Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tíminn
Á faglegum nótum 3. apríl 2014

Tíminn

Höfundur: Kristín Linda Jónsdóttir

Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur skrifar um geðheilbrigðismál:

Stundum virðumst við gleyma því að tíminn er takmörkuð auðlind. Enginn er maður svo máttugur að geta stöðvað tímans hjól eða fjölfaldað sjálfan sig til að nýta sama tímann oft eða að vera á mörgum stöðum í einu. Flestir upplifa að þeir hafi ekki tíma til að koma öllu í verk sem þeir óska sér hvort sem það er tengt vinnu, félagsstarfi, áhugamálum eða samskiptum við annað fólk.

Sannleikurinn er sá að eitt af því sem er alveg öruggt í tilverunni hér á þessari jörð er tíminn. Klukkustundirnar í sólarhringnum eru þekkt stærð og það sem meira er hér ríkir algjört jafnrétti, við höfum öll jafn mikinn tíma á meðan við erum á lífi.

Við getum öll notið lífsins í 24 klukkustundirnar á sólarhring og 168 klukkutíma á viku. Enginn fær fleiri klukkustundir en annar. Samt segja sumir að þeir hafi engan tíma og að það sé alltaf brjálað að gera. Þeir eru sífellt að barma sér yfir tímaleysi eða mikla upp sinn eigin tímaskort. Hvað þýðir það eiginlega? Er ekki í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta sí og æ yfir tímaleysi. Við höfum jú öll sama tímann á hverjum degi, í hverri viku og hverjum mánuði. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta í lífsdansinum.

Þeir sem eru að bugast af tímaskorti þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að tíminn er takmörkuð auðlind, hann er alveg þekkt stærð og hvorki umsemjanlegur né teygjanlegur.

Tímastjórnun snýst í einfaldri mynd um að ná taki á eigin hugsun og hegðun þannig að við njótum tímans í stað þess að hafa sífellt áhyggjur af því að okkur vanti hann. Til þess þurfum við að setja mörk og skipuleggja okkur á skynsamlegan hátt í stað þess að bæta í tímapottinn þó þegar flæði upp úr.
Höfum hugfast að ef við upplifum sífellt tímapressu veldur það viðvarandi streituástandi sem er afar óhollt bæði fyrir líkama og sál. Viðvarandi streita virkar eins og gróðrarstía fyrir önnur heilsufarsvandamál, bæði líkamleg og andleg.


Ef þú upplifir að þú hafir ekki stjórn á tíma þínum og hlaupir í gegnum lífið yfirkeyrður, spenntur og stressaður er mál að staldra við og hugsa sinn gang. Sumir sækja í að vera allt í öllu eða ætla sér um of vegna þess að það þá hafa þeir á tilfinningunni að þeir séu ómissandi, mikils virði, vel metnir eða að litið sé upp til þeirra. Höfum þá í huga ljóðlínu Magnúsar Eiríkssonar, kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk.

Auðvitað er mikilvægt að leggja sitt af mörkum bæði í vinnu, einkalífi og samfélaginu en þetta er þinn tími og hver klukkustund kemur aðeins einu sinni. 

Núna, strax í dag er kjörið að líta aðeins á eigin tímastjórnun. Hvernig nýtur þú tímans sem þú til umráða á hverjum degi? Hvert er svigrúmið? Í hvað ertu að ráðstafa tímann í vinnunni og utan hennar?
Hjá flestum taka föst störf ákveðin tíma og mörg þeirra viljum við hafa áfram á sínum stað en ef til vill ekki öll. Skoðaðu málið. Er hægt að stytta þann tíma sem þú nýtir við þau störf á búinu eða í annarri vinnu sem gefa þeir minnsta ánægju eða eru mest slítandi? Til dæmis með einhvers konar tækni, hagræðingu eða samvinnu? Er hægt að breyta einhverju í hversdeginum á heimilinu þannig að minni tími fari í endurtekna hluti sem ekki skapa þér uppbyggilega ánægju? Hvernig er með félagslíf og félagsstarf? Félagsleg heilsa er mikilvæg og þess vegna er rétt að skoða hvernig þú verð tíma þínum í félagslífi, er hann gefandi og hæfilegur? Er saumaklúbburinn, kóræfingin, fundurinn, spjallið við bóndann á næsta bæ skemmtilegt og uppbyggjandi? Er það þess virði að nýta takmörkuðu auðlindina þína, tímann í það?

Gleymum því ekki að við erum öll einstök og þurfum ekki að kjósa að nýta tíma okkar á sama hátt og fólkið á næsta bæ. Við erum frjáls og sjálfstæð og þetta er okkar líf.

Skoðum daginn og verkefnin með alveg opnum huga, glöggu gestsauga. Einn af lyklum hamingjunnar er að hlaða ekki svo miklu á dagana sína að við gleymum að njóta tímans og förum eingöngu að nota hann, alveg upp til agna. Annar lykill felst í því að hafa alltaf bæði daglega og vikulega tómar stundir á dagskrá, ekki tómstundir heldur tómar stundir.


Til þess bara að vera til og og eiga tímarúm til að ráðstafa í núinu. Stundir sem við getum nýtt í takt við daginn, bara þegar að honum kemur.

Staðreyndin er sú að ef við upplifum okkur með yfirfulla dagskrá, bundin í báða skó, öllum stundum er ekkert eftir til að grípa óvænta töfra dagsins. Ekkert eftir fyrir nú framtíðardagsins, þegar það kemur, viljum það?

Það er sífelld áskorun að leika sér á jafnvægislínunni í dansi lífsins, ekki of mikið ekki of lítið bara mátulegt... og nú er ég bókuð hjá tannlækninum mínum eftir korter, löngu ákveðið stefnumót sem tekur sinn tíma af 24 klukkustundum þessa sólarhrings, engin fjölföldun í boði, ég verð að mæta.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...