Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Léttleikandi sumarstemning
Af vettvangi Bændasamtakana 19. júlí 2023

Léttleikandi sumarstemning

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Á þessum tíma árs eru bændur um land allt að uppskera eftir annir vorverkanna. Misjafnt tíðarfar á landinu hefur sett svip sinn á uppskeru í magni og gæðum.

Gunnar Þorgeirsson

Á austan- og norðanverðu landinu hafa bændur verið heldur fyrr að uppskera af túnum sínum og ökrum en sunnan heiða eftir ansi blautt og kalt vor og eru því heldur seinni með sína uppskeru en undanfarnar tvær vikur hafa gert heilmikið og þeir bændur eru því komnir fulla ferð áfram í sínum verkum.

Ég vona að bændur verði sæmilega settir með afurðir til vetrarins en það verður fróðlegt að fylgjast með kornvexti þegar kemur að uppskerutíma á þeim afurðum, þar sem margir hafa stokkið á „kornvagninn“ og nýtt sér fyrirframgreiðslu sem matvælaráðherra lagði til á vordögum. Samtals fá 48 bú fyrirframgreiðslu sem samanlagt eru með 1.048 hektara lands í kornrækt.

Afurðaverð

Mikið hefur verið rætt um afurðaverð til bænda undanfarin misseri. Þar hafa Bændasamtökin mestar áhyggjur af framleiðslu á nautakjöti þar sem þróun verðlags á afurðum til bænda hafa ekki staðið undir þróun á framleiðslukostnaði, en einnig hefur magn innflutts nautakjöts aukist verulega. Það sem af er ári er vöxturinn á heildarmarkaðinum rúmlega 4% ef innflutningur er leiðréttur fyrir beini. Þegar hlutföllin eru skoðuð nánar sést að innlend sala hefur dregist saman um tæp 9,5% á meðan innflutningur nautakjöts hefur aukist um rúmlega 60% þessa fyrstu 5 mánuði ársins borið saman við fyrstu 5 mánuði ársins 2022. Þessi staða er verulegt áhyggjuefni, sérstaklega þar sem mikið hefur verið rætt um fæðuöryggi og nauðsyn þess að vera sjálfbær í framleiðslu landbúnaðarafurða. En hvað er til ráða? Ráðherra hefur gefið skýr skilaboð um að ekki verði um frekari stuðning við framleiðslu við endurskoðun búvörusamninga. Þá er einnig beðið eftir upplýsingum frá ráðherra utanríkismála hver staða endurskoðunar á samningi við Evrópusambandið sé um innflutningskvóta eftir útgöngu Breta úr sambandinu, þar er ekki mikið að frétta. Ef til vill er best að bíða eftir loforðaflaumnum þegar kemur að næstu kosningabaráttu.

Bændafundir

Við hlökkum til að taka samtalið um okkar helstu áherslu mál nú seinni partinn í sumar en þá er á dagskrá fundaröð stjórnar og starfsfólks Bændasamtakanna með bændum en fyrsti fundur verður þann 21. ágúst næstkomandi.

Hvet ég alla bændur til að kynna sér fundarstaði og tíma og vona ég að við sjáum sem flesta dagana 21. ágúst til 25. ágúst.

Njótið sumarsins!

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn
Lesendarýni 12. júní 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn

Í Bændablaðinu miðvikudaginn 24.4. 2024 er viðtal við Jón Kristinsson umhverfisa...

Framtíð veiða með botnvörpu?
Lesendarýni 11. júní 2024

Framtíð veiða með botnvörpu?

Fyrir nokkrum vikum birtist í National Geographic grein sem byggir á viðamikilli...

Hrossaræktin á fljúgandi ferð
Lesendarýni 10. júní 2024

Hrossaræktin á fljúgandi ferð

Þegar ég var í búfræðinámi á Hvanneyri voru heilmikil átök um stefnuna í hrossar...

Saga af forystusauðnum Meistara
Lesendarýni 7. júní 2024

Saga af forystusauðnum Meistara

Árið 2013 fæddust hér á Grindum í Deildardal tvö hrútlömb af forystukyni, voru þ...

Stórkostlegt hugvit fyrir blinda
Lesendarýni 6. júní 2024

Stórkostlegt hugvit fyrir blinda

Það er í frumeðli mannsins að finna nýjar leiðir og lausnir til að einfalda og b...

Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála
Lesendarýni 6. júní 2024

Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála

Ítarlegt álit umboðsmanns Alþingis, dagsett 11. október 2022, fjallaði um aldaga...

Um ágang
Lesendarýni 5. júní 2024

Um ágang

Í tilefni af umræðu að undanförnu, m.a. greinarskrifum í Bændablaðið, er rétt að...

Land tækifæranna um land allt
Lesendarýni 4. júní 2024

Land tækifæranna um land allt

Á ferðum mínum um landið heyri ég reglulega af einstökum hugmyndum fólks sem far...