Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Af íslenskum matjurtum
Mynd / Einar Örn Jónsson
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslenskar matjurtir.

Þó að megnið af uppskerunni úr hefðbundinni útiræktun grænmetis bíði okkar síðsumars eru allnokkrar garðyrkjustöðvar, einkum í ylrækt en einnig í inniræktun í köldum gróðurhúsum, farnar að skarta sínu fegursta í úrvali afurða. Einnig má á stöku stað hjá smáframleiðendum finna fágætar salat- og káltegundir tilbúnar til uppskeru úr útiræktun þetta snemma sumars.

Hér í blaðinu á blaðsíðu 10 er frásögn í máli og myndum af ræktun garðyrkjubænda í Reykjalundi í Grímsnesi sem óhætt er að kalla frumkvöðla í sinni grein. Þau Áslaug Einarsdóttir og Nicholas Ian Robinson hafa þar frá 2014 nær eingöngu stundað milliliðalausa sölu á sínum afurðum til neytenda. Þau notast við áskriftarkerfi þar sem dyggir viðskiptavinir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn fjölda 2,7 kílóa grænmetispoka sem afhentir eru yfir sumartímann. Fyrsta afhendingin er einmitt núna á laugardaginn þar sem von er á ýmsu álitlegu úr bæði inni- og útiræktun.

Bændurnir í Reykjalundi segja að þau hafi enn ekki notið stuðnings frá stjórnvöldum, einfaldlega vegna þess að þau falla ekki inn í ramma úthlutunarreglna – hvorki í inni- né útirækt. Stærð ræktarlands þeirra hefur verið nokkuð undir þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá stuðning. Frá því að þau hófu búskap hafa verið kröfur um að skorið sé upp af einum hektara að lágmarki til að hægt sé að fá jarðræktarstyrk, en með síðustu endurskoðun búvörusamninga var það land minnkað niður í fjórðung hektara. Þau sjá
því smá smugu á því nú að geta fengið svolítinn stuðning í nánustu framtíð með stækkun ræktarlands.

Í Reykjalundi yfir sumartímann eru um 40 tegundir í ræktun, sem hlýtur að vera nálægt Íslandsmeti, en þetta er mögulegt meðal annars vegna þess hversu vel ræktarlandið og gróðurhúsin eru nýtt. En það er einmitt vegna hinnar fjölbreyttu ræktunar á litlu landsvæði sem þau passa svo illa inn í styrkjafyrirkomulagið.

Þau segja að árangur þeirra megi einnig þakka því að þau leggja rækt við jarðveginn í bókstaflegum skilningi, með aðferðum lífrænnar ræktunar, og hafa nú nýlega sótt um vottun á land sitt og afurðir. Einhæf ræktun á fjölda hektara gæfi þó mun meira til búrekstrarins í formi ríkisstyrkja.

Fyrir utan þessar breytingar á garðyrkjusamningi búvörusamninganna sem áður eru nefndar, fengu garðyrkjubændur í raun enga uppfærslu á sínum samningi þrátt fyrir ítrekuð gefin loforð ríkisstjórnarinnar um hvata til aukinnar framleiðslu. Uppskerutölur úr íslenskri garðyrkju gefa til kynna að stöðnun ríki í greininni, svipuð uppskera er að magni og í ræktuðum tegundum frá ári til árs. Hlutfall innlendrar framleiðslu hér í verslunum hefur rýrnað umtalsvert sé litið til síðustu 15 ára og er vel undir 50 prósentum. Útgefnar uppskerutölur ná hins vegar ekki utan um smáframleiðendurna og þá grósku sem þar er, því það talnaefni er tekið saman á forsendum útgreiddra jarðræktarstyrkja.

Bændurnir í Reykjalundi segja að fjárfestingakostnaður fyrir nýja garðyrkjubændur geti verið mjög þungbær, en enginn beinn opinber fjárfestingastuðningur er þar í boði líkt og stjórnvöld hafa innleitt í kornræktinni. Yrkjaprófanir og kynbætur fyrir íslenskar aðstæður í garðyrkjunni þekkjast tæpast.

Slík rannsóknarvinna var endurvakin í kornræktinni á síðasta ári í samhengi við aðgerðaráætlun stjórnvalda um aukna innlenda kornframleiðslu, sem svo var fylgt eftir með fjárfestingastuðningi á þessu ári.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...