Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Að segja hálfan sannleika
Lesendarýni 14. júní 2016

Að segja hálfan sannleika

Höfundur: Jón Kr. Arnarson
Á forsíðu Bændablaðsins 26. maí er slegið upp fyrirsögninni  „Sauðfé hefur fækkað um 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags“.  Þar er fjallað um þá fækkun sem orðið hefur á vetrarfóðruðum kindum á milli áranna 1982 og 2015. 
 
Þá segir í greininni að samkvæmt gögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands hafi mælst aukinn lífmassi á tímabilinu  1982–2010 sem þýði að land hafi verið að gróa í kjölfar fækkunar sauðfjár og hlýnandi veðurfars. Það er vissulega rétt en er þó aðeins hálfur sannleikurinn og gefur því í raun mjög villandi mynd.
 
Fækkun sauðfjár?
 
Á áttunda áratug síðustu aldar og framyfir 1980 fjölgaði sauðfé gífurlega á Íslandi með tilheyrandi ofbeit og gróðureyðingu. Þá var hér miklu fleira fé en hafði nokkurn tímann verið frá landnámi. Þótt fé hafi vissulega fækkað frá þessum árum er hér enn margt fé og hefur sjaldan í Íslandssögunni verið fleira. Það að nota árið 1982 sem einhvern upphafspunkt skekkir því mjög myndina ef við viljum skoða beitarálagið nú í sögulegu samhengi. Fjöldi sauðfjár á Íslandi  hefur svo haldist nokkuð óbreyttur síðustu 25 ár, þótt innanlandsneysla á lambakjöti hafi dregist verulega saman á sama tímabili.  
 
Er landið að gróa upp?
 
Í forsíðugrein Bændablaðsins segir að þróttur gróðurs hafi aukist með minnkandi beitarálagi frá því árið 1982. Það er vissulega rétt því það hvort land grær upp og hversu hratt það gerist hangir mjög saman við beitarálag.
 
Samkvæmt gögnum Náttúru­fræði­stofnunar (Reynolds og félagar) þá var gróður mjög í framför fyrst eftir að fé fækkaði upp úr 1980 og var í stöðugri framför fram undir aldamót eða þar til fjöldi sauðfjár var orðinn nokkuð föst stærð. Hins vegar er það svo samkvæmt sömu gögnum að lífmassi minnkaði milli áranna 2002 og 2013. Þau ár eru þó einhver þau hlýjustu í sögunni. Til að meta ástandið  í dag er eðlilegra að skoða þessi síðustu ár og nýjustu tölur í stað þess að nota 1982 sem viðmið. Ef nánar er rýnt í þessi gögn sést að gróðri hefur helst farið fram þar sem land er friðað fyrir beit eða dregið hefur verulega úr beitarálagi.  Að sama skapi hefur gróðri ekki síst hnignað þar sem beitarálag er mikið.
 
 
Margt hefur færst til betri vegar í beitarmálum á síðustu áratugum og þá ekki síst eftir að sauðfé fækkaði eftir 1980. Þrátt fyrir þá fækkun er fé enn margt á Íslandi í sögulegu samhengi. Hin seinni ár hefur gróðri víða hnignað þar sem beitarálag er mikið. Við eigum því  enn langt í land með að geta sagt að sauðfjárrækt á Íslandi sé alls staðar stunduð með sjálfbærum hætti.  
 
Jón Kr. Arnarson
Áhugamaður um landgræðslu og landnýtingu.
Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...