Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum
Mynd / Bbl
Skoðun 3. júní 2020

Áríðandi upplýsingar varðandi tjón á túnum

Höfundur: Bjarni Jónasson
Árið 2019 hófust greiðslur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa skv. reglugerð 1260/2018 um almennan stuðning við landbúnað. Ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga frá því í nóvember 2018 náði til tveggja ára, og því verður sama fyrirkomulag fyrir árið 2020.
 
Þótt stórir gæsaflotar sjáist nú í túnum víða um land, þá hafa engar tjónaskýrslur ennþá skilað sér inn í Bændatorgið fyrir árið 2020. Í fyrrnefndri reglugerð segir að „framleiðendur skuli skila inn rafrænni tjónaskýrslu um leið og tjóns verði vart í opinbert skráningakerfi, þó eigi síðar en 20. október á því ári sem tjón verður“. Eftir að tjón hefur verið tilkynnt fá úttektaraðilar tilkynningu og skulu þeir taka út tjón í samræmi við 14. gr. reglugerðarinnar og samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
 
Það er mjög brýnt að þeir bændur sem verða fyrir tjóni af völdum ágangs álfta og gæsa tilkynni strax þegar tjóns verður vart á þeirra ræktarlandi. Ef langur tími líður frá tjóni og fram að tilkynningu getur verið mjög erfitt að meta umfang tjónsins og ekki víst að tjónaskýrslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi greiðslur í reglugerðinni og samningum við úttektarmenn.
 
Að lokum er vert að minnast á að skráning bænda eru einu gögnin sem stjórnvöld og stofnanir hafa til að átta sig á umfangi tjóns af völdum álfta og gæsa. Ef bændur eru duglegir við að skrá inn tjón er það til þess fallið að varpa ljósi á vandann og styðja við frekari aðgerðir. Mjög erfitt er að rökstyðja aðgerðir þar sem engin gögn liggja að baki. Út frá skráningu síðustu ára mætti ætla að vandamálið sé ekki stórt, en margir eru því sjálfsagt ósammála. 
 
Bjarni Jónasson
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn