Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Veðuröfl
Mynd / Ásta F. Flosadóttir
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar eru afstaðnar með afgerandi kjöri konu sem mun taka að sér embættið að minnsta kosti næstu fjögur ár. Eldgos sem hófst á Reykjanesskaga árið 2021 mun mögulega standa í mörg ár í viðbót með tilheyrandi raski og eftirsjá þeirra sem sjá að baki heimabyggð.

Svo koma þau alltaf, þessi svikavor, sem daðra við lífið og vekja von en slá svo alla út af laginu með óskunda. Hegðun veðuraflanna var frekar ruddaleg í síðustu viku og skilur eftir sig illa leikin tún, tóm hreiður, þjakaðan búpening og úrvinda bændur.

Í þessu tölublaði má lesa hvernig óveðrið lék menn, dýr og jarðnæði illa. En rösk afstaða stjórnvalda, í formi þverfaglegs viðbragðshóps sem kortleggur tjón og skipuleggur úrræði við bráðavanda í landbúnaði vegna kuldatíðarinnar, er fagnaðarefni.

Ásta F. Flosadóttir, sauðfjárbóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá BÍ, brýnir fyrir bændum að draga það ekki að óska eftir aðstoð ef í harðbakkann slær.

„Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvarpi verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt,“ ritar Ásta og minnir á Bændageð – verkefni til vitundarvakningar um andlega heilsu bænda.

„Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda?“ spyr Ásta.

Sumt vinnur gegn okkur og íslenskt vor er einfaldlega heilmikill
skítakapítuli. Við stjórnum ekki náttúrunni, en höfum lært að lifa með henni og hún gefur líka til baka. Þó að þetta vor sé svolítið seint á ferðinni gefur veðrið nú til kynna að margt standi til bóta. Hjarta okkar slær með fólki sem á um sárt að binda. Fögnuður okkar er yfir því sem vel er gert, líka í harðindum.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi