Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
F.v.: Sæmundur Sveinsson, Zhibo Hamborg, Helgi Jóhannesson, Sissel Haugslien, Gunnar Þorgeirsson, Dag-Ragnar Blystad, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Axel Sæland og Morten Rasmussen.
F.v.: Sæmundur Sveinsson, Zhibo Hamborg, Helgi Jóhannesson, Sissel Haugslien, Gunnar Þorgeirsson, Dag-Ragnar Blystad, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Axel Sæland og Morten Rasmussen.
Af vettvangi Bændasamtakana 14. febrúar 2024

Með kartöflur á heilanum

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.

Í Noregi er mikil þekking í vefjaræktun kartaflna og er þar viðhaldið tæplega 400 yrkjum, 4 sinnum á ári. Þó svo að plantan sé ekki mikið stærri en 20 cm og í grönnu tilraunaglasi þá er mikil vinna sem fer í það að viðhalda hverju yrki í hvert sinn.

Vefjaræktaðar kartöflur í tilraunaglasi.

Í Noregi er óheimilt að flytja inn kartöfluútsæði erlendis frá og hafa þeir skapað sér mikla sérstöðu í þessum málum. Má því segja að mikilvægi hreinna, veiru- og sjúkdómslausra kartöfluyrkja er mikið fyrir okkur Íslendinga þar sem málefni fæðuöryggis þjóðarinnar hefur sjaldan verið jafn umtalað í okkar samfélagi.

Nú í janúar fór 5 manna sendinefnd frá Íslandi til að kynnast þessu nánar. Voru það formaður BÍ, Gunnar Þorgeirsson, formaður Deildar garðyrkjubænda, Axel Sæland, sérfræðingur á skrifstofu BÍ, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, ráðunautur RML í garðyrkju, Helgi Jóhannesson og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðagreiningu hjá Matís.

Í Noregi var farið á tvo staði sem vinna að rannsóknum og fjölgun á kartöfluyrkjum. Annars vegar fyrirtækið Graminor AS sem staðsett er í Ridabu, tæpa tvo klukkutíma norður af Osló, og hins vegar NIBIO í Ås, þrjátíu mínútur suður af Osló.

Þessir staðir voru ólíkir en gífurlega fróðlegt að heimsækja þá báða. Graminor AS er staðsett á fallegum stað í norskri sveitasælunni og er þar rekið tilraunabú sem sérhæfir sig í fjölgun og ræktun heilbrigðra plantna á borð við korn, kartöflur og fóðurplöntur og hafa þau til þess í kringum 100 hektara svæði. Þar er verið að rannsaka og þróa yrki fyrir ákveðin landsvæði í Noregi en getur það tekið milli 10 og 20 ár að þróa nýtt yrki að plöntum.

Hjá NIBIO, sem er norska lífhagfræðistofnunin, fer fram faglegt rannsóknarstarf með þeirra helstu sérfræðingum á sviði plöntuerfðafræði, plöntusjúkdóma og vefjaræktunar. Hjá þeim er yfir 100 ára þekking á fjölgun veiru- og sjúkdómslausra kartöfluyrkja og hafa þau tæplega 400 yrki á sinni ábyrgð.

Gunnar Þorgeirsson, Axel Sæland, Sæmundur Sveinsson, Hans Arne Krogsti, Helgi Jóhannesson og Anja Haneberg í heimsókn hjá Graminor AS.

Bæði hjá Graminor og hjá NIBIO var vel tekið á móti okkur og sköpuðust dýrmætar tengingar, vilyrði um samvinnu ásamt því að gefa okkur innsýn inn í faglegt starf Norðmanna á þessu sviði. Er því óhætt að segja að við sem í þessa ferð fórum horfum full bjartsýni til komandi tíma í málefnum kartöflunnar hér á landi. Undirrituð er að minnsta kosti með kartöflur á heilanum.

Skylt efni: Kartöflur | kartöflurækt

Leshópar – Jafningjafræðsla
Lesendarýni 16. janúar 2025

Leshópar – Jafningjafræðsla

Ein yngsta grein landbúnaðar hér á landi er skógrækt. Bændur vítt og breitt um l...

Gervivísindi og fataleysi?
Lesendarýni 15. janúar 2025

Gervivísindi og fataleysi?

Lengi hef ég fylgst allnáið með þróun mála í fiskveiðum, stjórn þeirra, ráðgjöf ...

Strengdir þú nýársheit?
Lesendarýni 10. janúar 2025

Strengdir þú nýársheit?

Samkvæmt 4.000 ára gamalli hefð sem hófst í Babýlóníu, tíðkast í dag víða um hei...

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám
Lesendarýni 8. janúar 2025

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám

Síðastliðinn vetur vann Arev álitsgerð fyrir Landssamband veiðifélaga um gildand...

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...