Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Út fyrir sviga
Af vettvangi Bændasamtakana 26. janúar 2023

Út fyrir sviga

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök sem rekin eru í þágu félagsmanna sinna, íslenskra bænda. Hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna atvinnugreinarinnar og fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum íslensks landbúnaðar.

Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands

Á vettvangi samtakanna er alla jafna rætt almennt um fyrirætlanir stjórnvalda um að leggja íþyngjandi kvaðir á atvinnugreinina, svo sem hertar kröfur um aðbúnað, gjaldtöku og leyfisveitingar, enda hafa slíkar ákvarðanir óhjákvæmilega áhrif á framleiðslukostnað þegar til lengri tíma er litið. Þá skal á það bent að bændur eru í langflestum tilvikum verðþegar, enda hafa þeir sem hrávöruframleiðendur engin áhrif á verð á markaði. Bændur, líkt og aðrir atvinnurekendur og launafólk, hafa mikla hagsmuni af því að verðhækkanir séu með þeim hætti að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Þannig er það mikilvægt að fram fari upplýst umræða um áhrifaþætti sem geta leitt til áskorana innan atvinnugreinarinnar, séu þeir til staðar.

Það sætir því ákveðinni furðu þegar hagsmunasamtök stórkaupmanna berja sér á brjóst með forkólfum verkalýðshreyfinga þar sem óskað er eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir einhliða lækkun eða niðurfellingu tolla í þágu neytenda og launafólks þegar tollverndin er hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins og takmarkalaus innflutningur gæti vel kaffært þeirri starfsemi sem nú er stunduð úti um allt land.

Þyngri róður og aukin fjárfesting

Á vef Hagstofu Íslands má sjá að 2.987 manns eru starfandi í landbúnaði. Afleidd störf eru ívið fleiri. Á Hagstofuvefnum eru einnig birt rekstrar- og efnahagsyfirlit búa sem byggja á skattgögnum. Þar má sjá t.a.m. að launaliðurinn vegur minna í búfjárræktargreinunum, um 19- 20%, en í viðskiptahagkerfinu í heild, þar sem hann nemur 23%, en mun þyngra í garðyrkju, eða um 36%. Annar rekstrarkostnaður vegur þyngra í landbúnaði en í öðrum atvinnugreinum, en þar fellur undir sölukostnaður, stjórnunarkostnaður, húsnæðiskostnaður, viðhald og fleira.

Þá verður ekki framhjá því litið að ýmsar ákvarðanir stjórnvalda hafa gert það að verkum að bændur hafa þurft að leggjast í viðamiklar breytingar á búrekstri sínum. Þannig má til dæmis nefna að samkvæmt skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur kostnaður við endurnýjun húsa í svínarækt haft í för með sér aukinn kostnað upp á allt að 3 milljarða fyrir búgreinina og er þá ótalinn sá kostnaður sem fylgir töfum í regluverkinu, þ.e. í tengslum við umhverfimat, skipulagsmál og aðkeypta aðstoð sérfræðinga. Regluverkið og einföldun þess hefur þó í raun einungis verið slagorð sem gripið hefur verið til í aðdraganda kosninga, í öllu falli er undirrituðum ekki kunnugt um að slík vinna sé í farvatninu eða að það dragi brátt til tíðinda í þeim efnum.

Það sem Sigmar Vilhjálmsson sagði

En það er ýmislegt annað sem hægt er að gera til að efla atvinnugreinina. Leyfi ég mér hér að vísa til áhugaverðrar greinar frá Sigmari Vilhjálmssyni, samfélagsrýni og forstjóra Munnbitans, undir yfirskriftinni „Ríkisstjórnin á leik“ sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 20. janúar sl. Í grein sinni fer Sigmar yfir það hvernig hugsanlega væri hægt að koma í veg fyrir að launahækkanir skili sér út í hærra verðlag. Þannig leggur Sigmar til að ákjósanlegur kostur sem vert væri að staldra við væri leiðrétting á tryggingargjaldi, sem væri góð ráðstöfun og kæmi til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að sporna gegn verðhækkunum. Ég verð að segja að þetta telur undirritaður álitlegri og skynsamari leið, sem sannanlega myndi skila ábatanum beint til neytenda og launþega – án þess að fórna viðskiptahagsmunum Íslands þegar kemur að gerð tolla- og fríverslunarsamninga.

Sami aðili hefur talað mikið um lítil og meðalstór fyrirtæki, sem ég tel að séu burðarásinn í atvinnulífinu á Íslandi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru skilgreind sem fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn með innan við 6,5 milljarða í ársveltu. Talið er að um 90% af öllum fyrirtækjum landsins, að einyrkjum meðtöldum, falli undir þessa skilgreiningu og þar á meðal eru bændur. Því sætir það ákveðinni furðu, líkt og ég minntist á hér í upphafi þessa leiðara, að verkalýðshreyfingin taki skortstöðu gegn einni atvinnugrein umfram aðrar.

Er pláss fyrir fleiri?

Áhugi ungs fólks á landbúnaði hefur aukist síðustu ár, og þá hefur meðbyr með landbúnaði aldrei verið meiri. Bændum hefur eftir sem áður farið fækkandi. Kjör bænda hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og sérstaklega í tengslum við fordæmalausar hækkanir á aðföngum og áburði sem nú ætti að sjá jöfnun á. En þá velti ég því fyrir mér hvort landbúnaðarframleiðslan eigi eingöngu að fullnægja innlendum þörfum? Við hljótum að vera öll sammála um það að svo sé ekki. Því vitanlega er og verður ekki pláss í greininni ef það er einungis markmiðið að fullnægja innanlandsþörfum. Nauðsyn er á að fjölga störfum í landbúnaði, bú þurfa að stækka og eiga blönduð bú mesta möguleika til þess að auka við tekjur sínar. Það er okkar tækifæri til þess að sporna gegn því að atvinnugreinin þurfi að sæta því ítrekað að vera tekin út fyrir sviga.

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...

MAST og dýravelferð
Lesendarýni 13. mars 2023

MAST og dýravelferð

Eins og kunnugt er, er Matvælastofnun (MAST) opinber eftirlitsaðili með dýravelf...

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli
Lesendarýni 8. mars 2023

Um sölu á ljósleiðaranetum í dreifbýli

Fjarðabyggð hefur auglýst til sölu ljósleiðarakerfi (væntanlega ljósleiðaranet) ...

Gróðurhús í grænum skólum
Lesendarýni 8. mars 2023

Gróðurhús í grænum skólum

Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ en hann tók til starfa...

Ferhyrnt fé
Lesendarýni 7. mars 2023

Ferhyrnt fé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala
Lesendarýni 6. mars 2023

Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala

Munur er á flutningskerfi raforku og dreifikerfi, og við bætist sölukerfi. Hvað ...

Sannleikurinn er sagna bestur
Lesendarýni 3. mars 2023

Sannleikurinn er sagna bestur

Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 segir: „Norðurál notar 100% endurný...