Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr safa alveru er hægt að vinna bæði drykki, krem, fæðubótarefni og snyrtivörur af ýmsu tagi. Einnig er einfaldlega hægt að bera græðandi safann beint á húðina, sem er tilvalið eftir sólbað.
Úr safa alveru er hægt að vinna bæði drykki, krem, fæðubótarefni og snyrtivörur af ýmsu tagi. Einnig er einfaldlega hægt að bera græðandi safann beint á húðina, sem er tilvalið eftir sólbað.
Mynd / ghp
Á faglegum nótum 23. apríl 2022

Útbreidd alvera í eyjaklasa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Víða um Kanaríeyjar er hægt að finna ræktunarsvæði, verksmiðjur og verslanir sem gera út á Aloe vera plöntuna.

Hver planta getur lifað í um 40 ár.

Þykkblöðungurinn Aloe vera er mest ræktaða lækningaplanta heims og hefur verið nýtt til lækninga í þúsundir ára. Þótt plantan sé ekki landlæg á Kanaríeyjum þrífst hún einstaklega vel í loft­kenndum og næringarríkum eldfjallajarðvegi eyjaklasans og jöfnu heitu loftslagi árið um kring.

Lækningamáttur plöntunnar og vinsældir hennar, bæði innan lyfja- og snyrtivörumarkaðarins, hafa ýtt undir aukna ræktun og framleiðslu afurða úr henni og er því orðinn býsna áberandi iðnaður þar syðra.

Á Kanaríeyjum er algengasta nytjategundin Aloe barbadensis en hún er einkímblöðungur sem tilheyrir dagliljuætt. Hún er eina æta tegund biturblöðunganna. Henni getur þó auðveldlega verið ruglað saman við aðrar tegundir en þekkist á gulum blómum. Hún er í laukabálki og skyld ýmsum lauktegundum og aspas.

Þótt nokkuð harðger sé þrífst hún best í næringarríkum, þurrum jarðvegi og á sólríkum stað og það er einmitt það umhverfi sem eyjaklasi Kanarí býður henni upp á. Hún er einna viðkvæmust fyrir of mikilli bleytu sem loftkenndur eldfjallajarðvegurinn kemur í veg fyrir.

Uppruni plöntunnar er talinn vera á suðvesturhluta Arabíuskaga, en þaðan á hún að hafa borist til suðurhluta Indlands og Súdan og þaðan verið víðförul og náð fótfestu á allmörgum svæðum Asíu, Afríku og Ameríku og Ástralíu. Enn fremur er hún vinsæl pottaplanta, meðal annars hér á landi.

Bitur sannleikur

Nafnspeki plöntunnar er áhugaverð. Latneska ættkvíslarheitið Aloe er komið úr arabísku, „alloeh“, eða hebresku, „halal“, sem þýðir bitur og glansandi safi eða efni. Tegundarheitið vera þýðir sannleikur.
Samkvæmt hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkis- ráðuneytisins er íslensk þýðing plöntunnar alvera. Samkvæmt orðabók þýðir orðið alvera – verund sem tekur til alls og allt er runnið frá.

Aloe barbadensis er í laukabálki og skyld ýmsum lauktegundum og aspas.

Vegna græðandi eiginleika sinna hefur plantan verið sveipuð ljóðrænum ævintýraljóma í riti gegnum aldirnar. Hún hefur verið kölluð þögli græðarinn og læknirinn í blómapottinum, sem er titill yfirlitsgreinar um nytjaplöntuna sem hefur birst á þessum vettvangi.

Fjölbreytt notkun

Ef vel er að ræktun hennar staðið getur hver nytjaplanta lifað í um 40 ár. Safarík þykk blöð plöntunnar eru uppskorin utan frá þegar þau hafa náð þroska sínum. Úr safa þeirra er svo hægt að vinna bæði drykki, krem, fæðubótarefni og snyrtivörur af ýmsu tagi. Einnig er einfaldlega hægt að bera græðandi safann beint á húðina, sem er tilvalið eftir sólbað.

Aloe er komið úr arabísku, „alloeh“, eða hebresku, „halal“, sem þýðir bitur og glansandi safi.

Samkvæmt ritum og rannsóknum er hægt að ráðleggja notkun plöntunnar við ýmsum meinum, s.s. sólbruna, kláða, sárum, bólgum, hárlosi, liðverkjum og meltingartruflunum. Þá sögðu Egyptar hana varðveita leyndarmál fegurðar og eilífs lífs og sjálf Kleópatra smurði sig með húðkremi, unnu úr plöntunni, til að viðhalda yndisþokka sínum.

Alverusafi mun vera áhrifaríkur til meðhöndlunar hvers konar meltingarvandamála, á að hafa afeitrandi og hlutleysandi eiginleika. Í hvers kyns snyrtivörum er alveran sögð vera bakteríudrepandi með andoxunareiginleika.

Á Kanaríeyjum er algengasta nytjategundin Aloe barbadensis, en hún er einkímblöðungur sem tilheyrir dagliljuætt. Hún er eina æta tegund biturblöðunganna. Henni getur þó auðveldlega verið ruglað saman við aðrar tegundir en þekkist á gulum blómum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...