Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hugmyndir fyrirtækisins Northlight Seafood felast í því að nýta fleka til að halda uppi ræktunarlínunum á bláskel.
Hugmyndir fyrirtækisins Northlight Seafood felast í því að nýta fleka til að halda uppi ræktunarlínunum á bláskel.
Lesendarýni 24. október 2023

Bláskel gefur gull í mund

Höfundur: Guðni Þ. Ölversson, fyrrverandi kennari.

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur í langan tíma haft áhyggjur af því að framleiðsla próteinmatvæla sé nánast komin í kröggur.

Guðni Þ. Ölversson

Á heimsvísu er landbúnaðarsvæði um það bil fimm milljarðar hektara sem er 38% af yfirborði jarðarinnar. Um þriðjungur þess er nýttur sem ræktunarland.

Afgangurinn, tveir þriðju hlutar, eru tún og beitilönd til beitar búfjár.

Um 50% af matvælaframleiðslu á jörðinni eru framleidd með tilbúnum áburði. Sú framleiðsla er ekki sjálfbær. Farið er að ganga verulega á fosfatnámur heimsins og verða jafnvel uppurnar innan 100 ára. Fylgifiskur þessarar framleiðslu er veruleg losun gróðurhúsaáhrifa. Stór hluti af þessari losun góðurhúsaáhrifa er tilkominn vegna fæðuframleiðslu.

Í hafinu kringum Ísland er frumframleiðsla plantna, örþörunga og þara 100 sinnum meiri en hjá plöntum sem ræktaðar eru á landi. Fæðupíramídi sjávar skiptist í nokkur þrep. Í því neðsta er plöntusvif sem er u.þ.b. 90% af lífmassa sjávar. Bláskelin og önnur skeldýr eru í næsta þrepi og nærast á plöntusvifinu. Það þýðir að skelfiskræktun er nánast eina vistvæna og arðbæra aðferðin til að sía plöntusvif sjávar og breyta því í próteinrík og heilnæm matvæli. Lífríki á norðurhveli jarðar notar aðeins 1% af plöntusviði hafsins.

Bláskel

Bláskel hefur verið ræktuð í hafinu frá 13. öld. Spánverjar hófu bláskeljaaeldi, sem atvinnugrein, árið 1946. Þeir hafa nýtt sér litla fleka, sem þeir kalla pramma, sem ræktunarkaðlarnir hanga niður úr. Áður höfðu þeir stundað bláskeljaeldið með sama hokurbúskap og víðast hvar í álfunni. Núna, 77 árum síðar, eru þeir orðnir stærstu bláskeljafarmleiðendur í Evrópu með 300 þúsund tonna framleiðslu á ári. Aðeins Kínverjar, sem framleiða 450 þúsund tonn að meðaltali á ári, eru stærri á heimsvísu í bláskeljaræktun.

Bláskeljarækt á Íslandi

Á Íslandi hefur bláskeljaeldi verið stundað með misgóðum árangri. Þekking á þessari grein hefur verið af skornum skammti enda hafa vísindamenn ekkert verið að eyða of miklum tíma í að kynna sér hegðun bláskeljarinnar. Afraksturinn er í samræmi við það. Einyrkjabúskapur sem stendur tæplega undir því að kallast atvinnurekstur.

Í Evrópu hafa komið upp vandræði sem stafa af mannavöldum. Nýliðun bláskeljar hefur dregist saman. Ástæðan er að skortur hefur verið á bláskeljalirfun sem standa undir ræktuninni vegna þess að maðurinn hefur raskað umhverfinu sem lirfunum er nauðsynlegt til þess að dafna og vaxa.

Möguleikar til bláskeljaeldis, í stórum stíl, eru óvíða jafn góðir og á Íslandi. Það getum við þakkað gæðum sjávarins í kringum landið ásamt Golfstraumnum sem reyndar gerir landið okkar byggilegt.

Hefðbundin ræktun felst í því að leggja út ræktunarlínur sem lirfur bláskeljarinnar festast á. Á línunni vaxa þær og dafna þar til kemur að uppskerunni. Um tvö ár tekur skelina að vaxa í æskilega markaðsstærð.

Bláskeljaeldi er atvinnugrein sem þarf ekkert verksmiðjuframleitt fóður og engin lyf. Eldið er því 100% sjálfbært.

Northlight Seafood

Markmið Northlight Seafood er að þróa aðferðir og tæki til að breyta bláskeljarækt í öfluga og arðbæra atvinnugrein sem uppfyllir þörfina fyrir sívaxandi eftirspurn eftir fóðri til matvælaframleiðslu. Stefnan er að straumlínulaga allt ferlið, frá byrjun þegar fullvaxin skelin er tekin úr sjó og unnin og pökkuð fyrir kaupendur.

Northlight Seafood hefur kannað möguleikana á því að hefja bláskeljarækt, gæðaskel (delisius) með þeirri tækni sem við búum yfir nú, árið 2023. Hugmyndin felst í því að nýta fleka til að halda uppi ræktunar- línunum. Mun stærri fleka en Spán- verjar nota. Því er nauðsynlegt að vélvæða ræktunina. Tæknivæðingin verður til þess að afköstin margfaldast og hagkvæmni eykst verulega. Áætlað er að vera með 12.000 fleka í ræktuninni. Til þess þarf nokkuð stórt skip með burðargetu upp að allt að 5.000 tonnum. Skipið verður útbúið krönum sem hífa flekana úr sjónum þar sem skelin verður hreinsuð af teinunum í þartilgerðan „gám“ um borð í skipinu.

Þegar skelin hefur verið hreinsuð af flekunum verður þeim lagt aftur á nýju svæði ef þörf krefur.

Varlega áætlað er reiknað með að framleiðslugetan verði 100 þúsund tonn á ári þegar fullum afköstum er náð. Þá verður hægt að taka upp 25 tonn af bláskel á 10–15 mínútum.

Markmiðið er að ná fullum afköstum á þremur til fimm árum eftir að fyrstu afurðirnar verða komnar á markað.

Til að vinna svo mikinn afla þarf góða aðstöðu og öfluga verksmiðju. Í tengslum við verksmiðjuna er þörf á vel útbúnum rannsóknarstofum þar sem gæðaeftirlit verður tvöfalt.

Við vinnsluna fellur til töluverður úrgangur. Skelin sjálf og harður úrgangur verður malaður í sandkornastærð. Gera má ráð fyrir því að 30 þúsund tonn af skeljasandi muni falla til á ári. Sandurinn er að mestu kalk sem nýtist í fóður.

Markaður

Prótein er eftirsótt bæði til manneldis, fiskeldis og annars dýraeldis. Eftirspurnin á bara eftir að vaxa. Fáar aðferðir eru betri en bláskeljaræktun til að anna þeirri eftirspurn. Sjálfbær ræktun þar sem ekki þarf að nota verksmiðjuframleitt fóður eða lyf.

Í dag er fiskeldi stór atvinnuvegur á Íslandi. Nánast allt fóður til þess er innflutt. Það er því góður möguleiki á því að fiskeldið og bláskeljaeldið geti lifað vel saman í náinni framtíð.

Það er dálítið merkilegt að aðeins um 10% af bláskeljaframleiðslu í heiminum í dag er seld á markaði. Innan við 5% af heildarframleiðslu bláskeljavöðvans er seldur á alþjóðlegum markaði. Eitt lægsta hlutfall í heiminum í viðskiptum með sjávarafurðir.

Ástæða þessa er að afurðarinnar er neytt í löndunum þar sem þær eru ræktaðar og eru seldar neytendum „beint frá býli“. Þessi viðskiptamáti hefur að sjálfsögðu áhrif á verð í opinberum verðskrám en verð til kaupenda á markaði getur verið tvöfalt til þrefalt hærra en skráð verð.

Skylt efni: bláskel

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...