Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áhættumat erfðablöndunar
Lesendarýni 3. maí 2023

Áhættumat erfðablöndunar

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.

Þann 9. mars síðastliðinn birtist grein í Bændablaðinu undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt.

Valdimar Ingi Gunnarsson.

Greinin var eftir Ragnar Jóhannsson, rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, og var andsvar við grein minni: ,,Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?“ sem birtist í Bændablaðinu þann 9. febrúar. Málinu var síðan fylgt eftir með fréttatilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar þann 9. mars.

Verður svarað

Ragnari Jóhannssyni er þakkað fyrir að svara grein minni og vekja þannig athygli á málinu. Undirritaður hefur gagnrýnt opinberlega vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar er varðar áhættumat erfðablöndunar allt frá árinu 2019. Höfundur á því ekki almennt að venjast að fá andmæli við alvarlegum athugasemdum við áhættumat erfðablöndunar og hér gefst kærkomið tækifæri að koma með andsvar.

Fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars verður svarað lið fyrir lið í ítarlegri rannsóknaskýrslu í sumar. Jafnframt verða birtar greinar í fjölmiðlum um afmarkaða þætti málsins.

Greinar í Bændablaðinu

Á árinu 2020 birti höfundur 13 greinar í Bændablaðinu þar sem farið var yfir annmarka áhættumats erfðablöndunar:

  • Áhættumat erfðablöndunar – Hver passar upp á íslenska náttúru? 07.05.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar – Of fá veiðivötn skilgreind. 20.05.2020.
  • Það er búið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum. 04.06.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar og sjálfbærir villtir laxastofnar. 02.07.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar og mótvægisaðgerðir. 16.07.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar og vöktun laxastofna. 30.07.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar og viðbrögð við slysasleppingum. 20.08.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar sem íslenska leiðin. 10.09.2020.
  • Áhættumat erfðablöndunar í nýju föt keisarans. 24.09.2020.
  • Rýniskýrslan og vöktun laxastofna. 08.10.202.
  • Litlu laxastofnanir sem á að fórna. 05.11.2020.
  • Litlu laxastofnunum fórnað til að auka framleiðsluheimildir á frjóum eldislaxi. 19.11.2020.
  • Litlu laxastofnarnir – Skortur á vöktun og hugsanlegar skaðabótakröfur. 03.12.2020.

Greinarnar vöktu athygli og margir höfðu samband og undruðust þau vinnubrögð sem væru viðhöfð í þessu máli.

Samfélagsverkefni gegn spillingu

Í byrjun árs 2022 hóf undirritaður formlega vinnu við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og einnig eftir að lögin voru samþykkt. Sýnileiki og umfang verkefnisins hefur verið að aukast og nú er reglulega sendur tölvupóstur m.a. til alþingismanna og fjölmiðla þar sem upplýst er um framganginn. Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að í samfélagsverkefninu er að senda fjölmiðlum leiðbeiningar um afmarkaða þætti málsins og hvetja til faglegrar og vandaðrar rannsóknablaðamennsku. Nokkrum dögum eftir að fréttatilkynningin birtist á vef Hafrannsóknastofnunar sendi höfundur fréttatilkynningu til allra fjölmiðla.

Rannsóknaskýrslur

Umfangsmesta verkefni samfélagsverkefnisins eru skrif á rannsóknaskýrslum sem verða grunnurinn að bókinni Lög um fiskeldi

,,Þetta hefur eftirmál“. Nú er lokið við að taka saman eftirfarandi rannsóknaskýrslur sem hægt er að sækja á vef verkefnisins lagareldi.is og einnig á sjavarutvegur.is:

  • Arnarlax – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings
  • Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings
  • Landssamband fiskeldisstöðva og stefnumótun í fiskeldi
  • Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögurnar og staðan

Enn þá á eftir að taka saman nokkrar rannsóknaskýrslur sem nú er unnið að. Vegna fréttatilkynningar Hafrannsóknastofnunar var ákveðið að taka einnig saman rannsóknaskýrslu um áhættumat erfðablöndunar.

Rannsóknin

Eftir að áhættumat erfðablöndunar var fyrst gefið út á árinu 2017 hefur það verið endurskoðað einu sinni, þ.e.a.s. á árinu 2020. Þær 13 greinar um áhættumat erfðablöndunar sem birtar voru á árinu 2020 í Bændablaðinu tóku mið af stöðunni á þeim tíma.

Ný endurskoðun á áhættumatinu verður væntanlega birt í vor og jafnframt hefur matvælaráðherra skipað starfshóp sem á að fara yfir þau lög og þær reglur sem gilda um slysasleppingar á Íslandi.

Í fyrirhugaðri rannsóknaskýrslu um áhættumat erfðablöndunar verða m.a. upphaflegar tillögur Hafrannsóknastofnunar skoðaðar, breytingar sem hafa verið gerðar og staða mála sumarið 2023.

Ófagleg vinnubrögð

Það er margt athugavert við vinnubrögð sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar er varðar áhættumat erfðablöndunar.

Í umsögn háskólaprófessors við fiskeldisfrumvarpið á árinu 2019 er varðar áhættumatið kemur m.a. fram að ,,það er jafnframt fráleitt að fela ótilteknum aðilum innan einnar stofnunar alla ábyrgð í þessu máli í þeirri trú að niðurstaðan verði bæði rétt og óhlutlæg“. Prófessorinn tók að vísu fram að hann bæri fullt traust til sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar en það er ekki hægt að segja það sama um höfund er varðar þá starfsmenn stofnunarinnar sem unnið hafa að áhættumatinu. Því miður verður að segjast að gögnum hefur verið hagrætt, vinnubrögðin ófagleg og óheiðarleg og því full ástæða að veita aðhald í þessu máli eins og gert mun vera í sumar og á næstu árum.

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...