið enn
Mynd / Páll Imsland
Lesendarýni 30. maí 2023

Blóðmerahaldið enn

Höfundur: Páll Imsland eftirlaunaþegi.

Nú er blóðmerahaldið aftur komið á dagskrá og nú fyrir tilstuðlan sunnan af meginlandi Evrópu úr innstu kimum ráðsmennsku og stjórnsemi, sem í málinu tekur undir með öfgasamtökum og áróðursmeisturum sem ekki hafa sannleika og sanngirni að leiðarljósi, heldur yfirlýst markmið um að ganga af starfseminni dauðri.

Páll Imsland

Bændur og búalið, dýralæknar og annað fólk sem stendur í og stendur að blóðmerahaldi veit hvað það er að gera í smáatriðum. Það hefur gert þetta aftur og aftur og er hokið af þeirri reynslu sem starfsemin hefur leitt yfir það og leiðbeint því um aðferðir. Þetta fólk veit að hve miklu leyti dýrin þjást við blóðtökurnar og annað stúss í kringum þær. Það veit hveernig sársaukastuðull hrossa er allt annar en manna. Það veit líka hvers þessi hross njóta í staðinn fyrir blóðgjöfina. Það veit að blóðmerahald lýtur sömu lögmálum og annar dýrabúskapur og býr hjá því við þann samanburð.

Lögfræðingar og annað skrifstofulið, sem situr suður á meginlandi Evrópu og semur reglugerðir og dæmir um það eftir hvaða reglum skuli farið og dæmt um húsdýrahald, hefur yfirleitt enga eða harla litla reynslu af húsdýrahaldi og samlífi með hjörðum þeim sem undir búskap standa. Sumt hefur það kannski einhverja reynslu af borgarhundahaldi eða búrfiskabúskap og öðru því dýrahaldi sem ekki lýtur lögmálum lifibrauðs og framleiðslu, þar sem skrifstofustörf standa undir kostnaði og hagnaður er ekki forsenda dýrahaldsins. Það fjallar ekki um málin af eigin reynslu og kunnáttu á dýrabúskap. Það fjallar um málin í samræmi við formfastar klásúlur í lagabálkum og reglugerðum sem orðið hafa til í regluverksverksmiðjum.

Svo er felldur dómur á slíkum forsendum um hvað sé siðlegt og boðlegt í dýrahaldi. Það er gripið fram fyrir hendurnar á þeim sem vitið og reynsluna hafa og völdin tekin af því fólki. Dómsvöldin eru komin í hendurnar á fólki sem ekki hefur reynslu og vit á því sem það dæmir um, en þekkir fastmótaðar og kategórískar reglur sem það og kollegar þess hefur að mestu leyti sjálft sett og það í skjóli reynsluleysis.

Ætlum við að tryggja það að mannkynið eigi bjarta framtíð á jörðinni með þvílíku fyrirkomulagi?

Ætlum við að leggja valdið mótmælalaust í hendurnar á reglugerðarfarganinu fræga?

Ætlum við að dæma vitið og reynsluna úr leik?

Ætlum við í raun að setja formfestuna tekna úr sambandi við vitið í öndvegi lífs okkar?

Ætlum við að selja okkar sjálfstæðu hugsun?

Ætlum við aftur að selja sjálfstæði vort?

Námsferð nema Garðyrkjuskólans
Lesendarýni 28. september 2023

Námsferð nema Garðyrkjuskólans

Þann 19. ágúst sl. héldu af stað 24 nemendur í námsferð til Danmerkur. Ferðinni ...

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil
Lesendarýni 28. september 2023

Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil

Í vor vann ég lokaverkefni mitt í búvísindum við Landbúnaðar­háskóla Íslands. Fj...

Sömu tækifæri um allt land
Lesendarýni 27. september 2023

Sömu tækifæri um allt land

Ísland eignaðist nýlega einhyrning, frumkvöðlafyrirtæki sem er metið á yfir einn...

Opið bréf til forsætisráðherra
Lesendarýni 26. september 2023

Opið bréf til forsætisráðherra

Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heimin...

Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar se...

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...