Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hljóð og mynd
Leiðari 24. júní 2021

Hljóð og mynd

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Landbúnaður er ein grundvallar­atvinnu­greina á Íslandi og gegnir mikilvægu hlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Virðis­­keðjan frá haga í maga er burðarás í lífsviðurværi á mörgum dreifbýlissvæðum landsins og landbúnaðurinn sem atvinnu­grein skiptir sköpum fyrir samfélagið í tengslum við lýðheilsu, menningu, efnahag og byggðaþróun.

Á næstu árum bíða þó margvíslegar áskoranir atvinnugreinarinnar, svo sem á sviði loftslags- og umhverfismála, nýsköpunar, matvælaöryggis og örari breytinga á neyslumynstri. Neytendur gera sífellt meiri kröfur um fjölbreytt vöruúrval og ferskleika en eftirspurnin innanlands eftir flestum landbúnaðarvörum hefur aukist, ekki síst með aukinni umhverfisvitund. En það er fyrst og fremst öll virðiskeðja matvæla sem skiptir máli því það á að skipta neytandann máli hvernig matvæli eru framleidd og við hvaða aðstæður.

„Gul stéttarfélög“

Upp á síðkastið hefur Alþýðusambandið látið sverfa til stáls gagnvart svokölluðum gulum stéttarfélögum. Það er vel hægt að taka undir orð forseta ASÍ í ræðu sem flutt var á formannafundi ASÍ, en hún sagði m.a. að ekki væri ástæða til að lækka laun í íslenskum fataiðnaði af því að það væru lægri laun í Bangladesh. Þetta hafa bændur bent á árum saman.

Krafa um mikinn kaupmátt og ódýr matvæli

Um leið og þess er krafist að kaupmáttur launa á Íslandi sé í hæstu hæðum er þess krafist að matvæli séu ódýr. Með viðskiptasamningum eru íslenskir bændur látnir keppa við bændur í löndum þar sem laun eru mun lægri.

Til upprifjunar má nefna að ASÍ lagði hart að stjórnvöldum árið 2016 að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka á íslenskum vinnumarkaði, en ASÍ hafði fengið sterkar vísbendingar þess efnis að undirboð fóru vaxandi á íslenskum vinnumarkaði, ekki síst hjá erlendum fyrirtækjum sem komu hingað til lands með starfsmenn sína og tengdust stórum samningskeðjum verktaka á byggingamarkaði og við aðrar verklegar framkvæmdir.

Það væri því fróðlegt að vita hvort stærsta launþegahreyfing landsins hefur skipt um skoðun frá því þegar þau hvöttu til lækkunar tolla á búvörum, m.a. með viðskiptasamningi við ESB. En sá samningur hefur lækkað verð til bænda með sambærilegum hætti við það sem samtökin berjast nú um við flugfélög.

Hljóð og mynd
Leiðari 24. júní 2021

Hljóð og mynd

Landbúnaður er ein grundvallar­atvinnu­greina á Íslandi og gegnir mikilvægu hlut...

Bændur óska eftir viðræðum við stjórnvöld um tollamál
Leiðari 16. júlí 2020

Bændur óska eftir viðræðum við stjórnvöld um tollamál

Frá og með 1. júlí síðastliðnum hækkuðu tollar á ákveðnar afurðir af útiræktuðu ...

Ljúkum afgreiðslu samninga
Leiðari 21. júlí 2016

Ljúkum afgreiðslu samninga

Landbúnaður skiptir miklu fyrir íslenskt samfélag. Í fyrsta lagi er hann mikilvæ...

Raunveruleiki eða uppspuni?
Leiðari 12. maí 2016

Raunveruleiki eða uppspuni?

Einn af frambjóðendum í komandi forsetakosningum sagði meðal annars þegar hann k...

Umræðan og veruleikinn
Leiðari 28. apríl 2016

Umræðan og veruleikinn

Stjórnmálalegu uppnámi síðustu vikna virðist ekki lokið þó að ríkisstjórn með ný...

Sviptingar
Leiðari 14. apríl 2016

Sviptingar

Það hefur verið ókyrrð í íslensku samfélagi síðustu vikur. Stjórnmálamönnum geng...

Til framtíðar litið
Leiðari 22. mars 2016

Til framtíðar litið

Útgáfudagur þessa blaðs er síðasti dagur bænda til að kjósa um nýja búvörusamnin...

Gömul og ný umræða um starfsskilyrði bænda
Leiðari 10. mars 2016

Gömul og ný umræða um starfsskilyrði bænda

Nú standa yfir kynningarfundir um búvörusamninga. Búið er að skipuleggja 19 fund...