Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nú þegar matvælaframleiðsla er alltaf að verða mikilvægari þá er enn meiri þörf á því að bújarðir haldist í rekstri.
Nú þegar matvælaframleiðsla er alltaf að verða mikilvægari þá er enn meiri þörf á því að bújarðir haldist í rekstri.
Lesendarýni 12. maí 2022

Arfleifð bújarða

Höfundur: Jónas Davíð Jónasson, frá Hlöðum.

Eftir margra ára vinnu, blóð og svita kemur að því að bændur bregði búi og snúi sér að öðru. Ástæður þess geta verið margar og oftar en ekki er það vegna aldurs eða að það sé einfaldlega komin tími til þess.

Hver sem ástæðan er þá er það alltaf krefjandi að skilja við búskap og jafnvel bernskuheimili. Bændur hafa þó val um hvernig þeir vilja skilja við búskapinn og hægt er að fara nokkrar ólíkar leiðir. Til að mynda er hægt að selja til næstu kynslóðar. Þá er möguleiki fyrir fráfarandi bændur að finna sér land í nærumhverfi og halda áfram búskap í smærri mynd eða taka frá landskika fyrir sig og hjálpa jafnvel til.

Svo er hægt að selja og flytja í næsta þéttbýli og vera þannig nær þjónustu og annarri atvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um hvað hægt sé að gera. Undanfarin ár hefur færst í aukana að bændur selji stærri innviði úr rekstri bújarða, svo sem greiðslumark og dýr. Tilgangur þess er oft að halda áfram búskap í smærri mynd á sömu bújörð sem hélt eitt sinn uppi myndarlegum rekstri eða jafnvel það eitt að búa í íbúðarhúsi á jörðinni. Afleiðingar slíkra aðgerða hafa afgerandi áhrif á framtíð þessara jarða og í raun nærumhverfi þeirra.

Bændur búa þá á þessum bújörðum, huga að sínum dýrum og vinna jafnvel með, en hvað svo? Þegar kemur að því að loks eigi að selja jörðina þá er hún oft ekki fýsileg til rekstrar. Þá er til að mynda mikið land sem komið er úr ræktun, lítið af dýrum ef einhver eru og húsakostur jafnvel kominn í niðurníðslu. Bújarðir gætu jafnvel farið í eyði við slíkar aðstæður, séstaklega ef margir eigendur eru að bújörðinni eða ef bændur kynnu að falla frá skyndilega.

Þetta er landlæg þróun sem hefur átt sér stað í mörg ár en upp á síðkastið hefur þessi þróun verið að sækja í sig veðrið. Auðvitað hafa bændur rétt á þessu og geta gert hvað sem þeim sýnist með sitt land.  Undirritaður er ekki hér til að skipa bændum fyrir heldur til þess að láta bændur vita að það er önnur leið.

Árlega útskrifast  um 30 búfræð­ingar úr Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta nám er vinsælt og ekki komast allir að sem vilja, slíkur er áhuginn, og við erum ótrúlega heppin að búa yfir slíkum mannauð. Allt þetta fólk er fullt af áhuga og bjartsýni yfir því að hefja búskap. Auk þeirra er einnig mikið af ungu fólki sem ekki hefur farið í nám en er samt tilbúið að taka við keflinu.

Það gefur því auga leið að það er hafsjór af ungu fólki sem er í leit að bújörð, ýmist jörð sem stendur undir fjölskyldu eða jörð sem þarfnast aðeins meiri vinnu svo það sé hægt. Sú menntun og reynsla sem unga fólkið okkar býr yfir er beinn afleggjari af starfi íslenskra bænda og kjörið að nota krafta þess. Ungt fólk er vel í stakk búið til að taka við keflinu og halda áfram blómlegum landbúnaði í sveitum landsins.

Við erum ótrúlega heppin að búa yfir slíkum mannauð. En staðan er sú að þegar ungt fólk ætlar að finna sér bújörð þá er lítið í boði. Ef bændur athuga fasteignavefi sjá þeir að úrval jarða í rekstri er takmarkað og í raun tíðindi ef fleiri en ein bújörð er til sölu.

Það eru þó vissulega margar hliðar á viðskiptum með jarðir, eldri bændur hafa ef til vill sett allt sitt í búskapinn og þurfa því fé fyrir það sem á eftir kemur. Ungir bændur standa frammi fyrir því að fjármagna kaup á jörð, standa undir og byggja upp búrekstur auk þess að  sækja fram til að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur í landbúnaði almennt. Eins og þekkt er með afkomu margra búgreina er það enginn leikur.  Það er þó margt nýtt í farvatninu hvað varðar búgreinar, nýsköpun og landnýtingu með bindingu kolefnis en kannski óljósara hverju það mun skila. Samhliða þessu er ungt fólk í sumum tilfellum í samkeppni við auðugri einstaklinga sem sækjast oft á tíðum í hlunnindajarðir.

Nú þegar matvælaframleiðsla er alltaf að verða mikilvægari þá er enn meiri þörf á því að bújarðir haldist í rekstri. Ísland þarf að búa við fæðuöryggi og slíkt gerist ekki nema eðlileg kynslóðaskipti eigi sér stað í landbúnaði.  

Endurnýjun fólks í dreifbýli er síðast en ekki síst undirstaða í samfélögum til sveita. Það er því einnig þarft að hvetja verðandi sveitarstjórnarfulltrúa til að hlúa að búsetuskilyrðum fyrir það fólk nú sem endranær.

Góð þjónusta og mannlíf er forsenda blómlegrar byggðar.

 

Jónas Davíð Jónasson,
frá Hlöðum.

Höfundur er gjaldkeri
Samtaka ungra bænda og formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi

Skylt efni: Bújarðir

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...