Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ungir holdanautgripir í vexti.
Ungir holdanautgripir í vexti.
Mynd / ál
Á faglegum nótum 11. febrúar 2025

Ungneyti með mestan vöxt á árinu 2024

Höfundur: Sigurður Kristjánsson er skýrsluhaldsfulltrúi og Guðmundur Jóhannesson er ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni fyrir árið 2024 voru birtar fyrir skömmu. Þar var birtur listi yfir gripi sem náðu mestum daglegum vexti á árinu og miðað við a.m.k. 450 daga aldur við slátrun.

Við nánari skoðun er ljóst að þessi aldursmörk eru ekki rétt með hliðsjón af því að með innblöndun Angus-gripa hefur vaxtarhraði aukist mikið. Þannig er orðið raunhæft að ná gripum í sláturstærð mun yngri en áður.

Í töflu 1 má sjá þau ungneyti sem náðu mestum daglegum vexti reiknuðum út frá fallþunga. Miðað er við að gripirnir séu aldursbilinu frá 365 daga til 900 daga við slátrun og reiknað er með 20 kg fallþunga við fæðingu. Í töflunni er að finna gripi sem hafa óþekktan bakgrunn en auðvitað segir það okkur lítið meira en að einhver gripur á viðkomandi búi náði góðum vexti. Það væri því alveg rökstyðjanlegt að birta ekki upplýsingar um þá gripi en að þessu sinni er þeim a.m.k. leyft að fljóta með.

Mestum eða hröðustum vexti ársins náði naut númer 2055 á Hálsi í Kjós. Þessi gripur var holdablendingur og eru skráð hlutföll 7% Galloway og 93% óvíst. Faðir er óþekktur og móðurfaðir sömuleiðis. Vöxtur þessa grips reiknast miðað við áðurnefndar forsendur 819,9 g/dag sem er geysigóður vöxtur.

Áfram gildir hið sama og áður hefur verið sagt að listar yfir þá gripi sem ná mestum vexti sýna vel hve holdablendingarnir skara fram úr, einkum og sér í lagi synir og afkomendur yngri Angus-nautanna frá einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti. Þær tölur sem við sjáum yfir vaxtarhraða gripanna sýna okkur og færa heim sanninn um að vel má ná gripum í góða sláturstærð við nálægt 14 mánaða aldur. Ekki þarf að fjölyrða um hve miklu minna fóður slíkir gripir hafa innbyrt yfir ævina en þeir sem eldri verða. Það hlýtur að auka hagkvæmni við framleiðslu nautakjöts svo um munar.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...