Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stóru málin
Af vettvangi Bændasamtakana 13. janúar 2023

Stóru málin

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda.

Það er ágætur siður í upphafi árs að fara yfir það sem er liðið. Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda sem var haldið í mars 2022 var sleginn ákveðinn taktur fyrir starf deildarinnar.

Trausti Hjálmarsson.

Þar var fyrst og fremst lögð áhersla á tvö mál; annars vegar stöðvun á tilfærslu greiðslumarks og hins vegar afkoma sauðfjárbænda.

Stöðvun á tilfærslu greiðslumarks hafnað af ráðherra

Á búgreinaþingi 2022 kom enn og aftur fram skýr vilji bænda til að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun greiðslumarks um áramótin 2022- 2023. Stjórn búgreinardeildarinnar fylgdi málinu eftir við ráðherra matvæla með erindi sem sent var inn til ráðuneytisins 6.apríl. Ráðuneytið gaf svo færi á samtali um erindið 22. ágúst.

Á þeim fundi komu forsvarsmenn búgreinardeildarinnar fram skýrum vilja bænda og deildarinnar til að stöðva niðurtröppun greiðslumarks. Ráðuneytið taldi ekki þörf á að verða við þessari beiðni bænda að svo stöddu. Verkefni stjórnar í framhaldinu var að vinna frekari greiningar á áhrifum niðurtröppunar og færa ráðuneytinu frekari rök fyrir skýrri kröfu sinni. Það er skemmst frá því að segja að ráðuneytið féllst ekki á rök bænda í málinu, erindinu var hafnað og lá sú niðurstaða fyrir í október.

Stjórn deildarinnar ákvað í framhaldinu að skoða heimildir framkvæmdanefndar búvöru- samninga til að færa á milli liða innan samnings. Það er skilningur Bændasamtakanna að framkvæmdanefndin hafi skýra heimild til að færa á milli liða allt að 20% á ári hverju en ekki megi færa af beingreiðslum út á greiðslumark. Aftur á móti megi færa af öðrum liðum yfir á beingreiðslur út á greiðslumark.

Á fundi framkvæmdanefndar búvörusamninga sem var haldinn 14. desember 2022 kom fram sá skilningur ríkisins að ekki sé heimilt að færa af öðrum liðum yfir á greiðslumark. Á öðrum fundi framkvæmdanefndar sem var haldinn 21. desember 2022 lagði ríkið fram lögfræðiálit túlkun sinni til stuðnings. Þessi niðurstaða er þvert á skilning bænda og Bændasamtakanna. Ljóst er að upp er kominn ágreiningur um framkvæmd samningsins.

Bændasamtökin sendu í framhaldinu kröfu á ráðuneyti matvæla sem og ráðuneyti fjármála dags. 28.12 2022 þar sem farið er fram á að gerðardómur kveði upp dóm í málinu. Skýrt er í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar að gerðardómur skeri úr um ágreining um framkvæmd samnings. Bændasamtökin hafa tilgreint Þórð Bogason hæstaréttarlögmann sem sinn fulltrúa í gerðardóm og lagt til að Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis verði oddamaður í gerðardómi.

Stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda telur nauðsynlegt að skorið verði úr um þetta fyrir endurskoðun sauðfjársamnings. Það er best fyrir báða samningsaðila.

Afurðaverð hækkar en afkoman ennþá óviðunandi

Afkoma sauðfjárbænda var til umfjöllunar á búgreinarþingi sauðfjárbænda og komu fram miklar áhyggjur þingfulltrúa af stöðu greinarinnar. Áherslur búgreinardeildarinnar um mannsæmandi afkomu birtust bændum og afurðastöðvum strax síðastliðinn vetur af miklum krafti. Margar greinar voru skrifaðar, eyrum fjölmiðla náð, sauðfjárbændur fengu kærkomna áheyrn og jákvæða. Það var ljóst að verulegra breytinga var þörf, ef ætti að vera grundvöllur fyrir áframhaldandi framleiðsluvilja sauðfjárbænda. Ríkið brást við alvarlegri stöðu landbúnaðar með góðri innspýtingu fjármagns til að koma til móts við verulegar aðfangahækkanir í búrekstri.

Var það mikilvægt skref og lýsti skilningi ríkisins á alvarlegri stöðu landbúnaðarins.

Þegar kom að sláturtíð höfðu talsverðar breytingar átt sér stað. Afurðastöðvar í kjötiðnaði höfðu allar birt verð til bænda talsvert fyrr en undanfarin ár. Endanleg niðurstaða varð 35,5% leiðrétting á verði til sauðfjárbænda að meðreiknuðum álagsgreiðslum. Þess má jafnframt geta að nú í desember boðaði Sláturfélag Suðurlands svo 5% uppbótargreiðslur á allt innlegg síðasta árs. Það er kærkomin viðbót og gefur tóninn fyrir aðrar afurðastöðvar að gera betur við sína innleggjendur.

Rétt er að taka fram að framkomnar verðhækkanir á afurðaverði tryggja sauðfjárbændum ekki viðunandi afkomu, en eru engu að síður nauðsynleg leiðrétting og gott skref í áttina að sanngjarnri afkomu okkar sauðfjárbænda.

Þegar horft er á sölutölur til 1. desember 2022 þá gefa þær fullt tilefni til bjartsýni. Salan virðist hafa haldið sér og markaðurinn tekið við þeim verðbreytingum sem urðu á sauðfjárafurðum á nýliðnu ári. Birgðir eru um 1.000 tonnum minni en voru á sama tíma fyrir ári. Ljóst er að með áframhaldandi ferðamannstraumi til landsins og réttri markaðssetningu á okkar góðu afurðum þá er ekki ástæða til annars en að ætla að afkoma bænda styrkist enn frekar á nýju ári.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...