Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal,
þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal, þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Lesendarýni 23. janúar 2015

Af degi blánar nýjum

Höfundur: IHJ & GÞJ Selfossi.
Vetur og vos, hálka og hlákur, byljir og barningur hafa þrengt að vegfarendum síðan í nóvember. Haustið var milt og stundum blítt, en svo fóru lægðirnar að sækja í sig veðrið. 
 
En aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda og rokur undir Hafnarfjalli, á Þverárfjalli, í Víkurskarði og hvað sem þessir veðurnæmu staðir heita, þær fara að ganga í sig og ökumenn á frónskum vegum  þekkja að þrauka þarf þorrann, góu og einmánuð til hörpu og sumarkomu.
 
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum kvað:
 
Dregur úr Ránar dimmum þyt,
af degi blánar nýjum.
Sveipar gljána silfurlit
svalur máni í skýjum.
 
Síðastliðið vor var kynnt í þessu blaði bænda handverks­sýning í Ártúnum, sem stóð í 17 daga og laðaði að sér 350 gesti, nokkra utan af Skaga, aðra vestan af Akranesi, sunnan af Skeiðum, austan úr Kelduhverfi og fjölmörgum bæjum öðrum. Má ætla Bændablaðið gott til kynningar en veðurguðir létu ekki heldur sitt eftir liggja og  blessuð sólin gleymdi ekki að skína í Blöndudalinn þessa daga. Húsmóðirin og handverkskonan  SÓl tók á móti gestum með kaffi og pönnukökum en börn hennar gengu með gestum um stofur hússins,  sýningarsalinn og rifjuð voru upp gömul kynni, ættvísi, sagnir og önnur fræði sem hæfðu stund og stað. Tilefni sýningar­innar var níræðis­afmæli Sigríðar á árinu og vitneskja ættingjanna um myndir hennar og handavinnu sem reyndust mun fleiri og meiri að vöxtum en nokkurn óraði fyrir. 
 
Við í Ártúna­fjölskyldunni þökkum þessum gestum góða komu og viljum senda þeim óskir um gott ár og gjöfult til drjúgra verka, hlýrra hugrenninga og góðrar heilsu. 
 

3 myndir:

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...