Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Íslensk framleiðsla er ekki það sama og upprunamerkt. Lítils háttar breytt erlend matvara getur verið framsett sem íslensk framleiðsla. Skjáskot af hluta kjúklingavöruúrvals í netverslun Nettó. Þrátt fyrir að vera merkt með íslenskum fána innihalda fæstar þessar vörur íslenskan kjúkling. Eftir ábendingar framleiðandans var íslenski fáninn fjarlægður af innfluttum kjúklingavörum frá Esju gæðafæði.
Íslensk framleiðsla er ekki það sama og upprunamerkt. Lítils háttar breytt erlend matvara getur verið framsett sem íslensk framleiðsla. Skjáskot af hluta kjúklingavöruúrvals í netverslun Nettó. Þrátt fyrir að vera merkt með íslenskum fána innihalda fæstar þessar vörur íslenskan kjúkling. Eftir ábendingar framleiðandans var íslenski fáninn fjarlægður af innfluttum kjúklingavörum frá Esju gæðafæði.
Leiðari 24. febrúar 2023

Leikreglurnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri

„Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðun hvort það sé rétt að hægt sé að flytja hér inn kjöt í stórum stíl og ekki geta uppruna,“ segir forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, stórfyrirtækis í eigu bænda sem flytur inn búvörur. Fleiri fyrirtæki í eigu bænda flytja inn búvörur og á það bendir viðmælandinn í blaðinu.

„Við erum alltaf að leita hagkvæmustu leiða til að geta verið samkeppnishæfir á markaði með góða þjónustu, gæðavöru og gott verð,“ segir hann enn fremur.

Markaðurinn stýrir för er frekar þvælt slagorð. Eðlilegt markmið þeirra sem selja vöru er að græða sem mest. Orðræðan sem blekkir er: Fyrirtækin anna eftirspurn og því eru það neytendur sem ráða markaðnum. En það sem vantar í formúluna er ákveðið siðferði, samfélagsleg ábyrgð. Reynt er að slá ryki í augu neytenda með markaðssetningu og framsetningu.

Leikreglurnar eru settar af ríkinu því hér gilda lög og reglugerðir. Leikmenn við borðið eru meðal annars fyrirtæki, verslun og neytandi. Lunknir leikmenn verða ofan á í spilinu, en til þess þarf stundum svolitla ósvífni. En hvað um það ef allt er innan rammans – allir eru að spila eftir settum reglum, er það ekki?

Unnin matvara er ekki eingöngu augljóslega kryddlögð og forelduð. Unnið kjöt getur verið keypt frosið, afþítt, sprautað með smá pækli og svo endurpakkað undir nöfnum íslenskra fyrirtækja. Íslensk framleiðsla er ekki það sama og upprunamerkt. Lítils háttar breytt erlend matvara getur verið framsett sem íslensk framleiðsla.

Í gegnum verslunina er þeim svo komið til neytenda. Framsetning verslana er ekki í höndum birgjanna. Því fría framleiðendur sig ábyrgð á framsetningu þeirra vara sem þeir selja í verslanir, eðlilega. Verslunin á það til að merkja vörur frá íslenskum fyrirtækjum sem íslensk framleiðsla – til eru nýleg dæmi.

Hinn almenni neytandi er oftar en ekki þreyttur einstaklingur að hrúga matvörum í körfu á methraða til þess eins að komast heim og fæða fjölskyldu sína. Hann er oftast að reyna að kaupa í matinn á sem hagkvæmastan hátt, skiljanlega.

Framleiðandinn segist stjórnast af því sem neytandinn vilji. Ef neytandinn kaupir mikið af einni vöru, þá svarar framleiðandinn þeirri eftirspurn með meira af þeirri vöru. Markaðurinn stýrir jú för.

Áttatíu prósent svarenda neytendakönnunar sögðu að upprunamerkingar á öllum kjötvörum skiptu þá máli.

Formaður Bændasamtakanna bendir á í pistli sínum hér til hliðar að öll virðiskeðjan ætti að sjá sóma sinn í að aðstoða neytendur við val á matvælum án villandi markaðssetningar.

Framkvæmdastjóri Icelandic lamb talar um hrútskýringar og gaslýsingar stjórnenda afurðastöðva sem hafa sett sannreyndar upprunamerkingar á bannlista, þrátt fyrir að slíkt gæti bætt samningsstöðu eigenda þeirra – bænda.

Nú boðar fyrrnefndur innflytjandi að umbúðir á tilteknum úkraínskum kjúklingi verði merktur með réttu flaggi úti í verslunum. En athugið; ákvörðunin var tekin eftir ábendingar og umfjöllun – og gert því í því felst ákveðinn sölupunktur.

Fjársvelt neytendavernd
Leiðari 26. maí 2023

Fjársvelt neytendavernd

Reglugerð nr. 618/2017 fjallar um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vöru o...

Hvað kostar tollvernd?
Leiðari 12. maí 2023

Hvað kostar tollvernd?

Tollvernd er margslungið og frekar óaðgengilegt fyrirbæri. Því er ekki skrítið a...

Egg og baunir
Leiðari 28. apríl 2023

Egg og baunir

Fæðuöryggi og framtíð norrænnar matvælaframleiðslu er í húfi ef drög að nýjum no...

Samhengið
Leiðari 5. apríl 2023

Samhengið

Hækkandi framfærslukostnaður plagar fólk bæði hér og erlendis. Alls staðar er ma...

Tölur óskast
Leiðari 24. mars 2023

Tölur óskast

Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirsp...

Að fatta
Leiðari 10. mars 2023

Að fatta

Sögnin „að fatta“ hefur verið mér hugleikin undanfarna daga.

Merkingar landbúnaðarafurða
Leiðari 9. mars 2023

Merkingar landbúnaðarafurða

Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingar...

Leikreglurnar
Leiðari 24. febrúar 2023

Leikreglurnar

„Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðu...