Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Á myndinni, sem er fengin að láni frá Carbon Cowboys í Arizona, er sýnt hvernig landi er skipt upp í hólf og gripum beitt í þéttum hópi á hólfin með skipulögðum hætti. Hvert hólf dugar í einn sólarhring (stundum meira, stundum minna) og síðan er fært í nýtt hólf, og hólfið sem var verið að beita fær frið í jafnmarga daga og minni hólfin eru. Þannig er landið friðað meira en það er beitt og gómsætt gras í boði næst þegar skepnurnar fara á fyrsta reit.
Á myndinni, sem er fengin að láni frá Carbon Cowboys í Arizona, er sýnt hvernig landi er skipt upp í hólf og gripum beitt í þéttum hópi á hólfin með skipulögðum hætti. Hvert hólf dugar í einn sólarhring (stundum meira, stundum minna) og síðan er fært í nýtt hólf, og hólfið sem var verið að beita fær frið í jafnmarga daga og minni hólfin eru. Þannig er landið friðað meira en það er beitt og gómsætt gras í boði næst þegar skepnurnar fara á fyrsta reit.
Mynd / Peter Byck
Lesendarýni 12. maí 2025

Betri landnýting með beitarstýringum

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum í Ásahreppi.

Á dögunum var haldið málþing um auðgandi landbúnað og að utan komu gestir til að fræða okkur um aðferðirnar.

Hulda Brynjólfsdóttir.

Meðal þeirra var dr. Allen Williams, sem hefur stundað slíkar aðferðir í meira en 30 ár og kennt öðrum hvernig hægt sé að auðga landið og bæta nýtingu og afkomu búrekstrar með minni tilkostnaði og nota hæfileika náttúrunnar og beitardýr til þess.

Við fórum með dr. Allen í heimsóknir á Suðurlandi og keyrðum um uppsveitir bæði Rangárvallasýslu, Árnessýslu og ofanverðan Flóann. Hann hafði á orði hversu mikið af því landi sem hann sá væri lítið eða ekkert notað. Landið sé fullt af tækifærum og greinilegt að allan mat sem Íslendingar þyrftu á að halda mætti rækta á landinu okkar sjálfu.

Auðgandi landbúnaður (e. Regenerative Agriculture) er í gríðarlegum vexti úti um allan heim. Fólk er að tileinka sér þessar aðferðir með feiknagóðum árangri og við getum gert það líka á Íslandi. Eitt af því sem er einfalt og auðvelt í framkvæmd eru beitarstýringar. Hvort sem er með nautgripi, hross, kindur eða geitur. Áhrif þessarra dýra eru misjöfn og talaði dr. Allen um að nautgripir virkuðu oft best til að bæta landið, því þeir rífa grasið með tungunni, en klippa það ekki með tönnum eins og hestar og kindur gera. Ensím fara af tungu nautgripanna á grasið og það hefur áhrif á áframhaldandi grasvöxt. Traðk þeirra örvar jarðveginn og lífríkið í honum og það sem þeir skilja eftir sem saur og þvag er áburður fyrir plönturnar.

Einnig má nýta land betur og hafa góða beit í lengri tíma með því að hleypa ekki hjörðinni á allt landið í einu og leyfa þeim að velja sér hvað þær borða, heldur stýra beitinni með einföldum girðingum og færa milli hólfa. Að nota hesta, sauðfé eða geitur til að beita eftir þessu skipulagi skilar einnig árangri og bætir landið ef það er gert rétt. Sannað er að beitarstýringar geta dregið úr þörf fyrir tilbúinn áburð.

Mörgum vex í augum að byrja á beitarstýringum, en það má byrja smátt. Að skipta upp stórum hólfum og beita til skiptis hefur sparað mörgum heygjöf því beitin endist þá lengur fram á haustið. Að skipta þessum hólfum upp í fleiri hólf skapar enn frekari möguleika á að beita og friða til skiptis. Nóg er að skipta með einum streng fyrir nautgripi og hross en það þarf fleiri strengi fyrir sauðfé og geitur.

Margir mjólkurkúabændur telja það vandkvæðum bundið að beita svona af því að mjólkurkýrnar þurfi að komast í róbótinn og því þurfi þær að vera inni í fjósinu eða nálægt því allan sólarhringinn. En það eru kvígur og geldneyti á öllum mjólkurkúabúum og þeim er hægt að beitarstýra og bæta þannig bæði landnýtingu og spara við þær heygjöf.

Þegar beitarstýringar eru stundaðar er jafnmikilvægt að beita á skipulagðan hátt og að friða landið milli þeirra tímabila sem beitt er. Skiptir þá máli hversu margir gripirnir eru sem beitt er hverju sinni, hvernig sprettan er og hvernig landið er, en gott er að hafa í huga að egg iðraorma þurfa þrjár vikur til að ná hringrás sinni og hægt er að rjúfa þann hring með því að friða land lengur en þrjár vikur á milli þess sem það er beitt með sömu gripunum. Það er því líka hægt að spara ormalyfsgjafir þegar þessar beitaraðferðir eru stundaðar.

Skylt efni: landnýting

Staðarvinnustofur í Loftslagsvænum landbúnaði
Lesendarýni 24. júní 2025

Staðarvinnustofur í Loftslagsvænum landbúnaði

Um þessar mundir er verið að halda staðarvinnustofur í verkefninu Loftslagsvænn ...

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?
Lesendarýni 20. júní 2025

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?

Frá upphafi tuttugustu aldar hefur votlendi minnkað um 64–71% á heimsvísu og um ...

Illt er að egna óbilgjarnan
Lesendarýni 20. júní 2025

Illt er að egna óbilgjarnan

Geithamrar eru eitt hljómfegursta bæjarnafn landsins. Fyrir þá sem ekki þekkja t...

Opið samtal er forsenda árangurs
Lesendarýni 19. júní 2025

Opið samtal er forsenda árangurs

Á dögunum settumst við hjá Bændasamtökum Íslands niður með sérfræðingum frá nokk...

Rétt tré á réttum stað
Lesendarýni 12. júní 2025

Rétt tré á réttum stað

Á undanförnum misserum hafa verið sett fram stórtæk áform um að auka skógrækt hé...

Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra
Lesendarýni 10. júní 2025

Lífeyrir til veikra, slasaðra og aldraðra

Nú er komið að kosningu í eitt af fimm stjórnarsætum Lífeyrissjóðs bænda. Aðalfu...

„Svo lengi lærir sem lifir “
Lesendarýni 10. júní 2025

„Svo lengi lærir sem lifir “

Vinsældir Reiðmannsins og keppnishestanámsins sem alhliða nám í hestamennsku ber...

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?
Lesendarýni 6. júní 2025

Hvers vegna að endurheimta íslenskar mýrar?

Frá upphafi tuttugustu aldar hefur votlendi minnkað um 64-71% á heimsvísu og um ...