Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ég er svín
Skoðun 12. maí 2015

Ég er svín

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kínverska tunglalmanakið er það elsta í heimi og gerir ráð fyrir sextíu ára hring sem skiptist í sex tíu ára skeið, auk þess sem um er að ræða tólf undirflokka.

Rottan er tækifærissinni og fljót að átta sig á aðstæðum. Hefur tilhneigingu til að hamstra og vill helst ekki borga fyrir neitt. Við fyrstu kynni virðast rottur hjálpfúsar en undir yfirborðinu eru þær smásmugulegar.

Nautið er traust, fast fyrir, skipu-lagt og vinnur markvisst að öllu sem það tekur sér fyrir hendur. Tryggur vinur en mjög langrækið. Það er spart á orð en kýs að láta verkin tala, nautið getur verið skapmikið.

Tígurinn er kraftmikill og lifir lífinu til fulls. Leggur sig allan fram við að leysa verkefni og gerir það iðulega af meira kappi en forsjá. Kýs spennu og á það til að vera sjálfselskur og sýna klærnar en getur líka átt til að vera örlátur.

Hérinn er lítið fyrir rifrildi og fer frekar en að standa í orðaskaki. Kurteis og á til að svara því sem hann heldur að viðmælandinn vilji heyra fremur en að segja skoðun sína. Lítið gefnir fyrir sviðsljósið en kjósa að vinna bak við tjöldin.

Drekinn er frumkvöðull og upptekinn af sjálfum sér. Á erfitt með að fylgja reglum en vill að fólk fari eftir því sem hann segir. Ávallt tilbúinn til að hjálpa en stolts síns vegna þarf hann að vinna öll verk sjálfur enda þjarkur til vinnu.

Snákurinn er hrifinn af lífsins lystisemdum og sælkeri. Fésæll og treystir engum og getur verið mjög óvæginn til að ná settu marki. Í ástarmálunum er hann heimtufrekur, á erfitt með að fyrirgefa og gleymir aldrei.

Hesturinn er sívinnandi og hættir ekki við verk í miðju kafi. Fljótur að hugsa en á það til að framkvæma án þess að skoða heildarmyndina. Sjálfsöruggur og metnaðarfullur en hefur lítinn áhuga á því sem aðrir hafa til málanna að leggja.

Geitin er létt í lund, ástrík og örlát og á auðvelt með að aðlagast. Listfeng en ódugleg til verka og þarf því að leggja mikið á sig til að koma áformum sínum í framkvæmd.

Apinn er greindur og á auðvelt með að leysa flóknustu verkefni og notar allar brellur til að koma sér úr erfiðleikum og snúa málunum sér í hag. Vegna sjálfselsku sinnar gleymir apinn oft að hugsa um aðra og áhrif gerða sinna.

Haninn er félagsvera og nýtur sín best við athygli. Öruggur með sig montinn, ákveðinn og með fullkomnunaráráttu. Kann ekki að ljúga og leggur því öll spilin á borðið.

Hundurinn er greindur, áreiðan-legur og með ríka réttlætiskennd. Tryggur og reiðubúinn að hlusta á vandamál annarra. Duglegir til vinnu en hafa lítinn áhuga á auðsöfnun, þeim finnst gott að slappa af milli verka.

Svínið er heiðarlegt, örlátt og vinur allra. Lítið gefið fyrir orðaskak og fljótt að gleyma og trúir engu slæmu á aðra. Á það til að ofdekra sjálft sig og eyða öllu í munað og þægindi og helst vill það deila munaðinum með öðrum.

Skylt efni: Stekkur | Kína

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...