Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Annáll
Mynd / ghp
Af vettvangi Bændasamtakana 29. desember 2023

Annáll

Höfundur: Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda.

Mörg garðyrkjufyrirtæki eru að eiga gott ár í framleiðslu og sölu, á það við flestar þær greinar sem garðyrkjan snertir.

Axel Sæland.

Garðplöntu- og sumarblómaframleiðendur, ylrækt blóma og grænmetis, kartöflubændur og aðrir útiræktendur, næstum allir bera sig vel eftir árið. Á tímum sem þessum kemur sér vel hvað garðyrkjan er heilt yfir skuldlítil grein og með háan meðalaldur. Mikil reynsla og þekking er til staðar í því hvernig best er að gera hlutina. En þetta er einnig stærsta ógn greinarinnar, með hverju árinu fækkar fólki í garðyrkju þar sem mikil reynsla og kunnátta tapast en fáir sem koma inn. Þeir sem hafa tekið slaginn og komið inn í greinina á síðustu árum eru í hvað verstri stöðu, bæði hvað varðar kunnáttu og fjárhagsstöðu. Við þekkjum öll hvernig verðbólgan og vaxtastigið er að fara með samfélagið og því er skuldastaða ungra bænda mikið áhyggjuefni. Það er mín von og trú að aðgerðir ríkisstjórnarinnar núna verði til að bæta hag þeirra sem eru nýir í greininni og í hvað verstri skuldastöðu.

En það er ekki síður menntun og ráðgjöf sem við þurfum að varðveita og leita stöðugt nýrra leiða til að bæta okkur. Garðyrkjuskólinn á Reykjum gegnir þar lykilhlutverki í að fá nýtt fólk inn í greinina. Nú er búið að endurvekja fagnefndir námsbrauta skólans, garðyrkjubændur eiga sæti í þeim nefndum sem tengjast þeirra greinum. Með þessu er verið að tryggja að grasrótinni gefist tækifæri á að vinna með skólanum. Deild garðyrkjunnar innan BÍ hefur einnig unnið í nánu samstarfi við RML (Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins). Þar hafa verið tekin markviss skref í að bæta og aðlaga þjónustuna til handa garðyrkjubændum. Síðastliðið vor var kynnt skýrsla um rekstrarráðgjöf í garðyrkju. Þar fá bændur verulega góð tæki í hendurnar, þar sem þeir sjá svart á hvítu hvar þeir geta bætt sinn rekstur. Á þessu ári var svo farið af stað með annað verkefni í samstarfi við Rml þar sem safnað verður saman upplýsingum um hvernig garðyrkjubændur geta fundið leiðir til að minnka kolefnisspor sitt. Þó svo að garðyrkjan sé afar umhverfisvæn miðað við aðra matvælaframleiðslu þá eigum við alltaf að stefna á að gera betur.

Nýtt ár, endurskoðaðir búvörusamningar

Lítið hefur þokast í að klára endurskoðun búvörusamninga á þessu ári en þeir eiga að taka gildi 1. janúar 2024. Bændasamtökin hafa lagt fram skýr markmið um hvaða aðgerðir þarf að fara í til að garðyrkjunni farnist hvað best inn í framtíðina. Flest þau markmið ríma við þau áhersluatriði sem sett voru í stjórnarsáttmálann hjá núverandi ríkisstjórn.

  • Festa niðurgreiðsluhlutfall á dreifingu raforku
  • Hækka greiðslur til útiræktar
  • Setja hærri greiðslustuðla á lífrænt ræktað grænmeti
  • Endurskoða tollflokka og uppreikna á núvirði

Þetta eru stóru áhersluatriðin, tryggja rekstrarumhverfi og gera garðyrkjubændur samkeppnishæfari á markaði við innflutning. Það á ekki að vera sjálfsagt að innlent grænmeti eigi að þurfa að kosta meira en innflutt. Við viljum að íslenskar garðyrkjuafurðir séu á samkeppnishæfu verði. Ekki bara út í búð, líka fyrir veitingageirann og mötuneyti, þetta er gríðarlega stórt hagsmunamál. Aðhaldskrafan er svo mikil í mötuneytisgeiranum að þar stjórnast innkaup að langstærstum hluta af verði vörunnar, hvernig stendur íslenskt grænmeti sig þar eða íslensk matvæli yfir höfuð? Af hverju ekki að hafa kerfið þannig að íslensk matvæli séu ódýrari en innflutt?

Við garðyrkjubændur munum halda áfram að gera það sem við erum best í, framleiða framúrskarandi garðyrkjuafurðir. Spurningin er því bara; á hvaða verði getum við boðið ykkur það?

Skylt efni: garðyrkjubændur

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...