Engin vonaraugu mæna upp á mig í dag
Af vettvangi Bændasamtakana 7. nóvember 2025

Engin vonaraugu mæna upp á mig í dag

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.

Ég veit í raun ekki hvar skal byrja en ég ætla að reyna. Ég ætla þó ekki að reyna að rekja vörugjaldaminnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, hvað þá nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins – og allra síst ætla ég að reyna að gera frumvarpsdrögum atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögunum skil. Mér er það einfaldlega lífsins ómögulegt að reyna að rekja ítarlega umsögn Bændasamtakanna um drögin og ætla ekki einu sinni að gera heiðarlega tilraun til þess. Hins vegar ætla ég að taka hatt minn ofan fyrir innviðaráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, fyrir það að draga til baka reglugerðardrög er hefðu skikkað bændur til að taka meirapróf fyrir það eitt að aka dráttarvél. Takk, Eyjólfur, fyrir að hafa hlustað á bændur, röksemdir þeirra og festu – slíkt er til eftirbreytni.

Nú eru tveir dagar liðnir af hringferð stjórnar Bændasamtakanna um landið, fimm fundir búnir af fjórtán talsins. Umræður á þeim fundum sem eru búnir hafa verið góðar. Þrautseigja og seigla bænda er mikil. Störf bænda eru að miklu leyti háð ákveðnum ytri aðstæðum, til að mynda veðurfari, sjúkdómum, uppskeru, tíðarfari, ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni – hvort sem er með stuðningi, reglugerðum, lögum, tilmælum og eftirliti eða einfaldlega boðuðum breytingum. Þar að auki eru skilin milli vinnu og daglegs lífs bænda – sem getur óneitanlega ýtt undir streitu og vanlíðan – óljós.

Í þessu skyni langar mig sérstaklega að benda á rannsókn sem gerð var fyrir Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur árið 2024 og varðar líðan og seiglu íslenskra bænda. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru meðal annars þær að bændur upplifi að jafnaði meiri streitu og andlega vanlíðan en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Af hverju fer ég að hugsa um þetta núna? Jú, vegna þess að margt hefur dunið á landbúnaðinn, og þar með bændur, undanfarnar vikur – hvort sem um ræðir riðutilfelli eða boðaðar breytingar sem beint er hægt að rekja til fyrirætlana stjórnvalda. Það er kannski engin tilviljun að vera nú stödd í Reykjadal í Þingeyjarsveit, þar sem Sigurður Vilhjálmsson (1880–1948), bóndi í Máskoti, orti Niðurskurðarvísur á árum mæðiveikinnar. Hver sá bóndi sem hefur átt – en síðan misst eða jafnvel verið hræddur um að missa – getur ef til vill fundið sig í vísum Sigurðar nú rúmum 76 árum seinna.

„Einhver vöntun, svo ég segi
satt og rétt til alls,
dregur mig á vanans vegi
að vitja húss og stalls.
Engar slóðir uppi í heiði
ýfa mjallartraf;
jafnvel snjórinn er í eyði
allt að dyrastaf.
Engin hlust mitt skóhljóð skilur,
skipt er nú um hátt.
Dauðaþögn og enginn ylur
ilms í hálfri gátt.
Hér er engri önn að ljúka
engu að koma í stand,
aðeins rétt að stansaog strjúka
stoð og jötuband.
Tilgangslaust að teygja græna
tuggu í garðalag,
engin vonaraugu mæna
upp á mig í dag.“

Ég er bara heiðarlega hugsi yfir vísu Sigurðar og hvort hún gæti mögulega átt við að einhverju leyti í dag þar sem sífellt er verið að sækja að fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi bænda. Varla viljum við enda þar að engin vonaraugu mæni – upp á mig í dag.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...