Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Efnahagslegur veruleiki í takt við aðrar stéttir!
Af vettvangi Bændasamtakana 4. janúar 2024

Efnahagslegur veruleiki í takt við aðrar stéttir!

Höfundur: Reynir Þór Jónsson, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.

,,Bændur búa ekki í sama efnahagslega veruleika og aðrir íbúar þessa samfélags og það gengur ekki.“

Reynir Þór Jónsson.

Þetta er bein tilvitnun í orð matvælaráðherra sem féllu á dögunum og birtust í fjölmiðlum. Skýrsla ráðuneytisstjórahópsins sem birt var nýlega staðfesti þessa fullyrðingu ráðherra og staðfesti jafnframt þann málflutning sem Bændasamtökin hafa haldið á lofti nær allt þetta ár um afkomuvanda kúabænda.

Skýrslan sýnir að staðan í mjólkurframleiðslu er grafalvarleg en þar kemur skýrt fram að áætlað er að greinin í heild skili tapi á árinu 2023, sem bætist við óviðunandi afkomu á síðustu árum. Það er einfaldlega staðan sem ríkisstjórnin er núna búin að staðfesta. Því miður er fátt sem bendir til að fjármagnskostnaður og fleiri gjaldaliðir í rekstri kúabúa lækki sem einhverju nemi á næstu mánuðum eða jafnvel árum. Það kom því vægast sagt á óvart að ráðuneytisstjórahópurinn skyldi ekki sjá ástæðu til að bæta stöðu mjólkurframleiðenda nema að mjög litlum hluta.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að við bændur framleiðum matvæli fyrir Íslendinga og ferðamenn á þessu landi án þess að hafa af því viðunandi afkomu. Það getur aldrei verið nein framtíð í því fyrir greinina að hún skili í heild umtalsverðum taprekstri því við vitum alveg hvert sú staða leiðir okkur. Sem fulltrúi bænda í verðlagsnefnd búvara sé ég mér því ekki annað fært en að fara fram á fulla leiðréttingu til kúabænda, afturvirkt frá 1. janúar 2023 í gegnum uppfærðan verðlagsgrundvöll. Það er engin draumastaða að senda út í verðlagið alla þá hækkun á mjólk sem bændur þurfa á að halda. Þennan uppsafnaða fortíðarvanda er ekki hægt að flýja lengur. Hefði verið betra að taka fyrr á vandanum? Já, að sjálfsögðu, en það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Það verður einfaldlega að vinna með þá stöðu sem blasir við núna.

Hversu mikill er vandinn? Samkvæmt núgildandi verðlagsgrundvelli er kostnaður á bak við hvern framleiddan mjólkurlítra rúmar 295 krónur. Því vantar bændur yfir 100 kr. á lítrann eins og staðan er í dag. Flestir eru sammála um að ýmsar forsendur í gildandi verðlagsgrundvelli séu úreltar og ekki er víst að vandinn sé raunverulega svona mikill. Bændasamtökin hafa á síðustu mánuðum unnið að því að greina stöðuna, á forsendum sem samtökin telja að geti verið eðlilegur verðlagsgrundvöllur. Skýrsla ráðuneytisstjórahópsins styður þær greiningar.

Enginn samningur hefur verið gerður við kúabændur um að taka hækkanir síðustu ára á sig. Meira og minna allt í samfélaginu hefur hækkað á þessu tímabili og margt hækkað langt umfram hækkanir á mjólkurverði. Verðlagsgrundvöllur kúabúa byggir á forsendum sem eru taldar upp í búvörulögum og grundvöllurinn á að tryggja að sú staða geti aldrei komið upp að greinin í heild skili tapi. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, sem hafa ekki tryggt að ákvarðanir um mjólkurverð til bænda byggi á réttum forsendum.

Árið 2023 er liðið án afkomu. Það verður að laga og tryggja framtíð greinarinnar í leiðinni.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...