Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hljóð og mynd
Leiðari 24. júní 2021

Hljóð og mynd

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Landbúnaður er ein grundvallar­atvinnu­greina á Íslandi og gegnir mikilvægu hlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Virðis­­keðjan frá haga í maga er burðarás í lífsviðurværi á mörgum dreifbýlissvæðum landsins og landbúnaðurinn sem atvinnu­grein skiptir sköpum fyrir samfélagið í tengslum við lýðheilsu, menningu, efnahag og byggðaþróun.

Á næstu árum bíða þó margvíslegar áskoranir atvinnugreinarinnar, svo sem á sviði loftslags- og umhverfismála, nýsköpunar, matvælaöryggis og örari breytinga á neyslumynstri. Neytendur gera sífellt meiri kröfur um fjölbreytt vöruúrval og ferskleika en eftirspurnin innanlands eftir flestum landbúnaðarvörum hefur aukist, ekki síst með aukinni umhverfisvitund. En það er fyrst og fremst öll virðiskeðja matvæla sem skiptir máli því það á að skipta neytandann máli hvernig matvæli eru framleidd og við hvaða aðstæður.

„Gul stéttarfélög“

Upp á síðkastið hefur Alþýðusambandið látið sverfa til stáls gagnvart svokölluðum gulum stéttarfélögum. Það er vel hægt að taka undir orð forseta ASÍ í ræðu sem flutt var á formannafundi ASÍ, en hún sagði m.a. að ekki væri ástæða til að lækka laun í íslenskum fataiðnaði af því að það væru lægri laun í Bangladesh. Þetta hafa bændur bent á árum saman.

Krafa um mikinn kaupmátt og ódýr matvæli

Um leið og þess er krafist að kaupmáttur launa á Íslandi sé í hæstu hæðum er þess krafist að matvæli séu ódýr. Með viðskiptasamningum eru íslenskir bændur látnir keppa við bændur í löndum þar sem laun eru mun lægri.

Til upprifjunar má nefna að ASÍ lagði hart að stjórnvöldum árið 2016 að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka á íslenskum vinnumarkaði, en ASÍ hafði fengið sterkar vísbendingar þess efnis að undirboð fóru vaxandi á íslenskum vinnumarkaði, ekki síst hjá erlendum fyrirtækjum sem komu hingað til lands með starfsmenn sína og tengdust stórum samningskeðjum verktaka á byggingamarkaði og við aðrar verklegar framkvæmdir.

Það væri því fróðlegt að vita hvort stærsta launþegahreyfing landsins hefur skipt um skoðun frá því þegar þau hvöttu til lækkunar tolla á búvörum, m.a. með viðskiptasamningi við ESB. En sá samningur hefur lækkað verð til bænda með sambærilegum hætti við það sem samtökin berjast nú um við flugfélög.

Fjársvelt neytendavernd
Leiðari 26. maí 2023

Fjársvelt neytendavernd

Reglugerð nr. 618/2017 fjallar um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vöru o...

Hvað kostar tollvernd?
Leiðari 12. maí 2023

Hvað kostar tollvernd?

Tollvernd er margslungið og frekar óaðgengilegt fyrirbæri. Því er ekki skrítið a...

Egg og baunir
Leiðari 28. apríl 2023

Egg og baunir

Fæðuöryggi og framtíð norrænnar matvælaframleiðslu er í húfi ef drög að nýjum no...

Samhengið
Leiðari 5. apríl 2023

Samhengið

Hækkandi framfærslukostnaður plagar fólk bæði hér og erlendis. Alls staðar er ma...

Tölur óskast
Leiðari 24. mars 2023

Tölur óskast

Hagtölur á borð við framleiðslutölur og neyslutölur, tölur um framboð og eftirsp...

Að fatta
Leiðari 10. mars 2023

Að fatta

Sögnin „að fatta“ hefur verið mér hugleikin undanfarna daga.

Merkingar landbúnaðarafurða
Leiðari 9. mars 2023

Merkingar landbúnaðarafurða

Nú um stundir eru frumframleiðendur og neytendur að fást við talsverða merkingar...

Leikreglurnar
Leiðari 24. febrúar 2023

Leikreglurnar

„Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðu...