Verðmætaskapandi landbúnaður
Mynd / Bbl
Lesendabásinn 26. mars 2021

Verðmætaskapandi landbúnaður

Höfundur: Arnþór Guðlaugsson

Líftæknifyrirtækið Ísteka er nýsköpunar­fyrirtæki sem vinnur verðmætt lyfjaefni úr gjafablóði íslenskra hryssa. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa gjaldeyristekjur. Fyrirtækið velti um 1,7 milljörðum króna í fyrra en hjá því starfa um 40 manns. Um helmingur þeirra er háskólamenntaður.

Öflugt eftirlit og alþjóðlegar vottanir

Ísteka starfar samkvæmt leyfi frá Lyfjastofnun sem vottar einnig að framleiðslan uppfylli ströng skilyrði sem gerð eru til lyfjaframleiðslu samkvæmt staðli um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð (GMP). Þá er verksmiðjan samþykkt til framleiðslu á lyfjaefni á Bandaríkjamarkað af Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Þrotlaus vinna starfsmanna Ísteka hefur jafnframt tryggt lyfjaefninu samþykki viðkomandi lyfjayfirvalda til nota í lyf í fjölmörgum löndum heims.

Dýravelferð í öndvegi

Blóðgjafir hryssa eru ávallt framkvæmdar af dýralækni að undangenginni staðdeyfingu. Auk öflugs innra eftirlits eru blóðgjafir hryssanna undir eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Vel er fylgst með heilbrigði hryssanna eftir blóðgjöf en að jafnaði er tekið blóð fimm sinnum á sumri úr hverri hryssu og aldrei oftar en átta sinnum. Teknir eru að hámarki 5 lítrar í hvert sinn sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að er öruggt fyrir hryssuna. Engin staðfest dæmi eru um að hryssur hafi drepist vegna þessa blóðmissis. Haldið er utan um afföll á blóðgjafatímanum sem eru um eða tæplega 0,1%. Það er sambærilegt við það sem er hjá hrossum sem ekki gefa blóð.

Öflugt eftirlit dýralækna

Velferð blóðgjafahryssa er undir miklu eftirliti sem fram fer í sex sjálfstæðum lögum.

Bóndinn er mikilvægasti hlekkurinn í velferðareftirlitinu. Hann þekkir skepnurnar og landið sitt best. Hann skipuleggur beit og gjöf hópsins síns og fylgist með sérhverju dýri árið um kring. Blóðgjafadýralæknir metur hverja hryssu fyrir hverja einustu blóðgjöf og tryggir að allar hryssur sem hann samþykkir til blóðgjafa séu hraustar og vel haldnar. Hann er yfirmaður á blóðgjafastað og hefur fullt vald til að útiloka hryssu frá blóðgjöf eða hafna notkun á aðstöðu eða aðferðum séu þær ekki í lagi. 

Starfandi dýravelferðarfulltrúi

Hjá Ísteka starfar sérstakur dýravelferðar- og gæðafulltrúi sem sinnir innra eftirliti með dýravelferð og hefur samkvæmt samningi við bændur aðgengi að þeim hrossum og aðstöðu sem nýtt eru í verkefninu. Fyrirtækið gefur út sérstaka ítarlega gæðahandbók fyrir þá bændur sem eru í samstarfi. Dýravelferðarfulltrúi Ísteka heimsækir úrtak bæja á hverju ári, bæði á blóðgjafatímabili og utan þess. Hann fer yfir ástand á hrossum, aðstöðu og meðferð hrossa. MAST hefur eftirlit með því að skilyrðum fyrir blóðgjöfum sé framfylgt. Að auki framkvæmir MAST almennt búfjáreftirlit til að tryggja að hross og önnur húsdýr séu haldin í samræmi við lög og reglugerðir. Almenningi, nágrönnum og ferðamönnum, er jafnframt skylt að tilkynna um hross sem þeir telja illa haldin eða illa farið með samkvæmt 8. gr laga 55/2013 um velferð dýra.

Sérstakir dýravelferðarsamningar

Allir bændur sem Ísteka á í samstarfi við hafa skrifað undir sérstakan dýravelferðarsamning. Samtals eru í gildi um 100 samningar. Þeir eru byggðir á skilyrðum MAST og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Í þeim eru sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, gott beitiland, aðgang að vatni og saltsteinum. Þá eru þar líka sérstakar kvaðir um skráningu allra hrossanna í World feng. Síðast en ekki síst eru þar ákvæði um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram og að ekki megi taka blóð úr hryssum á bæjum þar sem hafa komið upp frávik við velferð hrossa samkvæmt MAST. 

Stöðug verðhækkun til bænda

Fyrirtækið á sem fyrr segir í samstarfi við um eitt hundrað bændur sem samanlagt halda yfir 5.000 hryssur vegna þessarar búgreinar. Verðið á gjafablóðinu hefur hækkað langt umfram aðrar landbúnaðarvörur síðustu 20 ár. Bændum í samstarfi við Ísteka hefur jafnframt fjölgað mikið og eru þeir dreifðir um allt landið og hjálpa víða til við að tryggja búsetu í brothættum byggðum. Í tengslum við kórónuveirufaraldurinn ákvað Ísteka að greiða samstarfsbændum sínum sérstaka eingreiðslu eftir seinasta tímabil. Nam aukagreiðslan 6% af verðmæti innlagðra afurða 2020 

Farsæld fyrir menn og dýr

Undirritaður er framkvæmdastjóri Ísteka og ég er stoltur af því starfi sem þar er unnið. Farsæld þeirra hrossa sem unnið er með er tryggð og aðbúnaður þeirra og vellíðan er eins og best verður á kosið. Fóstureyðingar eru ekki leyfðar hjá þeim hryssum sem eru í verkefninu. Bændur fá góðar og öruggar tekjur vegna þessarar búgreinar og fjöldi fólks, bæði dýralæknar og starfsmenn Ísteka, fá vel launuð störf vegna þessa verkefnis. 

Arnþór Guðlaugsson

Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.

Skylt efni: hryssur | Ísteka

Áveitur – þakkir til heimildarmanna
Lesendabásinn 21. apríl 2021

Áveitur – þakkir til heimildarmanna

Vorið 2019 birti Bændablaðið stutta grein mína, Minjar um áveitur?, þar sem ég s...

Veik málsvörn Þórarins Lárussonar
Lesendabásinn 20. apríl 2021

Veik málsvörn Þórarins Lárussonar

Þegar vitnað er í skrif annarra við réttlætingu á eigin skrifum þarf að vanda si...

Íslenskt merki á hvítt sem rautt
Lesendabásinn 19. apríl 2021

Íslenskt merki á hvítt sem rautt

„Mér þykir vænt um svín. Hundar líta upp til okkar. Kettir líta niður á okkur. S...

Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum
Lesendabásinn 19. apríl 2021

Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum

Fyrirhugað er að sameina Bænda­samtök Íslands og búgreinafélög á Aukabúnaðarþing...

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál
Lesendabásinn 15. apríl 2021

Framkvæmd samninga og laga um tolla og viðskipti er stórt hagsmunamál

Það var um þetta leyti árs í fyrra (2020) sem vinna hófst af fullum þunga við að...

Heimaslátrun, heilnæmi afurða og velferð dýra
Lesendabásinn 7. apríl 2021

Heimaslátrun, heilnæmi afurða og velferð dýra

Í Bændablaðinu þann 11. mars sl. var fjallað um skýrslu dr. Hólmfríðar Sveinsdót...

Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda
Lesendabásinn 6. apríl 2021

Vitundarvakning um mikilvægi auðlinda

Heimsbyggðin er að vakna til vitundar um auðlindir og æ fleiri gera sér grein fy...

Fyrsti Evrópudagur ullarinnar
Lesendabásinn 31. mars 2021

Fyrsti Evrópudagur ullarinnar

Í Evrópu eru um 70 milljón fjár. Mörg lönd í Everópu standa frammi því að ull se...