Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Handbók hugans og hugsanaskekkjur
Af vettvangi Bændasamtakana 29. júní 2023

Handbók hugans og hugsanaskekkjur

Höfundur: Halla Eiríksdóttir, stjórnarmaður BÍ, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi.

Þegar við kaupum okkur tæki eða búnað fylgir því iðulega handbók og þar má gjarnan finna leiðbeiningar um hvernig laga beri algengar villur eða „error“ eins og það er oft nefnt.

Halla Eiríksdóttir

Lausnin felst í að þekkja kóða eða skammstöfun svo græjan virki sem skyldi. Í sumum tilvikum nægir einfaldlega að endurræsa tækið. Hugurinn okkar virkar með samsvarandi hætti, við erum ekki ólík vélbúnaði þegar kemur að hugsunum og viðbrögðum. Vaninn gerir það að verkum að við bregðumst alltaf við á sama hátt, þannig að viðbragð okkar verður kerfisbundið.

Þegar við tökumst á við hindranir gerir viðbragð okkar oft að verkum að við festumst í viðjum vanans, sem er vel þekkt í móðurmálinu. Orsakasamhengi er á milli sjálfvirkra neikvæðra hugsana og vanlíðanar og oft skiljum við jafnvel ekki hvers vegna okkur líður svona því við sjáum ekki orsakasamhengið. Þetta eru eins konar kerfisvillur sem koma í veg fyrir að sálarástandið virki sem best og okkur líði vel. Hversu gott væri ef við hefðum handbókina við hendina til að leysa úr þessum villum?

Endurræsingu á kerfinu má líkja við hugræna atferlismeðferð þar sem við beitum nýjum aðferðum til að uppræta sjálfvirkar neikvæðar hugsanir. Finna má ógrynni af sjálfhjálparbókum sem ætlað er að auðvelda okkur lífið en stundum nennir maður bara ekki að lesa allt þetta efni. Fyrsta skrefið felst í að greina vandann til að geta unnið að lausn. Fyrir þá sem eru þannig þenkjandi þá gæti einföld handbók algengustu hugsanaskekkja nýst þeim til að greina vandann út frá eftirfarandi:

  • Allt eða ekkert. Hvert verk þarf
    að vera fullkomið og okkur hefur mistekist ef það gengur ekki eftir. Við leggjum því af stað vitandi að við munum mögulega aldrei standast eigin væntingar. Þetta er skylt því þegar við berum okkur saman við aðra, en erum jafnvel óafvitandi, að bera okkar veikleika saman við styrkleika annarra og úr verður ósanngjarn samanburður sem kallar fram neikvæðar hugsanir.
  • Óréttmætar alhæfingar sem við beitum þegar við teljum að eitt atriði eða atburður staðfesti að allt sé ómögulegt eða glatað í stað þess að tengja það við einstakt tilfelli.
  • Að hugsa með neikvæðum huga og horfa á sama tíma í gegnum þröngt rör lýsir sér þannig að við horfum með neikvæðum hætti á mjög þröngt viðfangsefni og sjáum hvorki heildarmyndina né lausnir.
  • Hugsanalestur og hrakspár eru dæmi um skyndiákvarðanir sem við tökum án þess að hafa kynnt okkur málið en teljum okkur vita að hlutirnir endi illa eða teljum okkur vita hvað aðrir eru að hugsa.
  • Að hallast að hörmungarhyggju er þegar við blöndum saman hrakspám og ýkjum þannig að hugur okkur telur að afleiðingarnar verði svo hræðilegar að við munum ekki ráða við það.
  • Sjálfsásökun er mjög algeng hugsanaskekkja og kallar oft fram sektarkennd. Við teljum okkur ábyrg fyrir hlutum sem eru ekki á okkar valdi og erum jafnvel sannfærð um að atburðarásin hverfist um okkur án þess að hún geri það.
  • Við setjum okkur boð og bönn sem eins konar gildi fyrir okkar tilveru en yfirfærum þau yfir á aðra og bregðumst illa við þegar þau eru brotin af öðrum, bregðumst við með reiði og ósanngirni með framgöngu annarra.

Ofantaldar hugsanaskekkjur eru bara nokkur dæmi um það sem getur auðveldlega farið úrskeiðis hjá okkur en eru lítt hjálplegar til að njóta dagsins og lífsins.

Áhugasömum um leiðir til að bæta sitt geð með hugrænni atferlismeðferð er bent á efni sem Reykjalundur hefur gefið út og er aðgengilegt á vefnum.

Skylt efni: bændageð

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...