Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Af hverju þurfum við að ræða um geðheilbrigði bænda?
Af vettvangi Bændasamtakana 18. október 2023

Af hverju þurfum við að ræða um geðheilbrigði bænda?

Höfundur: Halla Eiríksdóttir stjórnarmaður BÍ, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi.

Íslenskur landbúnaður er óumdeilt ein af undirstöðuatvinnu greinunum á Íslandi.

Á sama tíma og bændum er ætlað að auka framleiðslu og tryggja fæðu- öryggi þjóðar á viðsjárverðum tímum starfa þeir við mjög krefjandi starfsskilyrði. Vinnuumhverfi bænda er því flókið og afar brýnt að kanna reglulega líðan og hag stéttarinnar auk þess að efla forvarnir og bæta þekkingu á aðstæðum þeirra. Bændur þekkja ekki styttingu vinnuvikunnar, helgar- eða sumarfrí. Heimilislíf bænda er samtvinnað vinnu þeirra með löngum og óreglulegum vinnustundum en skepnum þarf að brynna jafnt á jólum sem hásumrum. Afleysingaþjónusta fyrir bændur er afar takmörkuð og mikið traust er lagt á nánustu aðstandendur eða næsta nágranna. Það að hringja sig inn veikan bitnar á dýrunum og gæti skilgreinst sem dýraníð.

Líðan íslenskra bænda var síðast könnuð í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu árið 2009.

Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að líðan bænda væri á þeim tíma betri en Íslendinga almennt en þar sem 14 ár eru liðin síðan líðan bænda var könnuð er fullt tilefni til að endurmeta stöðuna í dag.Vísbendingar eru nefnilega um að andleg vanlíðan, streita og kvíði sé að aukast meðal bænda hér á landi og hafa síðustu ár reynst mörgum bændum erfið. Einkum þarf að horfa til þeirra sem hafa þurft að skera niður í bústofni vegna dýrasjúkdóma, þar sem geðheilsa bænda og dýravelferð eru nátengd.

Umræða um geðrænan vanda er nefnilega viðkvæmari en önnur heilsutengd umræða. Henni fylgir oft óþörf skömm og almennt er talið að fólk veigri sér lengur við að leita hjálpar við þess konar kvillum, meðan líkamlegir kvillar fá yfirleitt snögga meðferð. Andleg vandamál er því oft erfiðari að greina og liggja djúpt falin lengur en aðrir kvillar.

Með það í huga verður á næstunni lögð netkönnun fyrir íslenska bændur til að kanna líðan og seiglu þeirra. Auk þess verður spurt um áform bænda til flutninga og fyrirætlanir um að skipta um atvinnugrein á næstu árum. Rannsóknin er unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri í samvinnu við Bænda- samtök Íslands og mun vonandi hjálpa til við að koma umræðunni upp á yfirborðið.

Seigla íslenskra bænda hefur ekki verið metin áður en seigla er hæfni til jákvæðrar aðlögunar í erfiðum aðstæðum. Þeir sem hafa meiri seiglu takast betur á við streitu og mótlæti og eru ólíklegri til að þróa með sér geðræn vandamál. Þar að auki verður athugað hvort munur sé á líðan bænda og líðan annarra Íslendinga á vinnumarkaði, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta (s.s. kyns, aldurs, menntunar og fjárhagsstöðu). Loks verður skoðað hvort munur sé á líðan bænda eftir því hvort þeir hafi áform um að flytja eða skipta um atvinnugrein á næstu árum.

Að geta veitt bændum bjargir til að þekkja merki streitu og andlegrar vanlíðunar er lýðheilsumál. Mikilvægt er að hefja vitundarvakningu um þessi mál meðal bænda og miðla til þeirra og aðstandenda greiðum leiðum til sjálfsbjargar. Bændur eru misjafnir eins og þeir eru margir en fyrsta skrefið er að átta sig á, þekkja og viðurkenna vandann.
Bændasamtökin hófu átak í fræðslumálum til bænda um andlega heilsu en haustið 2022 var verkefnið sett af stað. Framleidd voru fræðslumyndbönd sem byggja á jafningjafræðslu, þar sem bændur sem lent hafa í áföllum deila með öðrum sínum frásögnum og segja frá reynslu sinni og er aðgengilegt öllum þeim sem eru hluti af Bændasamtökum Íslands Bændageð er verkefni sem miðar að því að hjálpa til við að taka þetta fyrsta skref. Með jafningjaupplýsingum og reynslusögum er auðveldara að spegla sig í aðstæðum annarra og þá mögulega gera sér fyrr grein fyrir því í hvaða sporum viðkomandi stendur.

Við viljum halda áfram að vinna að forvörnum og aðstoða bændur og aðstandendur þeirra við að læra hvernig koma megi auga á vísbendingar um hrakandi andlega heilsu, því það er mikilvægt að huga að andlegri heilsu bænda þegar kemur að fæðuöryggi þjóðar og dýravelferð. Bændageðið, fyrsta skrefið í átt að bættri líðan.

Skylt efni: bændageð

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar
Lesendarýni 1. mars 2024

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar

Þess gætir í vaxandi mæli í þjóðfélaginu að dregnar eru upp sviðsmyndir sem í eð...

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda
Lesendarýni 28. febrúar 2024

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda

Eftir 1. júlí 2024 mega bændur ekki endurnota eyrnamerki/ örmerki sín í sauðfé, ...

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann l...

Mikil er trú þín, Ragnar
Lesendarýni 22. febrúar 2024

Mikil er trú þín, Ragnar

Í Bændablaðinu þann 8. febrúar sl. birtist grein eftir Ragnar Árnason, prófessor...

Gerist ekkert hjá VG?
Lesendarýni 20. febrúar 2024

Gerist ekkert hjá VG?

Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áf...

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi o...

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt
Lesendarýni 16. febrúar 2024

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt

Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið 2016, kom ég að því verki ásamt öðrum að gera...

Eru auðlindir Íslands til sölu?
Lesendarýni 14. febrúar 2024

Eru auðlindir Íslands til sölu?

„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eft...