Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Staða og mikilvægi eggjaframleiðslu á Íslandi
Mynd / Siora Photography - Unsplash
Af vettvangi Bændasamtakana 11. nóvember 2024

Staða og mikilvægi eggjaframleiðslu á Íslandi

Höfundur: Halldóra Kristín Hauksdóttir, formaður búgreinadeildar eggjabænda

Eggjaframleiðsla á Íslandi gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með því að sjá landsmönnum fyrir næringarríkum og heilnæmum matvælum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir

Með auknum áhuga á íslenskri framleiðslu og heilsusamlegri afurð hefur eggjaneysla aukist töluvert á síðustu árum. Íslensk egg eru gæðavara og framleidd í samræmi við ströngustu staðla um dýravelferð og hollustuhætti, sem við framleiðendur erum stolt af.

Hvað skiptir mestu máli fyrir eggjaframleiðendur í búvörusamningum?

Við gerð nýrra búvörusamninga er afar mikilvægt að horft sé til eggjaframleiðslunnar sem sérstakrar búgreinar og að tryggt sé að við getum uppfyllt þarfir neytenda á Íslandi. Til þess að standa undir aukinni eftirspurn, bæta húsakost og aðlaga okkur að breyttum kröfum um dýravelferð og hollustuhætti, þá er það algjört réttlætismál að sömu kröfur séu gerðar varðandi aðbúnað og hollustuhætti við framleiðslu erlendra eggja, séu þau flutt inn. Þá þarf að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll, meðal annars með tollvernd.

Skilaboð til nýrra alþingismanna

Alþingismenn, sem taka þátt í að móta framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu, ættu að hafa í huga mikilvægi eggjaframleiðslu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Framleiðendur hafa staðið í miklum og dýrum framkvæmdum til þess m.a. að uppfylla kröfur um dýravelferð. Það eru krefjandi áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og því er mikilvægt að alþingismenn veiti okkur nægan stuðning, svo við getum tryggt landinu heilnæma og örugga matvöru um ókomna tíð. Eggjaframleiðsla, eins og aðrar landbúnaðargreinar, þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, því myndu skammtíma tollalækkanir, eins og sumir kalla eftir, einungis vinna gegn greininni.

Ef ráðamenn meina eitthvað með því sem þeir segja á tyllidögum og lýsa yfir stuðningi íslensks landbúnaðar, þá verða menn að tryggja landbúnaðinum eðlileg rekstrarskilyrði.

Staða eggjamarkaðarins – umræða um eggjaskort

Athyglisverð umræða hefur sprottið upp undanfarið um eggjaskort á markaðnum. Ég vil nota tækifærið til að upplýsa almenning um ástæðurnar að baki, en aðalorsök þessa skorts liggur ekki í framleiðsluvanda heldur í umfangsmiklum breytingum sem bændur hafa þurft að ráðast í, m.a. vegna nýrra reglugerða sem skylda þá til að breyta hefðbundnu búreldi í lausagönguhús. Þetta er mikilvægt skref í átt að aukinni dýravelferð, en ferlið hefur tekið tíma, m.a. vegna skipulagsmála og annarra ytri þátta sem tafið hafa framkvæmdir, sem bændur bera ekki ábyrgð á.

Einnig hefur íbúafjölgun og aukin neysla á mann haft áhrif á markaðinn og ýtt undir aukna eftirspurn. Við leggjum því mikla áherslu á að eggjaframleiðsla muni ná jafnvægi á næstu vikum og áætla ég að eggjaframleiðsla muni aukast á næstu mánuðum það mikið að nægilegt framboð verði á eggjum á markaðnum.

Benda má á að eggjaframleiðendur geta ekki haft samráð um framleiðsluáætlun og sölu eggja vegna samkeppnislaga, öfugt við það sem tíðkast í mörgum okkar nágrannalöndum þar sem eggjasamlög hafa yfirsýn yfir framboð og eftirspurn.

Við eggjaframleiðendur á Íslandi viljum tryggja neytendum gæðavöru sem framleidd er af ástríðu og umhyggju. Þó að áskoranir séu til staðar, er okkar markmið að halda uppi stöðugri og traustri framleiðslu fyrir íslenskan markað. Með réttri stefnumótun og stuðningi frá yfirvöldum getum við áfram staðið undir þeirri ábyrgð að næra þjóðina með nægu magni af heilnæmum eggjum.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...